Búið er að skima alla heimilismenn sem viðkomandi starfsmaður var í samskiptum við. Ekki er búist við að fleiri heimilismenn hafi smitast.
Heimilismennirnir hafa verið settir í einangrun á herbergjum sínum og eru einkennalitlir.
Heimilið er lokað öllum heimsóknum næstu daga nema með sérstökum undanþágum. Þá hefur inntaka nýrra heimilismanna verið stöðvuð tímabundið.
Grundarheimilin vinna í samvinnu við smitrakningateymið og embætti sóttvarnarlæknis. Þá hefur viðbragðsteymi almannavarna verið virkjað.