Búsetuúrræði eldri íbúa og Framkvæmdasjóður aldraðra Guðbrandur Einarsson skrifar 28. júlí 2021 10:30 Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru. Þennan málaflokk þarf að taka föstum tökum. Eldra fólki fer hratt fjölgandi og nauðsynlegt að nálgast málaflokkinn frá mörgum hliðum, enda er ekki hér um einsleitan hóp að ræða. Margir eru frískir og fjörugir og bjarga sér sjálfir. Aðrir eru sæmilega frískir og þurfa frekar á félagslegri aðhlynningu að halda en heilbrigðisþjónustu. Síðan eru þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda af ýmsum toga. Þess vegna er nauðsynlegt að til staðar séu ýmis konar úrræði sem uppfylla þarfir mismundandi hópa. Þjónusta á hendi ríkis og sveitarfélaga Þjónustu við eldri íbúa hefur bæði verið sinnt af sveitarfélögum og ríki. Félagsleg heimaþjónusta, sem sveitarfélögin sinna, er fyrir þá sem búa í heimahúsum en þurfa aðstoð við að sjá um heimilishald og persónulega umhirðu. Tilgangur heimahjúkrunar, sem er á forræði ríkis, er að gera fólki kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Oft skarast þessir þjónustuþættir og óvissa ríkir um hver á að gera hvað. Slík óvissa bitnar auðvitað mest á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og því nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög skýri og skilgreini betur hvoru megin lækjar ábyrgðin liggur. Ótækt að festa eldra fólk á sjúkrahúsum Það liggur fyrir, miðað við þá biðlista sem eru til staðar, að nauðsynlegt er að fjölga hjúkrunarheimilum. Það er auðvitað ótækt að ekki skuli vera hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsi vegna skorts á úrræðum. Þetta eykur allan kostnað við heilbrigðisþjónustu þar sem verið er að nýta dýrasta úrræðið þegar aðrir kostir þyrftu að vera til staðar. Framkvæmdasjóður aldraðravar stofnaður árið 1999. Hann starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra og er í vörslu heilbrigðisráðuneytisins. Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem lagt er á þá sem skattskyldir eru á aldrinum 16-70 ára. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofnana fyrir aldraða, þjónustumiðstöðva og dagdvala, að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagdvalar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Lagabreyting var gerð á sjóðnum árið 2004 og heimild veitt til þess að nýta sjóðinn til viðhalds hjúkrunarheimila. Fjármunir nýttir í rekstur en ekki fjárfestingar Árið 2011 var hins vegar sett inn bráðabirgðaákvæði sem heimilaði að sjóðurinn yrði nýttur til reksturs og samkvæmt uppgjöri 2015 var staðan þannig að einungis 40% af fjármunum sjóðsins er nýttur í það sem hann var upphaflega stofnaður til, það er til fjárfestingar í úrræðum í öldrunarþjónustu. Þá hefur það verið haft eftir Sigurði Jónssyni, sem er fulltrúi Landssambands eldri borgara í stjórn Framkvæmdasjóðs, að þriðjungur tekna sjóðsins hafi á árunum 2011-2017 verið notaður í rekstur. Þá vekur það einnig athygli að sumir landshlutar hafa fengið talsvert minna af fjármunum úr Framkvæmdasjóði einhverra hluta vegna en slík mismunun ætti ekki að eiga sér stað. Ríkissjóður fær lánað hjá Framkvæmdasjóði aldraðra Ríkissjóðurskuldaði Framkvæmdasjóði aldraðra tæpa 2,9 milljarða króna í árslok 2019 samkvæmt ársreikningnum, sem var þá rúmlega gjaldið sem lagt var á fólk það ár. Það er um það bil kostnaðurinn við fullbúið 60 rýma hjúkrunarheimili. Mér finnst vel hægt að líkja þessu við formann húsfélags sem fengi lánað úr hússjóðnum til eigin nota. Eitthvað myndi nú verða sagt við því. Ný búsetuúrræði Öldrunarþjónusta er talsvert fjárfrekur málaflokkur og því er nauðsynlegt að fjölga þeim úrræðum sem málaflokknum tilheyra, bæði til þess að auka fjölbreytni en einnig til þess að fara betur með fjármuni. Einn af þeim kostum sem rétt væri að skoða er búsetuúrræði einhvers staðar á milli þess að búa heima eða vera á hjúkrunarheimili. Það gæti verið kostur að byggja dvalarheimili þar sem hver og einn hefði sína íbúð og boðið væri upp á sameiginleg rými eins og matsal og sali þar sem hægt væri að bjóða upp á félagslega virkni, líkamsrækt, tómstundir og samveru. Það eru ekki allir sem treysta sér til að búa einir eftir að hafa til dæmis misst maka sinn og margir eiga það á hættu að einangrast félagslega. Ef fjármunir Framkvæmdasjóðs aldraðra væru nýttir til þess sem þeir voru upphaflega ætlaðir til, væri hægt að fjölga úrræðum í þessum málaflokki verulega. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru. Þennan málaflokk þarf að taka föstum tökum. Eldra fólki fer hratt fjölgandi og nauðsynlegt að nálgast málaflokkinn frá mörgum hliðum, enda er ekki hér um einsleitan hóp að ræða. Margir eru frískir og fjörugir og bjarga sér sjálfir. Aðrir eru sæmilega frískir og þurfa frekar á félagslegri aðhlynningu að halda en heilbrigðisþjónustu. Síðan eru þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda af ýmsum toga. Þess vegna er nauðsynlegt að til staðar séu ýmis konar úrræði sem uppfylla þarfir mismundandi hópa. Þjónusta á hendi ríkis og sveitarfélaga Þjónustu við eldri íbúa hefur bæði verið sinnt af sveitarfélögum og ríki. Félagsleg heimaþjónusta, sem sveitarfélögin sinna, er fyrir þá sem búa í heimahúsum en þurfa aðstoð við að sjá um heimilishald og persónulega umhirðu. Tilgangur heimahjúkrunar, sem er á forræði ríkis, er að gera fólki kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Oft skarast þessir þjónustuþættir og óvissa ríkir um hver á að gera hvað. Slík óvissa bitnar auðvitað mest á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og því nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög skýri og skilgreini betur hvoru megin lækjar ábyrgðin liggur. Ótækt að festa eldra fólk á sjúkrahúsum Það liggur fyrir, miðað við þá biðlista sem eru til staðar, að nauðsynlegt er að fjölga hjúkrunarheimilum. Það er auðvitað ótækt að ekki skuli vera hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsi vegna skorts á úrræðum. Þetta eykur allan kostnað við heilbrigðisþjónustu þar sem verið er að nýta dýrasta úrræðið þegar aðrir kostir þyrftu að vera til staðar. Framkvæmdasjóður aldraðravar stofnaður árið 1999. Hann starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra og er í vörslu heilbrigðisráðuneytisins. Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem lagt er á þá sem skattskyldir eru á aldrinum 16-70 ára. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofnana fyrir aldraða, þjónustumiðstöðva og dagdvala, að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagdvalar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Lagabreyting var gerð á sjóðnum árið 2004 og heimild veitt til þess að nýta sjóðinn til viðhalds hjúkrunarheimila. Fjármunir nýttir í rekstur en ekki fjárfestingar Árið 2011 var hins vegar sett inn bráðabirgðaákvæði sem heimilaði að sjóðurinn yrði nýttur til reksturs og samkvæmt uppgjöri 2015 var staðan þannig að einungis 40% af fjármunum sjóðsins er nýttur í það sem hann var upphaflega stofnaður til, það er til fjárfestingar í úrræðum í öldrunarþjónustu. Þá hefur það verið haft eftir Sigurði Jónssyni, sem er fulltrúi Landssambands eldri borgara í stjórn Framkvæmdasjóðs, að þriðjungur tekna sjóðsins hafi á árunum 2011-2017 verið notaður í rekstur. Þá vekur það einnig athygli að sumir landshlutar hafa fengið talsvert minna af fjármunum úr Framkvæmdasjóði einhverra hluta vegna en slík mismunun ætti ekki að eiga sér stað. Ríkissjóður fær lánað hjá Framkvæmdasjóði aldraðra Ríkissjóðurskuldaði Framkvæmdasjóði aldraðra tæpa 2,9 milljarða króna í árslok 2019 samkvæmt ársreikningnum, sem var þá rúmlega gjaldið sem lagt var á fólk það ár. Það er um það bil kostnaðurinn við fullbúið 60 rýma hjúkrunarheimili. Mér finnst vel hægt að líkja þessu við formann húsfélags sem fengi lánað úr hússjóðnum til eigin nota. Eitthvað myndi nú verða sagt við því. Ný búsetuúrræði Öldrunarþjónusta er talsvert fjárfrekur málaflokkur og því er nauðsynlegt að fjölga þeim úrræðum sem málaflokknum tilheyra, bæði til þess að auka fjölbreytni en einnig til þess að fara betur með fjármuni. Einn af þeim kostum sem rétt væri að skoða er búsetuúrræði einhvers staðar á milli þess að búa heima eða vera á hjúkrunarheimili. Það gæti verið kostur að byggja dvalarheimili þar sem hver og einn hefði sína íbúð og boðið væri upp á sameiginleg rými eins og matsal og sali þar sem hægt væri að bjóða upp á félagslega virkni, líkamsrækt, tómstundir og samveru. Það eru ekki allir sem treysta sér til að búa einir eftir að hafa til dæmis misst maka sinn og margir eiga það á hættu að einangrast félagslega. Ef fjármunir Framkvæmdasjóðs aldraðra væru nýttir til þess sem þeir voru upphaflega ætlaðir til, væri hægt að fjölga úrræðum í þessum málaflokki verulega. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun