Þurftu að æfa inni og munu bera sorgarbönd á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 22:00 Leikmenn Leverkusen munu bera sorgarbönd í leik morgundagsins vegna slyssins. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Leikmenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Bayer Leverkusen þurftu að æfa innandyra eftir sprengingu sem varð í efnaverksmiðju í Leverkusen í dag. Einn lést í sprengingunni og munu leikmenn liðsins bera sorgarband í æfingaleik sínum við Utrecht frá Hollandi á morgun. Sprenging varð í efnaverksmiðju í Leverkusen í dag með þeim afleiðingum að einn lést og fjögurra er enn saknað samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC. Sprengingin hafði mikla mengun í för með sér, þar sem svartur mökkur stóð upp frá slysstaðnum. Æfingar þýska félagsins voru því færðar inn fyrir hússins dyr. Íslenska landsliðskonan Sandra María Jessen er leikmaður kvennaliðs Leverkusen en hún er sem stendur í barneignarleyfi og verður út þetta ár. Karlalið Bayer Leverkusen hefur átt í vandræðum á undirbúningstímabili sínu þar sem aðeins einn af þremur fyrirhuguðum æfingaleikjum liðsins til þessa hafa farið fram. Leikjum við bæði Wehen Wiesbaden og Dynamo Moskvu var aflýst um miðjan júlí en liðið gerði markalaust jafntefli við Freiburg í sínum eina æfingaleik til þessa síðasta föstudag. Due to an explosion in the city of Leverkusen and the resulting unsafe air quality, today s training has been relocated indoors.— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) July 27, 2021 Leverkusen leikur annan undirbúningsleik sinn fyrir komandi tímabil á morgun við hollenska félagið Utrecht, en slys dagsins hefur ekki áhrif á þann leik. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu munu leikmenn bera svört sorgarbönd og hafa einnar mínútu þögn fyrir leik til minningar um þann sem lést í slysi dagsins. Hins vegar barst þýska liðinu önnur slæm tíðindi í dag þar sem að fimmti og síðasti æfingaleikur liðsins sem fyrirhugaður var við Celta Vigo frá Spáni á laugardaginn kemur er í uppnámi. Celta Vigo er hætt við að spila þann leik vegna COVID-smita innan þeirra raða. Leverkusen leitar nú nýs mótherja fyrir leikinn á laugardag. Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Sjá meira
Sprenging varð í efnaverksmiðju í Leverkusen í dag með þeim afleiðingum að einn lést og fjögurra er enn saknað samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC. Sprengingin hafði mikla mengun í för með sér, þar sem svartur mökkur stóð upp frá slysstaðnum. Æfingar þýska félagsins voru því færðar inn fyrir hússins dyr. Íslenska landsliðskonan Sandra María Jessen er leikmaður kvennaliðs Leverkusen en hún er sem stendur í barneignarleyfi og verður út þetta ár. Karlalið Bayer Leverkusen hefur átt í vandræðum á undirbúningstímabili sínu þar sem aðeins einn af þremur fyrirhuguðum æfingaleikjum liðsins til þessa hafa farið fram. Leikjum við bæði Wehen Wiesbaden og Dynamo Moskvu var aflýst um miðjan júlí en liðið gerði markalaust jafntefli við Freiburg í sínum eina æfingaleik til þessa síðasta föstudag. Due to an explosion in the city of Leverkusen and the resulting unsafe air quality, today s training has been relocated indoors.— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) July 27, 2021 Leverkusen leikur annan undirbúningsleik sinn fyrir komandi tímabil á morgun við hollenska félagið Utrecht, en slys dagsins hefur ekki áhrif á þann leik. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu munu leikmenn bera svört sorgarbönd og hafa einnar mínútu þögn fyrir leik til minningar um þann sem lést í slysi dagsins. Hins vegar barst þýska liðinu önnur slæm tíðindi í dag þar sem að fimmti og síðasti æfingaleikur liðsins sem fyrirhugaður var við Celta Vigo frá Spáni á laugardaginn kemur er í uppnámi. Celta Vigo er hætt við að spila þann leik vegna COVID-smita innan þeirra raða. Leverkusen leitar nú nýs mótherja fyrir leikinn á laugardag.
Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Sjá meira