Bið, end(ómetríósu)alaus bið Heiða Ingimarsdóttir skrifar 28. júlí 2021 13:31 Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Þeir sem þjást af endómetríósu þurfa að berjast við langa biðlista, takmarkað val og skerta þjónustu. Sem í sjálfu sér er algjörlega galið. Þegar þetta er síðan sett í samhengi við það að endómetríósa er sjúkdómur sem 1 af hverjum 10 konum fá þá verður þetta enn óskiljanlegra. Ég sit á spítala í Rúmeníu þar sem systir mín er í aðgerð. Hún er í aðgerð í þessum töluðu orðum. Hún er í aðgerð sem hún gat ekki fengið heima því þar vantar sérþekkingu. Þar var henni sagt af lækni að ef hún hefði ekkert leg þá hefði hún enga endómetríósu. Þetta er ekki rétt, hún er undirlögð af endómetríósu. Hún er því hjá sérfræðingi hér í Rúmenínu, sem sérhæfir sig í endómetríósu einmitt á því svæði sem hún er með hana. Íslendingar eru ekki svo margir og því skiljanlegt að við getum ekki verið með bestu og færustu sérfræðingana í öllu. Það er þó illu verra ef þeir læknar sem við höfum eru ekki tilbúnir að senda fólkið okkar til þeirra sem hafa sérþekkinguna. Með því að segja henni að hún gæti ekki verði með endómetríósu stóð hann í vegi fyrir því að hún kæmist að hjá endómetríósuteymi Landspítalans. Þar sem læknirinn á Íslandi vildi ekki viðurkenna þörfina á aðgerð þá má hún síðan punga út fyrir þessari aðgerðinni alveg sjálf. Ferðakostnaði, aðgerðinni sjálfri og spítaladvölinni. Sjúkratryggingar eru stikkfríar. Með því að greina ekki systur mína bauð læknirinn henni í raun og veru upp á áframhaldandi verkjaköst þar sem hún er svo kvalin að hún liggur í fósturstellingu með hitapoka upp í rúmi um það bil 8 daga í mánuði, hann bauð henni áframhaldandi skerta starfsgetu þrátt fyrir vilja til að vinna og nýta alla þá menntun sem hún hefur á bakinu og hann bauð henni upp á takmarkaða orku fyrir börnin sem hún elskar svo ósköp mikið. Hann bauð henni upp á óbreytt ástand. Hún er heppin, hún hefur val. Hún hefur stuðningsnet sem getur hjálpað henni í gegnum þetta fjárhagslega. Það hafa það því miður ekki allir og því er mikilvægt að við höfum kerfi sem grípur inn í og styður þá sem þurfa slíka þjónustu. Kerfi sem miðar að því að hjálpa fólki að ná heilsu, hjálpar þeim sem hægt er að komast af örorkubótum og hjálpar fólki að sækja þjónustu þangað sem hana er að fá. Þær konur sem þjást af endómetríósu sem hægt er að vinna með á Íslandi sækja síðan til teymis á landsspítalanum sem kallast Endóteymið. Þetta teymi samanstendur af 7 sérfræðingum, af þeim eru 2 – 3 læknar. Setjum þessar tölur aðeins í samhengi. Ef 1 af hverjum 10 konum er með endómetríósu þá gerir það 17975 konur á Íslandi. Það þýðir að meðaltali 8987 endókona á lækni miðað við að læknarnir í teyminu séu tveir eins og raunin er núna. Fjöldi kvenna með endómetríósu er nálægt íbúatölu Garðabæjar en m.v. tölur Hagstofu Íslands þá eru þeir 17693. Á heilsugæslustöðinni í Garðabæ starfa 11 læknar. Það þýðir að meðaltali 1608 sjúklingar á lækni í Garðabæ. Flestir af læknunum í Garðabæ eru heimilislæknar og því hægt að fara á aðrar heilsugæslustöðvar ef allt er fullt hjá þeim. Læknarnir í endóteyminu eru sérhæfðustu læknar Íslands í málefnum kvenna með endómetríósu. Því mega konur bíða frá 12 – 18 mánuði eftir því að fá fyrsta viðtal við teymið. Ferlið sem tekur síðan við er einnig langt og oft vantar næga þekkingu til þess að þessar konur fái bót sinna meina. Því segi ég enn og aftur stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn er það of mikið þegar kemur að heilsu og lífi fólks? Höfundur er kynningarstýra Samtaka um endómetríósu og systir einnar af hverjum tíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Þeir sem þjást af endómetríósu þurfa að berjast við langa biðlista, takmarkað val og skerta þjónustu. Sem í sjálfu sér er algjörlega galið. Þegar þetta er síðan sett í samhengi við það að endómetríósa er sjúkdómur sem 1 af hverjum 10 konum fá þá verður þetta enn óskiljanlegra. Ég sit á spítala í Rúmeníu þar sem systir mín er í aðgerð. Hún er í aðgerð í þessum töluðu orðum. Hún er í aðgerð sem hún gat ekki fengið heima því þar vantar sérþekkingu. Þar var henni sagt af lækni að ef hún hefði ekkert leg þá hefði hún enga endómetríósu. Þetta er ekki rétt, hún er undirlögð af endómetríósu. Hún er því hjá sérfræðingi hér í Rúmenínu, sem sérhæfir sig í endómetríósu einmitt á því svæði sem hún er með hana. Íslendingar eru ekki svo margir og því skiljanlegt að við getum ekki verið með bestu og færustu sérfræðingana í öllu. Það er þó illu verra ef þeir læknar sem við höfum eru ekki tilbúnir að senda fólkið okkar til þeirra sem hafa sérþekkinguna. Með því að segja henni að hún gæti ekki verði með endómetríósu stóð hann í vegi fyrir því að hún kæmist að hjá endómetríósuteymi Landspítalans. Þar sem læknirinn á Íslandi vildi ekki viðurkenna þörfina á aðgerð þá má hún síðan punga út fyrir þessari aðgerðinni alveg sjálf. Ferðakostnaði, aðgerðinni sjálfri og spítaladvölinni. Sjúkratryggingar eru stikkfríar. Með því að greina ekki systur mína bauð læknirinn henni í raun og veru upp á áframhaldandi verkjaköst þar sem hún er svo kvalin að hún liggur í fósturstellingu með hitapoka upp í rúmi um það bil 8 daga í mánuði, hann bauð henni áframhaldandi skerta starfsgetu þrátt fyrir vilja til að vinna og nýta alla þá menntun sem hún hefur á bakinu og hann bauð henni upp á takmarkaða orku fyrir börnin sem hún elskar svo ósköp mikið. Hann bauð henni upp á óbreytt ástand. Hún er heppin, hún hefur val. Hún hefur stuðningsnet sem getur hjálpað henni í gegnum þetta fjárhagslega. Það hafa það því miður ekki allir og því er mikilvægt að við höfum kerfi sem grípur inn í og styður þá sem þurfa slíka þjónustu. Kerfi sem miðar að því að hjálpa fólki að ná heilsu, hjálpar þeim sem hægt er að komast af örorkubótum og hjálpar fólki að sækja þjónustu þangað sem hana er að fá. Þær konur sem þjást af endómetríósu sem hægt er að vinna með á Íslandi sækja síðan til teymis á landsspítalanum sem kallast Endóteymið. Þetta teymi samanstendur af 7 sérfræðingum, af þeim eru 2 – 3 læknar. Setjum þessar tölur aðeins í samhengi. Ef 1 af hverjum 10 konum er með endómetríósu þá gerir það 17975 konur á Íslandi. Það þýðir að meðaltali 8987 endókona á lækni miðað við að læknarnir í teyminu séu tveir eins og raunin er núna. Fjöldi kvenna með endómetríósu er nálægt íbúatölu Garðabæjar en m.v. tölur Hagstofu Íslands þá eru þeir 17693. Á heilsugæslustöðinni í Garðabæ starfa 11 læknar. Það þýðir að meðaltali 1608 sjúklingar á lækni í Garðabæ. Flestir af læknunum í Garðabæ eru heimilislæknar og því hægt að fara á aðrar heilsugæslustöðvar ef allt er fullt hjá þeim. Læknarnir í endóteyminu eru sérhæfðustu læknar Íslands í málefnum kvenna með endómetríósu. Því mega konur bíða frá 12 – 18 mánuði eftir því að fá fyrsta viðtal við teymið. Ferlið sem tekur síðan við er einnig langt og oft vantar næga þekkingu til þess að þessar konur fái bót sinna meina. Því segi ég enn og aftur stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn er það of mikið þegar kemur að heilsu og lífi fólks? Höfundur er kynningarstýra Samtaka um endómetríósu og systir einnar af hverjum tíu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun