Gullið kom loksins hjá Ledecky en í kjölfarið á verstu frammistöðu ferilsins: „Hugsaði til ömmu og afa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 08:31 Katie Ledecky sést hér eftir að hún vann gullið í 1500 metra skriðsundi í nótt. AP/Petr David Josek Katie Ledecky vann sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt en þetta hafa þó ekki verið neinir draumaleikar hjá bandarísku sundstjörnunni. Ledecky, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, er ekki alveg í sama forminu á þessum leikum. Hún þurfti að sætta sig við silfur í 400 metra skriðsundi og í nótt endaði hún í fimmta sæti í 200 metra skriðsundi, grein sem hún vann á ÓL í Ríó. Ledecky hefur aldrei endað neðar í grein á Ólympíuleikum en fram að því hafi hún fengið verðlaun í öllum sínum úrslitasundum. GOLD AND SILVER FOR USA! @katieledecky x @erica_sully pic.twitter.com/UPoMqcs5UF— SportsCenter (@SportsCenter) July 28, 2021 Katie fékk tækifæri til að keppa aftur stuttu síðar og tryggði sér þá gullverðlaun í 1500 metra skriðsundinu en þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem er keppt í þeirri grein. Hún kom fyrst í mark á 15 mínútum og 37.39 sekúndum. Ledecky stakk af í byrjun sundsins en þurfti að hafa fyrir sigrinum í lokin þegar landa hennar Erica Sullivan átti frábæran endasprett. „Fólk finnur kannski til með mér af því ég er ekki að vinna en ég vil að fólk hafi meiri áhyggjur af öðrum hlutum í heiminum því það er fólk sem er virkilega að þjást þarna úti. Ég er bara stolt af því að koma heim með gullverðlaun fyrir bandaríska liðið,“ sagði Katie Ledecky. Ledecky hefur tapað tvisvar fyrir hinni áströlsku Ariarne Titmus sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum þegar hún vann 200 metra skriðsundið eftir að hafa unnið líka 400 metra skriðsundið. Katie Ledecky has won gold in the 1500m freestyle.She is the 4th women's swimmer to win 6 gold medals in Olympics history. pic.twitter.com/NzJz2DufPU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 „Eftir 200 metra skriðsundið þá þurfti ég að snúa fljótt við blaðinu. Í upphitunarlauginni þá hugsaði ég um fjölskylduna mína. Í hverju taki þá var mér hugsað til afa og ömmu,“ sagði Katie meir. „Þau eru harðgerðasta fólkið sem ég þekki og það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ sagði Ledecky. Japanska sundkonan Yui Ohashi vann gull í 200 metra fjórsundi kvenna en bandarísku stelpurnar Alex Walsh og Kate Douglas fengu silfur og brons. Ungverjinn Kristóf Milák vann 200 metra flugsund á nýju Ólympíumeti en þar fékk Japaninn Tomoru Honda silfur og Ítalinn Federico Burdisso brons. Breska sundsveitin, skipuð þeim Thomas Dean, James Guy, Matthew Richards og Duncan Scott vann gull í 4 x 200 metra skriðsundi þar sem Rússar fengu silfur og Ástralar brons. Bandaríska sveitin þurfti að sætta sig við fjórða sætið og þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fá ekki verðlaun í boðsundi fyrir utan ÓL í Moskvu 1980 þegar þeir mættu ekki til leiks. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Sjá meira
Ledecky, sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, er ekki alveg í sama forminu á þessum leikum. Hún þurfti að sætta sig við silfur í 400 metra skriðsundi og í nótt endaði hún í fimmta sæti í 200 metra skriðsundi, grein sem hún vann á ÓL í Ríó. Ledecky hefur aldrei endað neðar í grein á Ólympíuleikum en fram að því hafi hún fengið verðlaun í öllum sínum úrslitasundum. GOLD AND SILVER FOR USA! @katieledecky x @erica_sully pic.twitter.com/UPoMqcs5UF— SportsCenter (@SportsCenter) July 28, 2021 Katie fékk tækifæri til að keppa aftur stuttu síðar og tryggði sér þá gullverðlaun í 1500 metra skriðsundinu en þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem er keppt í þeirri grein. Hún kom fyrst í mark á 15 mínútum og 37.39 sekúndum. Ledecky stakk af í byrjun sundsins en þurfti að hafa fyrir sigrinum í lokin þegar landa hennar Erica Sullivan átti frábæran endasprett. „Fólk finnur kannski til með mér af því ég er ekki að vinna en ég vil að fólk hafi meiri áhyggjur af öðrum hlutum í heiminum því það er fólk sem er virkilega að þjást þarna úti. Ég er bara stolt af því að koma heim með gullverðlaun fyrir bandaríska liðið,“ sagði Katie Ledecky. Ledecky hefur tapað tvisvar fyrir hinni áströlsku Ariarne Titmus sem vann sín önnur gullverðlaun á leikunum þegar hún vann 200 metra skriðsundið eftir að hafa unnið líka 400 metra skriðsundið. Katie Ledecky has won gold in the 1500m freestyle.She is the 4th women's swimmer to win 6 gold medals in Olympics history. pic.twitter.com/NzJz2DufPU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 „Eftir 200 metra skriðsundið þá þurfti ég að snúa fljótt við blaðinu. Í upphitunarlauginni þá hugsaði ég um fjölskylduna mína. Í hverju taki þá var mér hugsað til afa og ömmu,“ sagði Katie meir. „Þau eru harðgerðasta fólkið sem ég þekki og það hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ sagði Ledecky. Japanska sundkonan Yui Ohashi vann gull í 200 metra fjórsundi kvenna en bandarísku stelpurnar Alex Walsh og Kate Douglas fengu silfur og brons. Ungverjinn Kristóf Milák vann 200 metra flugsund á nýju Ólympíumeti en þar fékk Japaninn Tomoru Honda silfur og Ítalinn Federico Burdisso brons. Breska sundsveitin, skipuð þeim Thomas Dean, James Guy, Matthew Richards og Duncan Scott vann gull í 4 x 200 metra skriðsundi þar sem Rússar fengu silfur og Ástralar brons. Bandaríska sveitin þurfti að sætta sig við fjórða sætið og þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fá ekki verðlaun í boðsundi fyrir utan ÓL í Moskvu 1980 þegar þeir mættu ekki til leiks.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Sjá meira