Erlent

Alvarleg sprenging á efnavinnslusvæði í Leverkusen

Eiður Þór Árnason skrifar
Svartur reykur færðist yfir iðnaðarsvæðið in Leverkusen.
Svartur reykur færðist yfir iðnaðarsvæðið in Leverkusen. DPA/Mirko Wolf

Sprenging var á iðnaðarsvæði fyrir efnavinnslufyrirtæki í þýsku borginni Leverkusen í morgun og steig mikill svartur reykur upp til himins.

Mjög takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um atvikið að svo stöddu og liggur orsök hennar ekki fyrir, að sögn rekstraraðila. Ekki er vitað um slys á fólki.

Almannavarnir hafa skilgreint sprenginguna sem „alvarlega ógn“ og biðlað til íbúa um að halda sig innandyra og loka dyrum og gluggum. Þá hefur þeim tilmælum verið beint til fólks utan Leverkusen að forðast svæðið. 

Lögregla hefur lokað nærliggjandi hraðbrautum og segist ekki hafa upplýsingar um orsök eða stærð sprengingarinnar, að því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar.

Slökkvilið og mengunarmælibílar hafa verið sendir á vettvang á Chempark-svæðinu sem er staðsett um tuttugu kílómetra norður af Köln.

Þýska dagblaðið Koelner Stadt-Anzeiger greinir frá því að sprengingin orðið í sorpbrennslustöð sem tekur við úrgangi frá fyrirtækjum á iðnaðarsvæðinu.

Svart reykský færir sig nú nær bæjunum Burscheid og Leichlingen en slökkviliðsmenn hafa verið kallaðir víða að til að reyna ná tökum á eldsvoðanum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×