Hafnaði Real Madrid því hann elskar Juventus Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 23:00 Allegri fagnar einum af fimm ítölskum meistaratitlum sínum hjá Juventus. Valerio Pennicino/Getty Images Massimiliano Allegri sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Juventus í dag. Allegri er að taka við Juventus í annað sinn en hann hafnaði starfi hjá Real Madrid fyrir starf hjá þeim svarthvítu. Allegri tók við Juventus sumarið 2014 eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið til að taka við ítalska landsliðinu. Hann stýrði liðinu í fimm tímabil og vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin auk þess að vinna fjóra bikartitla. Honum tókst hins vegar ekki að skila stærsta bikarnum í hús, Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að komast nærri því tvisvar og hljóta silfur 2015 og 2017 var Allegri látinn fara sumarið 2019 þar sem Juventus virtist vera að fjarlægjast það markmið. Allegri hefur verið án starfs síðan og hefur Juventus verið undir stjórn tveggja þjálfara Maurizio Sarri á þarsíðustu leiktíð og Andrea Pirlo í fyrra. Sarri var látinn fara þrátt fyrir að vinna deildina á sínu fyrsta ári en Pirlo mistókst það eftir að Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð, er Inter Milan varð meistari í vor. Nú er Allegri snúinn aftur til félagsins en vill lítið láta uppi um Meistaradeildardrauginn. „Allir vilja vinna Meistaradeildina. Það þarf margt að smella til að takast það. Fyrsta markmiðið er að fara upp úr riðlinum.“ sagði Allegri í dag. Allegri kveðst hafa hafnað stóru tilboði til að taka við Juventus, og segist hafa hafnað Real Madrid í tvígang. Landi hans Carlo Ancelotti tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar eftir að Allegri hafði afþakkað starfið. „Sagði ég tvisvar nei við Real Madrid? Segjum já, sérstaklega í ár. Ég þarf að þakka forsetanum [Florentino Pérez]. Ég mat stöðuna og valdi Juventus. Það sýnir ást mína á félaginu sem hefur gefið mér svo mikið. Ég hef mikla trú á þessu liði, sem ég nýt mjög að stýra,“ sagði Allegri. Ítalski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Allegri tók við Juventus sumarið 2014 eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið til að taka við ítalska landsliðinu. Hann stýrði liðinu í fimm tímabil og vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin auk þess að vinna fjóra bikartitla. Honum tókst hins vegar ekki að skila stærsta bikarnum í hús, Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að komast nærri því tvisvar og hljóta silfur 2015 og 2017 var Allegri látinn fara sumarið 2019 þar sem Juventus virtist vera að fjarlægjast það markmið. Allegri hefur verið án starfs síðan og hefur Juventus verið undir stjórn tveggja þjálfara Maurizio Sarri á þarsíðustu leiktíð og Andrea Pirlo í fyrra. Sarri var látinn fara þrátt fyrir að vinna deildina á sínu fyrsta ári en Pirlo mistókst það eftir að Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð, er Inter Milan varð meistari í vor. Nú er Allegri snúinn aftur til félagsins en vill lítið láta uppi um Meistaradeildardrauginn. „Allir vilja vinna Meistaradeildina. Það þarf margt að smella til að takast það. Fyrsta markmiðið er að fara upp úr riðlinum.“ sagði Allegri í dag. Allegri kveðst hafa hafnað stóru tilboði til að taka við Juventus, og segist hafa hafnað Real Madrid í tvígang. Landi hans Carlo Ancelotti tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar eftir að Allegri hafði afþakkað starfið. „Sagði ég tvisvar nei við Real Madrid? Segjum já, sérstaklega í ár. Ég þarf að þakka forsetanum [Florentino Pérez]. Ég mat stöðuna og valdi Juventus. Það sýnir ást mína á félaginu sem hefur gefið mér svo mikið. Ég hef mikla trú á þessu liði, sem ég nýt mjög að stýra,“ sagði Allegri.
Ítalski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira