Strætó sendir frá sér tilkynningu þess efnis í ljósi nýrrar reglugerðar um takmarkanir á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins sem tekur gildi á miðnætti.
Börn fædd 2006 og yngri eru undanþegin grímunotkun en grímurnar verða að hylja bæði nef og munn. Forsvarsmenn Strætó hvetja fólk til að huga að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Þá skuli viðskiptavinir ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni. Þessar takmarkanir eru í gildi til 13. ágúst 2021.