„Vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 13:01 Um fátt hefur verið meira rætt undanfarin sólarhring en þá ákvörðun Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikanna í Tókýó. getty/Laurence Griffiths Sú ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum til að huga að andlegri heilsu sinni gæti haft mikil áhrif til frambúðar og skapað aukna umræðu um það umhverfi sem stærstu íþróttastjörnur heims lifa og hrærast í. Þetta segir Haukur Ingi Guðnason, fyrrverandi fótboltamaður sem hefur starfað við og kennt íþróttasálfræði. „Þetta er auðvitað mjög stórt og vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að veruleiki íþróttafólks sé að mörgu leyti flóknari nú en áður, meðal annars vegna tilkomu samfélagsmiðla, og segir að það sé enn að læra að fóta sig í honum. „Þetta er alltaf að verða stærra og stærra og flóknara og flóknara því það má segja að þessar stærstu íþróttastjörnur séu farnar að verða sinn eigin fjölmiðill í gegnum samfélagsmiðla. Í einhverjum tilfellum getur það komið í bakið á þeim. Pressan að vera alltaf í beinu sambandi við aðdáendur getur verið íþyngjandi,“ sagði Haukur. Haukur Ingi Guðnason lék 172 leiki í efstu deild og skoraði 36 mörk.STÖÐ 2 SPORT „Maður hefur tilhneigingu til að gleyma því hversu stutt er síðan samfélagsmiðlar urðu ráðandi í lífi fólks. Við erum enn að læra á þetta og erum í eins konar tilraun á líðandi stundu. Margt íþróttafólk sem ég þekki og er hætt hefur talað um að það sé fegið að vera ekki uppi í dag með allt þetta áreiti. Allir geta haft skoðun á þér og það er auðvelt að varpa henni fram og fá mikla athygli. Ég held að þetta útspil Biles muni vonandi fá fólk til að hugsa sig um hvernig það vill nálgast hlutina, hvaða áhrif þetta getur haft á íþróttafólk, þetta sífellda áreiti.“ Biles keppti í fyrstu greininni, stökki, í liðakeppninni í gær áður en hún dró sig úr keppni. Brotthvarf hennar hafði greinileg áhrif á bandaríska liðið í síðustu þremur greinunum. „Mér fannst þessi ákvörðun hennar gera það að verkum að spennustig annarra keppenda var of hátt. Það var mín upplifun. Þær gerðu mjög sjaldséð mistök eins og að detta og gleyma rútínu,“ sagði Haukur. Bandaríska liðið með silfrið.getty/Tim Clayton Hann segir mikilvægt að íþróttafólk fái leiðbeiningar hvernig það eigi að bera sig að í stafrænum heimi. „Burtséð frá því hvað við lesum í þetta held ég að aðalatriðið sé að draga inn andann og átta sig á við hvaða aðstæður íþróttafólk nú til dags þarf að takast á við með tilkomu samfélagsmiðla og alls þessa áreitis sem er fyrir utan íþróttina sjálfa,“ sagði Haukur. „Samfélagsmiðlarnir eru ekkert að fara þannig að mögulega verður þetta til þess að það verði meira hugað að því hvernig við getum hjálpað íþróttafólki að takast á við þetta og þetta verði jafnvel hluti af einhvers konar þjálfun.“ Biles hætti keppni í liðakeppninni og mun ekki keppa í fjölþraut á morgun. Ekki er loku fyrir það skotið að hún keppi á einstökum áhöldum.getty/Mustafa Yalcin Ekki er langt síðan tennisstjarnan Naomi Osaka dró sig úr keppni á Wimbledon mótinu eftir að hún neitaði að mæta á blaðamannafundi til að vernda andlega heilsu sína. Jafnöldurnar Osaka og Biles hafa því staðið í stafni aukinnar umræðu um andlega heilsu íþróttafólks, umræðu sem verður sífellt háværari. „Íþróttafólk, eins og almenningur, getur átt við alls konar andlega örðugleika að etja og þurft að tækla þá með viðeigandi hætti. Í íþróttunum og því umhverfi þarftu alltaf að sýna styrkleika og mátt ekki sýna neina veikleika. Og stundum getur það verið erfitt,“ sagði Haukur. „Þegar fólk þarf á aðstoð að halda getur það vonandi verið opinskátt með það og þarf ekki að líta á það sem eitthvað tabú. Ég vonast til þessir atburðir muni leiða til þess að fólk verði enn tilbúnara til að huga að sínum vanda.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Geðheilbrigði Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög stórt og vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að veruleiki íþróttafólks sé að mörgu leyti flóknari nú en áður, meðal annars vegna tilkomu samfélagsmiðla, og segir að það sé enn að læra að fóta sig í honum. „Þetta er alltaf að verða stærra og stærra og flóknara og flóknara því það má segja að þessar stærstu íþróttastjörnur séu farnar að verða sinn eigin fjölmiðill í gegnum samfélagsmiðla. Í einhverjum tilfellum getur það komið í bakið á þeim. Pressan að vera alltaf í beinu sambandi við aðdáendur getur verið íþyngjandi,“ sagði Haukur. Haukur Ingi Guðnason lék 172 leiki í efstu deild og skoraði 36 mörk.STÖÐ 2 SPORT „Maður hefur tilhneigingu til að gleyma því hversu stutt er síðan samfélagsmiðlar urðu ráðandi í lífi fólks. Við erum enn að læra á þetta og erum í eins konar tilraun á líðandi stundu. Margt íþróttafólk sem ég þekki og er hætt hefur talað um að það sé fegið að vera ekki uppi í dag með allt þetta áreiti. Allir geta haft skoðun á þér og það er auðvelt að varpa henni fram og fá mikla athygli. Ég held að þetta útspil Biles muni vonandi fá fólk til að hugsa sig um hvernig það vill nálgast hlutina, hvaða áhrif þetta getur haft á íþróttafólk, þetta sífellda áreiti.“ Biles keppti í fyrstu greininni, stökki, í liðakeppninni í gær áður en hún dró sig úr keppni. Brotthvarf hennar hafði greinileg áhrif á bandaríska liðið í síðustu þremur greinunum. „Mér fannst þessi ákvörðun hennar gera það að verkum að spennustig annarra keppenda var of hátt. Það var mín upplifun. Þær gerðu mjög sjaldséð mistök eins og að detta og gleyma rútínu,“ sagði Haukur. Bandaríska liðið með silfrið.getty/Tim Clayton Hann segir mikilvægt að íþróttafólk fái leiðbeiningar hvernig það eigi að bera sig að í stafrænum heimi. „Burtséð frá því hvað við lesum í þetta held ég að aðalatriðið sé að draga inn andann og átta sig á við hvaða aðstæður íþróttafólk nú til dags þarf að takast á við með tilkomu samfélagsmiðla og alls þessa áreitis sem er fyrir utan íþróttina sjálfa,“ sagði Haukur. „Samfélagsmiðlarnir eru ekkert að fara þannig að mögulega verður þetta til þess að það verði meira hugað að því hvernig við getum hjálpað íþróttafólki að takast á við þetta og þetta verði jafnvel hluti af einhvers konar þjálfun.“ Biles hætti keppni í liðakeppninni og mun ekki keppa í fjölþraut á morgun. Ekki er loku fyrir það skotið að hún keppi á einstökum áhöldum.getty/Mustafa Yalcin Ekki er langt síðan tennisstjarnan Naomi Osaka dró sig úr keppni á Wimbledon mótinu eftir að hún neitaði að mæta á blaðamannafundi til að vernda andlega heilsu sína. Jafnöldurnar Osaka og Biles hafa því staðið í stafni aukinnar umræðu um andlega heilsu íþróttafólks, umræðu sem verður sífellt háværari. „Íþróttafólk, eins og almenningur, getur átt við alls konar andlega örðugleika að etja og þurft að tækla þá með viðeigandi hætti. Í íþróttunum og því umhverfi þarftu alltaf að sýna styrkleika og mátt ekki sýna neina veikleika. Og stundum getur það verið erfitt,“ sagði Haukur. „Þegar fólk þarf á aðstoð að halda getur það vonandi verið opinskátt með það og þarf ekki að líta á það sem eitthvað tabú. Ég vonast til þessir atburðir muni leiða til þess að fólk verði enn tilbúnara til að huga að sínum vanda.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Geðheilbrigði Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira