Fór úr því að geta varla gengið í að vinna Ólympíugull Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 23:31 Tom Dean þurfti að yfirstíga margt til að ná gullinu í dag. Jean Catuffe/Getty Images Bretinn Tom Dean hlaut í dag gullverðlaun á Ólympíuleikunum eftir hafa komið fyrstur í bakkann í 200 metra skriðsundi í lauginni í Tókýó. Dean átti erfiða leið á leikana. Hinn 21 árs gamli Dean sigraðist á miklu mótlæti til að komast á leikana og hvað þá að fagna sigri. Hann smitaðist tvisvar af kórónuveirunni á síðasta ári sem lagðist töluvert illa í hann í bæði skiptin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann hafi verið svo illa haldinn að hann hafi varla getið gengið upp stiga án þess að glíma við mikinn hósta og öndunarvandamál. Dean var frá æfingum í þrjár vikur í báðum tilfellum og segir það hafa verið erfitt bæði líkamlega og andlega í aðdraganda leikanna. „Þriggja vikna aðlögun mín áður en ég gat hafið æfingar á ný þurfti að vera vel skipulögð til að koma í veg fyrir langtíma skaða á hjarta og lungu, svo það var ógnvekjandi,“ sagði Dean. „Það olli mér uppnámi því að enginn tekur sér sex vikna pásu í aðdraganda Ólympíuleika. Þetta var mikið áfall fyrir allt kerfið.“ Þrátt fyrir áföllin kom Dean fyrstur í bakkann í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi í morgun, aðeins 0,04 sekúndum á undan landa sínum Duncan Scott sem hlaut silfur. Dean kom í bakkann á einni mínútu og 44,22 sekúndum sem er nýtt landsmet og næst besti tími ársins í greininni. „Þegar ég sat í einangrun í íbúðinni minni virtist Ólympíugull vera milljón mílur í burtu,“ segir Dean sem sannarlega vann fyrir gullinu. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Dean sigraðist á miklu mótlæti til að komast á leikana og hvað þá að fagna sigri. Hann smitaðist tvisvar af kórónuveirunni á síðasta ári sem lagðist töluvert illa í hann í bæði skiptin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann hafi verið svo illa haldinn að hann hafi varla getið gengið upp stiga án þess að glíma við mikinn hósta og öndunarvandamál. Dean var frá æfingum í þrjár vikur í báðum tilfellum og segir það hafa verið erfitt bæði líkamlega og andlega í aðdraganda leikanna. „Þriggja vikna aðlögun mín áður en ég gat hafið æfingar á ný þurfti að vera vel skipulögð til að koma í veg fyrir langtíma skaða á hjarta og lungu, svo það var ógnvekjandi,“ sagði Dean. „Það olli mér uppnámi því að enginn tekur sér sex vikna pásu í aðdraganda Ólympíuleika. Þetta var mikið áfall fyrir allt kerfið.“ Þrátt fyrir áföllin kom Dean fyrstur í bakkann í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi í morgun, aðeins 0,04 sekúndum á undan landa sínum Duncan Scott sem hlaut silfur. Dean kom í bakkann á einni mínútu og 44,22 sekúndum sem er nýtt landsmet og næst besti tími ársins í greininni. „Þegar ég sat í einangrun í íbúðinni minni virtist Ólympíugull vera milljón mílur í burtu,“ segir Dean sem sannarlega vann fyrir gullinu.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira