Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2021 14:12 Meira en 35 þúsund hektarar hafa orðið gróðureldum að bráð á Spáni það sem af er ári. Getty/Carlos Gil Andreu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti í dag að slökkviliðsmenn hafi barist við meira en fimmtíu elda á undanförnum sólarhring og líklegt sé að enn fleiri eldar kvikni á næstu dögum vegna hitabylgju sem er í kortunum. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Ég vil ítreka það að ágúst verður erfiður mánuður,“ sagði forsætisráðherrann í dag. „Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að vera í viðbragðsstöðu þar til þetta tímabil er yfirstaðið.“ Slökkviliðið í Grikklandi lýsti því yfir í dag að vanræksla á sveitabæjum og framkvæmdasvæðum hafi orðið til þess að einhverjir eldar hafi kviknað. Flestir eldanna hafa brunnið í suðurhluta Peloponnese héraðsins en engir hafa farist í eldunum. Auk eldanna í Grikklandi hafa eldar logað á Sardiníu og Sikiley í Ítalíu. Slökkviliðið á Sardiníu hefur notið aðstoðar slökkviliðsflugvéla frá Frakklandi og Grikklandi, sem hafa barist gegn eldunum úr lofti. Meira en fjögur þúsund hektarar af skóglendi hafa orðið eldunum að bráð og meira en 350 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þá kviknuðu eldar nærri bænum Erice á Sikiley í dag. Meira en 1.500 hektarar af skóglendi hafa brunnið í Katalóníu á Spáni um helgina og tugir hafa þurft að flýja heimili sín. Tekist hefur þó að slökkva lang flesta eldana í dag. Þá hafa meira en 2.500 hektarar brunnið í Lietor á Spáni undanfarna daga áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldanna þar. Á þessu ári hafa meira en 35 þúsund hektarar af landi brunnið á Spáni. Náttúruhamfarir í Evrópu hafa verið mikið í fréttum undanfarið en flóð eftir hamfararigningar riðu yfir Þýskaland, Belgíu, Austurríki og fleiri lönd í Vestur-Evrópu í síðustu viku. Hátt í 200 fórust í flóðunum. Þá hafa úrhellisrigningar í Englandi og Wales leikið landsmenn grátt og breyttust götur Lundúna í ár í nótt og í morgun. Spánn Grikkland Ítalía Náttúruhamfarir Gróðureldar í Grikklandi Tengdar fréttir Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti í dag að slökkviliðsmenn hafi barist við meira en fimmtíu elda á undanförnum sólarhring og líklegt sé að enn fleiri eldar kvikni á næstu dögum vegna hitabylgju sem er í kortunum. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Ég vil ítreka það að ágúst verður erfiður mánuður,“ sagði forsætisráðherrann í dag. „Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að vera í viðbragðsstöðu þar til þetta tímabil er yfirstaðið.“ Slökkviliðið í Grikklandi lýsti því yfir í dag að vanræksla á sveitabæjum og framkvæmdasvæðum hafi orðið til þess að einhverjir eldar hafi kviknað. Flestir eldanna hafa brunnið í suðurhluta Peloponnese héraðsins en engir hafa farist í eldunum. Auk eldanna í Grikklandi hafa eldar logað á Sardiníu og Sikiley í Ítalíu. Slökkviliðið á Sardiníu hefur notið aðstoðar slökkviliðsflugvéla frá Frakklandi og Grikklandi, sem hafa barist gegn eldunum úr lofti. Meira en fjögur þúsund hektarar af skóglendi hafa orðið eldunum að bráð og meira en 350 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þá kviknuðu eldar nærri bænum Erice á Sikiley í dag. Meira en 1.500 hektarar af skóglendi hafa brunnið í Katalóníu á Spáni um helgina og tugir hafa þurft að flýja heimili sín. Tekist hefur þó að slökkva lang flesta eldana í dag. Þá hafa meira en 2.500 hektarar brunnið í Lietor á Spáni undanfarna daga áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldanna þar. Á þessu ári hafa meira en 35 þúsund hektarar af landi brunnið á Spáni. Náttúruhamfarir í Evrópu hafa verið mikið í fréttum undanfarið en flóð eftir hamfararigningar riðu yfir Þýskaland, Belgíu, Austurríki og fleiri lönd í Vestur-Evrópu í síðustu viku. Hátt í 200 fórust í flóðunum. Þá hafa úrhellisrigningar í Englandi og Wales leikið landsmenn grátt og breyttust götur Lundúna í ár í nótt og í morgun.
Spánn Grikkland Ítalía Náttúruhamfarir Gróðureldar í Grikklandi Tengdar fréttir Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17
Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38