Færanlegur forstjóri Umhverfisstofnunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2021 09:03 Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar hér stödd á skrifstofu stofnunarinnar á Hellu, alsæl með að vinna í Rangárvallasýslu enda er hún fædd og uppalinn á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forstjóri Umhverfisstofnunar bregður oft undir sig betri fætinum og fer út á land með skrifstofuna sína en stofnunin er með starfsstöðvar á níu stöðum víðs vegar um landið. Forstjórinn segir að það verði mun meira úr verki þegar unnið er á landsbyggðinni í stað höfuðborgarinnar. Störf án staðsetningar eru alltaf að verða vinsælli en gott dæmi um það er Landsbankahúsið á Selfossi en þar er verið að breyta tveimur hæðum í skrifstofuhótel fyrir 120 manns þannig að Sunnlendingar sem starfa á höfuðborgarsvæðinu geta þá unnið á sínu heimasvæði í stað þess að keyra daglega yfir Hellisheiðina í vinnu. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar er mjög færanleg í sínu starfi því hún flytur skrifstofuna sína í Reykjavík ótrúlega oft út á land þar sem stofnunin er með aðsetur. Síðustu daga hefur hún verið á Hellu með sínu starfsfólki þar. En hvernig finnst forstjóranum að vinna úti á landi? „Það er æðislegt, þetta er náttúrlega draumastarfið hvað það varðar. Mér finnst störfin oft vinnast betur úti á landi, maður slakar aðeins betur á og einhvern veginn finnst mér ég hafa fleiri mínútur í deginum, það er svolítið skrýtið.“ Sigrún segist mjög hrifin af verkefninu „Störf án staðsetningar“, sem er víða að ryðja sér til rúms. „Já, það þýðir það að starfið er ekki bundið við einhverja eina starfsstöð en það er engu að síður starfsstöð til reiðu og tæknin gerir það að verkum að nú getum við fundað með hverjum sér og hvar sem er í gegnum Internetið.“ Rangárþing ytra Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Störf án staðsetningar eru alltaf að verða vinsælli en gott dæmi um það er Landsbankahúsið á Selfossi en þar er verið að breyta tveimur hæðum í skrifstofuhótel fyrir 120 manns þannig að Sunnlendingar sem starfa á höfuðborgarsvæðinu geta þá unnið á sínu heimasvæði í stað þess að keyra daglega yfir Hellisheiðina í vinnu. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar er mjög færanleg í sínu starfi því hún flytur skrifstofuna sína í Reykjavík ótrúlega oft út á land þar sem stofnunin er með aðsetur. Síðustu daga hefur hún verið á Hellu með sínu starfsfólki þar. En hvernig finnst forstjóranum að vinna úti á landi? „Það er æðislegt, þetta er náttúrlega draumastarfið hvað það varðar. Mér finnst störfin oft vinnast betur úti á landi, maður slakar aðeins betur á og einhvern veginn finnst mér ég hafa fleiri mínútur í deginum, það er svolítið skrýtið.“ Sigrún segist mjög hrifin af verkefninu „Störf án staðsetningar“, sem er víða að ryðja sér til rúms. „Já, það þýðir það að starfið er ekki bundið við einhverja eina starfsstöð en það er engu að síður starfsstöð til reiðu og tæknin gerir það að verkum að nú getum við fundað með hverjum sér og hvar sem er í gegnum Internetið.“
Rangárþing ytra Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira