David Winnie mætti á KR-völlinn í gærkvöldi og KR-liðið svaraði með stórleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 10:01 David Winnie í viðtalinu í KR útvarpinu í gær. Skjámynd/Útvarp KR á fésbókinni KR-ingar voru í miklu stuði í 4-0 sigri á Fylki í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í gærkvöldi. KR-liðið hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni í sumar en KR-ingar áttu allir sem einn stórleik í gær þar sem fjórir menn liðsins voru á skotskónum. Hvað gerðist? Einhver væri örugglega fljótur að benda á það að gamla hetjan David Winnie var mættur á KR-völlinn í fyrsta sinn í tvö ár. Skotinn Winnie hefur ekkert komið til landsins í kórónuveirufaraldrinum og viðurkenndi í viðtali við Hallgrím Indriðason hjá KR-útvarpinu að hafa ekkert fylgst með Vesturbæjarliðinu þann tíma. David Winnie átti eftirminnilega innkomu í KR-liðið 1998 og 1999. Fyrra sumarið endaði KR í öðru sæti og Winnie var kosinn leikmaður ársins en sumarið 1999 hjálpaði hann KR að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár eða frá 1968. Winnie batt saman vörn KR-liðsins sem vann tvöfalt sumarið 1999 og varð einnig Íslandsmeistari árið eftir þegar Winnie spilaði einnig með liðinu. Skotinn gerbreytti yfirbragði liðsins og það var athyglisvert að sjá KR-inga fara á kostum með hann í stúkunni í gær. David Winnie var líka í skemmtilegu viðtali við KR-útvarpið sem má horfa á með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann vinni nú sem lögmaður í London og sé aðallega að fást við mál tengdum íþróttum þar á meðal leikmenn og félög í ensku úrvalsdeildinni. Winnie fór meðal annars stutt yfir það hvað Brexit hefur skapað honum mikil vandræði en hann tók bara um andlitið þegar hann var spurður út í Brexit. Winnie talaði einnig um þörf KR-liðsins til að fá nýjan leikvang en lítið hefur breyst á vellinum síðan hann spilaði þar um aldarmótin. Winnie spáði leiknum 2-0 fyrir KR en hans menn gerðu enn betur og skoruðu fjögur mörk gegn engu. „Ég hef heyrt að liðið hafi verið í vandræðum hér í Frostaskjóli en vonandi breytist það í kvöld,“ sagði David Winnie og hann fékk heldur betur sýningu frá sínum mönnum í KR. Pepsi Max-deild karla KR Reykjavík Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
KR-liðið hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni í sumar en KR-ingar áttu allir sem einn stórleik í gær þar sem fjórir menn liðsins voru á skotskónum. Hvað gerðist? Einhver væri örugglega fljótur að benda á það að gamla hetjan David Winnie var mættur á KR-völlinn í fyrsta sinn í tvö ár. Skotinn Winnie hefur ekkert komið til landsins í kórónuveirufaraldrinum og viðurkenndi í viðtali við Hallgrím Indriðason hjá KR-útvarpinu að hafa ekkert fylgst með Vesturbæjarliðinu þann tíma. David Winnie átti eftirminnilega innkomu í KR-liðið 1998 og 1999. Fyrra sumarið endaði KR í öðru sæti og Winnie var kosinn leikmaður ársins en sumarið 1999 hjálpaði hann KR að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár eða frá 1968. Winnie batt saman vörn KR-liðsins sem vann tvöfalt sumarið 1999 og varð einnig Íslandsmeistari árið eftir þegar Winnie spilaði einnig með liðinu. Skotinn gerbreytti yfirbragði liðsins og það var athyglisvert að sjá KR-inga fara á kostum með hann í stúkunni í gær. David Winnie var líka í skemmtilegu viðtali við KR-útvarpið sem má horfa á með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann vinni nú sem lögmaður í London og sé aðallega að fást við mál tengdum íþróttum þar á meðal leikmenn og félög í ensku úrvalsdeildinni. Winnie fór meðal annars stutt yfir það hvað Brexit hefur skapað honum mikil vandræði en hann tók bara um andlitið þegar hann var spurður út í Brexit. Winnie talaði einnig um þörf KR-liðsins til að fá nýjan leikvang en lítið hefur breyst á vellinum síðan hann spilaði þar um aldarmótin. Winnie spáði leiknum 2-0 fyrir KR en hans menn gerðu enn betur og skoruðu fjögur mörk gegn engu. „Ég hef heyrt að liðið hafi verið í vandræðum hér í Frostaskjóli en vonandi breytist það í kvöld,“ sagði David Winnie og hann fékk heldur betur sýningu frá sínum mönnum í KR.
Pepsi Max-deild karla KR Reykjavík Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira