Vill ekki staðfesta hvort hún taki frekari þátt á ÓL Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 19:31 Biles studdi liðsfélaga sína af hliðarlínunni í dag. Laurence Griffiths/Getty Images Fimleikastjarnan Simone Biles segir andlegt álag hafa valdið því að hún dró sig úr keppni er liðakeppni fór fram á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Bandaríkin hlutu silfur án Biles en Rússland fagnaði sigri. Biles dró sig úr keppni eftir fyrstu grein þegar Bandaríkin voru meðal keppnisþjóða í liðakeppni í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í morgun. Hún táraðist þegar hún útskýrði ákvörðun sína fyrir fjölmiðlum eftir keppni þar sem hún vísaði í andlegt álag. „Þegar þú lendir í aðstæðum mikils álags áttu til að fríka út,“ sagði Biles. „Ég þarf að einblína á mína andlegu heilsu og ekki setja heilsu mína og vellíðan í hættu,“ „Við þurfum að vernda líkama okkar og huga,“ bætti Biles við. „Það er rosalega erfitt að eiga í baráttu við hugann á sjálfum sér.“ Biles hyggst taka sér dagsfrí, fyrir líkama og sál, á morgun en fram undan eru fjórir keppnisdagar í kjölfarið, sá fyrsti á fimmtudag og svo frá sunnudegi til þriðjudags. Biles vildi ekki staðfesta við fjölmiðla ytra að hún tæki þátt þessa fjóra daga. — Simone Biles (@Simone_Biles) July 27, 2021 „Við munum taka þetta einn dag í einu. Ég veit að morgun er hálfur dagur, við fáum í það minnsta morguninn í frí. Svo það verður góð andleg hvíld. Við tökum stöðuna þá og sjáum hvað setur.“ hefur CNN eftir Biles. „Vonandi mun ég fara aftur út á gólfið og keppa í nokkrum greinum til viðbótar,“ sagði Biles. Biles hefur tryggt sér keppnisrétt í fjórum keppnisgreinum sem munu skiptast yfir áðurnefnda fjóra daga. Heildarkeppni kvenna fer fram á fimmtudag. Á sunnudag verður keppt bæði í stökki og á tvíslá, gólfæfingar eru á mánudag og keppni á jafnvægisslá fer fram á þriðjudag. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12 Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30 Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Sjá meira
Biles dró sig úr keppni eftir fyrstu grein þegar Bandaríkin voru meðal keppnisþjóða í liðakeppni í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í morgun. Hún táraðist þegar hún útskýrði ákvörðun sína fyrir fjölmiðlum eftir keppni þar sem hún vísaði í andlegt álag. „Þegar þú lendir í aðstæðum mikils álags áttu til að fríka út,“ sagði Biles. „Ég þarf að einblína á mína andlegu heilsu og ekki setja heilsu mína og vellíðan í hættu,“ „Við þurfum að vernda líkama okkar og huga,“ bætti Biles við. „Það er rosalega erfitt að eiga í baráttu við hugann á sjálfum sér.“ Biles hyggst taka sér dagsfrí, fyrir líkama og sál, á morgun en fram undan eru fjórir keppnisdagar í kjölfarið, sá fyrsti á fimmtudag og svo frá sunnudegi til þriðjudags. Biles vildi ekki staðfesta við fjölmiðla ytra að hún tæki þátt þessa fjóra daga. — Simone Biles (@Simone_Biles) July 27, 2021 „Við munum taka þetta einn dag í einu. Ég veit að morgun er hálfur dagur, við fáum í það minnsta morguninn í frí. Svo það verður góð andleg hvíld. Við tökum stöðuna þá og sjáum hvað setur.“ hefur CNN eftir Biles. „Vonandi mun ég fara aftur út á gólfið og keppa í nokkrum greinum til viðbótar,“ sagði Biles. Biles hefur tryggt sér keppnisrétt í fjórum keppnisgreinum sem munu skiptast yfir áðurnefnda fjóra daga. Heildarkeppni kvenna fer fram á fimmtudag. Á sunnudag verður keppt bæði í stökki og á tvíslá, gólfæfingar eru á mánudag og keppni á jafnvægisslá fer fram á þriðjudag.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12 Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30 Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Sjá meira
Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12
Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30
Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01