„Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 12:01 Daniil Medvedev var í miklum vandræðum í hitanum og rakanum en tókst samt að tryggja sér sæti í átta manna úrslitunum. AP/Patrick Semansky Rússinn Daniil Medvedev er kominn í átta manna úrslit í tenniskeppni Ólympíuleikanna en hann átti í miklum erfiðleikum í hitanum í nótt. Medvedev komst áfram með því að vinna Fabio Fognini frá Ítalíu 6-2, 3-6 og 6-2. Hann mætir Spánverjanum Pablo Carreno Busta í átta manna úrslitunum. Medvedev átti í miklum vandræðum í leiknum þegar hitinn og rakastigið gerði honum mjög erfitt fyrir. Svo illa leit hann út á tímabili að dómari leiksins, Carlos Ramos, spurði hann hreinlega hvort hann gæti haldið áfram. Svarið kom mörgum í opna skjöldu. „Ég get klárað leikinn en ég get dáið,“ sagði Daniil Medvedev. „Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina,“ hélt Medvedev áfram. Hann fékk tvisvar sinnum að taka leikhlé og einu sinni að fá þjálfarann sinn til sín. Medvedev ræddi atvikið eftir leik og sagði að honum hefði verið mikið niðri fyrir á þessum tímapunkti í leiknum. a very metal moment in the Olympic tennis just now as Medvedev casually asks what happens if he dies on the court pic.twitter.com/kotZxePtEw— Timothy Burke (@bubbaprog) July 28, 2021 „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera til að líða betur. Ég var tilbúinn að falla niður á völlinn,“ sagði Medvedev. Spænski tennisspilarinn Paula Badosa var ekki eins heppin því hún fór af velli í hjólastól eftir að hafa fengið hitaslag í leik sínum á móti Marketu Vondrousova í átta manna úrslitum. Vondrousova sló út Naomi Osaka í gær og hafði unnið fyrsta settið 6-1. Hún er nú komin alla leið í undanúrslitin. Hitinn fór alla leið upp í 31 stig en vegna rakans þá var eins og það væri 37 stiga hiti. Tennisfólkið hefur margoft beðið um að leikirnir yrðu færðir fram á kvöld þegar hitinn er minni en ekki hefur verið orðið við þeim sóknum. Tennis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
Medvedev komst áfram með því að vinna Fabio Fognini frá Ítalíu 6-2, 3-6 og 6-2. Hann mætir Spánverjanum Pablo Carreno Busta í átta manna úrslitunum. Medvedev átti í miklum vandræðum í leiknum þegar hitinn og rakastigið gerði honum mjög erfitt fyrir. Svo illa leit hann út á tímabili að dómari leiksins, Carlos Ramos, spurði hann hreinlega hvort hann gæti haldið áfram. Svarið kom mörgum í opna skjöldu. „Ég get klárað leikinn en ég get dáið,“ sagði Daniil Medvedev. „Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina,“ hélt Medvedev áfram. Hann fékk tvisvar sinnum að taka leikhlé og einu sinni að fá þjálfarann sinn til sín. Medvedev ræddi atvikið eftir leik og sagði að honum hefði verið mikið niðri fyrir á þessum tímapunkti í leiknum. a very metal moment in the Olympic tennis just now as Medvedev casually asks what happens if he dies on the court pic.twitter.com/kotZxePtEw— Timothy Burke (@bubbaprog) July 28, 2021 „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera til að líða betur. Ég var tilbúinn að falla niður á völlinn,“ sagði Medvedev. Spænski tennisspilarinn Paula Badosa var ekki eins heppin því hún fór af velli í hjólastól eftir að hafa fengið hitaslag í leik sínum á móti Marketu Vondrousova í átta manna úrslitum. Vondrousova sló út Naomi Osaka í gær og hafði unnið fyrsta settið 6-1. Hún er nú komin alla leið í undanúrslitin. Hitinn fór alla leið upp í 31 stig en vegna rakans þá var eins og það væri 37 stiga hiti. Tennisfólkið hefur margoft beðið um að leikirnir yrðu færðir fram á kvöld þegar hitinn er minni en ekki hefur verið orðið við þeim sóknum.
Tennis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira