Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júlí 2021 14:21 Aðeins þrjú prósent þeirra sem leggjast inn á spítala með Covid-19 í Bandaríkjunum þessa daga eru bólusettir einstaklingar. getty/Jhon Moore Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. Á Íslandi liggja nú átta sjúklingar inni á Landspítalanum og einn á gjörgæslu. Sá sem er á gjörgæslu er sá eini sem er óbólusettur, hinir hafa allir fengið bóluefni við veirunni. Sjá einnig: Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild. Flestir eru bólusettir á Íslandi, rúmlega 85 prósent 16 ára og eldri eru fullbólusett og fimm prósent til viðbótar eru hálfbólusett. Því þarf kannski ekki að koma á óvart að svo hátt hlutfall þeirra sem leggjast inn á spítala hér séu bólusettir einstaklingar. Ljóst er að staðan væri hér mun verri ef fleiri væru óbólusettir eins og í Bandaríkjunum. Þar eru 60 prósent 18 ára og eldri fullbólusett og níu prósent til viðbótar komin með fyrsta skammt bóluefnis. Í Bandaríkjunum er hlutfall bólusettra sem leggjast inn á spítala mun minna en á Íslandi og ljóst að þeir sem eru óbólusettir eru í miklu meiri hættu á að þurfa spítalainnlögn vegna Covid-19 heldur en bólusettir. Samkvæmt tölum frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) eru ekki nema þrír af hverjum hundrað sem leggjast inn á spítala í Bandaríkjunum bólusettir. Það skýrist einnig af því að faraldurinn er í miklu meiri vexti á þeim svæðum þar sem lágt hlutfall íbúa er bólusett og því er meirihluti þeirra sem smitast óbólusettir einstaklingar. Þúsund sinnum meira veirumagn Í landinu hefur grímuskyldu víða verið komið aftur á, líkt og hér. Og í gær breytti CDC tilmælum sínum um grímunotkun fyrir bólusetta einstaklinga, ekki nema viku eftir að stofnunin hafði gefið það út að engar slíkar breytingar yrðu gerðar nema að grundvallarbreytingar yrðu á þeim upplýsingum sem lægju fyrir um delta-afbrigðið. Þá var talið að bólusettir gætu ekki borið veiruna með sér og smitað aðra en öll gögn benda nú til hins gagnstæða. Nýjar rannsóknir vestanhafs sýna að bólusettir einstaklingar geti þvert á móti borið mjög mikið magn af delta-afbrigðinu með sér í bæði nefi og hálsi þó óvíst sé nákvæmlega hversu smitandi þeir eru. Sem fyrr segir virðist þó greinilegt að veiran eigi greiðari leið milli óbólusettra einstaklinga en bólusettra ef litið er til þeirra svæða í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Sjá einnig: Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra. Talið er að afbrigðið sé um tvisvar sinnum meira smitandi en hin afbrigði veirunnar og nýjar rannsóknir gefa það þá til kynna að fólk sem smitast af delta-afbrigðinu beri með sér um þúsund sinnum meira veirumagn en þekktist í fyrri bylgjum faraldursins. Þeir virðast einnig eiga það til að bera veiruna lengur í sér en fólk sem er smitað af öðrum afbrigðum. Áhyggjur af næsta afbrigði „Stóra áhyggjuefnið núna er að næsta afbrigði veirunnar sem kann að spretta upp - og gæti myndast eftir aðeins örfáar stökkbreytingar - geti komið sér undan þeirri vörn sem bóluefni okkar veita í dag,” er haft eftir Rochelle Walensky, yfirmanni CDC í frétt The New York Times um áhrif delta-afbrigðisins á Bandaríkin. Smituðum hefur farið ört fjölgandi í Bandaríkjunum á síðustu dögum og smitast nú að meðaltali fjórum sinnum fleiri á dag í landinu en fyrir mánuði síðan. Spítalainnlögnum fer einnig fjölgandi og látast nú 275 af völdum veirunnar að meðaltali á dag. Rochelle Walensky, yfirmaður CDC.getty/Jim Lo Scalzo-Pool Grímur aðstoði bóluefnið CDC gaf út breytt tilmæli sín um grímunotkun í gær. Nú er fólki á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er á uppleið ráðlagt að bera grímur innandyra á almenningssvæðum og í öllu skólastarfi. Scott Dryden-Peterson, smitsjúkdómalæknir hjá Birmingham & Womens hospiltal, spítala í Boston, er ánægður með nýju tilmælin um grímunotkun fyrir bólusetta. Hann mælir með að allir þeir sem hafa fengið bólusetningu virði þetta og beri grímur meðal almennings, sérstaklega þeir sem eru með veikburða ónæmiskerfi eða tilheyra áhættuhópum: „Grímur geta með góðum árangri minnkað það magn veirunnar sem við öndum að okkur og komið í veg fyrir að við verðum veik. Þannig virka grímur sem hjálpartæki við bóluefnið,” er haft eftir Dryden-Peterson í frétt The New York Times. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Á Íslandi liggja nú átta sjúklingar inni á Landspítalanum og einn á gjörgæslu. Sá sem er á gjörgæslu er sá eini sem er óbólusettur, hinir hafa allir fengið bóluefni við veirunni. Sjá einnig: Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild. Flestir eru bólusettir á Íslandi, rúmlega 85 prósent 16 ára og eldri eru fullbólusett og fimm prósent til viðbótar eru hálfbólusett. Því þarf kannski ekki að koma á óvart að svo hátt hlutfall þeirra sem leggjast inn á spítala hér séu bólusettir einstaklingar. Ljóst er að staðan væri hér mun verri ef fleiri væru óbólusettir eins og í Bandaríkjunum. Þar eru 60 prósent 18 ára og eldri fullbólusett og níu prósent til viðbótar komin með fyrsta skammt bóluefnis. Í Bandaríkjunum er hlutfall bólusettra sem leggjast inn á spítala mun minna en á Íslandi og ljóst að þeir sem eru óbólusettir eru í miklu meiri hættu á að þurfa spítalainnlögn vegna Covid-19 heldur en bólusettir. Samkvæmt tölum frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) eru ekki nema þrír af hverjum hundrað sem leggjast inn á spítala í Bandaríkjunum bólusettir. Það skýrist einnig af því að faraldurinn er í miklu meiri vexti á þeim svæðum þar sem lágt hlutfall íbúa er bólusett og því er meirihluti þeirra sem smitast óbólusettir einstaklingar. Þúsund sinnum meira veirumagn Í landinu hefur grímuskyldu víða verið komið aftur á, líkt og hér. Og í gær breytti CDC tilmælum sínum um grímunotkun fyrir bólusetta einstaklinga, ekki nema viku eftir að stofnunin hafði gefið það út að engar slíkar breytingar yrðu gerðar nema að grundvallarbreytingar yrðu á þeim upplýsingum sem lægju fyrir um delta-afbrigðið. Þá var talið að bólusettir gætu ekki borið veiruna með sér og smitað aðra en öll gögn benda nú til hins gagnstæða. Nýjar rannsóknir vestanhafs sýna að bólusettir einstaklingar geti þvert á móti borið mjög mikið magn af delta-afbrigðinu með sér í bæði nefi og hálsi þó óvíst sé nákvæmlega hversu smitandi þeir eru. Sem fyrr segir virðist þó greinilegt að veiran eigi greiðari leið milli óbólusettra einstaklinga en bólusettra ef litið er til þeirra svæða í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Sjá einnig: Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra. Talið er að afbrigðið sé um tvisvar sinnum meira smitandi en hin afbrigði veirunnar og nýjar rannsóknir gefa það þá til kynna að fólk sem smitast af delta-afbrigðinu beri með sér um þúsund sinnum meira veirumagn en þekktist í fyrri bylgjum faraldursins. Þeir virðast einnig eiga það til að bera veiruna lengur í sér en fólk sem er smitað af öðrum afbrigðum. Áhyggjur af næsta afbrigði „Stóra áhyggjuefnið núna er að næsta afbrigði veirunnar sem kann að spretta upp - og gæti myndast eftir aðeins örfáar stökkbreytingar - geti komið sér undan þeirri vörn sem bóluefni okkar veita í dag,” er haft eftir Rochelle Walensky, yfirmanni CDC í frétt The New York Times um áhrif delta-afbrigðisins á Bandaríkin. Smituðum hefur farið ört fjölgandi í Bandaríkjunum á síðustu dögum og smitast nú að meðaltali fjórum sinnum fleiri á dag í landinu en fyrir mánuði síðan. Spítalainnlögnum fer einnig fjölgandi og látast nú 275 af völdum veirunnar að meðaltali á dag. Rochelle Walensky, yfirmaður CDC.getty/Jim Lo Scalzo-Pool Grímur aðstoði bóluefnið CDC gaf út breytt tilmæli sín um grímunotkun í gær. Nú er fólki á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er á uppleið ráðlagt að bera grímur innandyra á almenningssvæðum og í öllu skólastarfi. Scott Dryden-Peterson, smitsjúkdómalæknir hjá Birmingham & Womens hospiltal, spítala í Boston, er ánægður með nýju tilmælin um grímunotkun fyrir bólusetta. Hann mælir með að allir þeir sem hafa fengið bólusetningu virði þetta og beri grímur meðal almennings, sérstaklega þeir sem eru með veikburða ónæmiskerfi eða tilheyra áhættuhópum: „Grímur geta með góðum árangri minnkað það magn veirunnar sem við öndum að okkur og komið í veg fyrir að við verðum veik. Þannig virka grímur sem hjálpartæki við bóluefnið,” er haft eftir Dryden-Peterson í frétt The New York Times.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira