Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2021 18:31 Ríkisstjórnin hefði aðeins þrjátíu þingmenn á bakvið sig yrðu úrslit alþingiskosninga hinn 25. september í takti við nýja könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. alþingi Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. Það gekk brösulega að mynda ríkisstjórn bæði eftir þingkosningarnar 2016 og 2017 sem að lokum leiddi til núverandi stjórnarsamstarfs sem mörgum þótt fyrirfram að væri ólíklegt. Það gæti líka reynst snúið að mynda ríkistjórn eftir kosningarnar í lok september. En samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna er ríkisstjórnin fallin og Flokkur fólksins næði ekki manni á þing. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn dalar um rétt tæp þrjú prósentustig milli kannana Maskínu nú og í júní og fengi 20,9 prósenta fylgi. Vinstri græn, Samfylking og Píratar bæta örlítið við sig en Viðreisn stendur í stað. Framsóknarflokkurinn missir örlítið fylgi milli kannana en Sósóalistaflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 6,3 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á svipuðum slóðum og áður og Flokkur fólksins töluvert undir fimm prósenta lágmarkinu til að fá kjördæmakjörinn þingmann með 4,2 prósent. Nokkuð flakk var á þingmönnum milli þingflokka á kjörtímabilinu. Vinstri græn misstu tvo, það fjölgaði um einn í Samfylkingunni, einn í Pírötum, tvo í Miðflokknum og Flokkur fólksins missti tvo þingmenn. Fréttastofan fékk sérfræðing í íslenska kosningakerfinu til að reikna út þingmannatölu flokkanna ef kosningaúrslit yrðu í takti við könnun Maskínu, en tekið skal fram að of fáir þátttakendur voru í könnuninni til að niðurstaðan geti talist nákvæm vísindi. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram fjölmennastur á þingi með fjórtán þingmenn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar fengju níu þingmenn hver um sig, Viðreisn átta, Framsókn sjö, Sósíalitaflokkurinn fjóra, Miðflokkurinn þrjá og Flokkur fólksins engan. Þar með væri meirihluti stjórnarflokkanna fallinn með samanlagt þrjátíu þingmenn en þrjátíu og þrjá þarf í lágmarks meirihluta á Alþingi. Ragnar Visage Nokkur stjórnarmynstur væru möguleg. Ragnar Visage Ef Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana tryggði það 38 þingmanna meirihluta. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefðu 35 þingmenn. Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkur og Viðreisn næðu lágarksmeirihluta með 33. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Samfylking eða Píratar hefðu 39 þingmenn, en það verða að teljast ólíkleg stjórnarmynstur. Og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Viðreisn og Miðflokkur hefðu 34 þingmenn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Það gekk brösulega að mynda ríkisstjórn bæði eftir þingkosningarnar 2016 og 2017 sem að lokum leiddi til núverandi stjórnarsamstarfs sem mörgum þótt fyrirfram að væri ólíklegt. Það gæti líka reynst snúið að mynda ríkistjórn eftir kosningarnar í lok september. En samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna er ríkisstjórnin fallin og Flokkur fólksins næði ekki manni á þing. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn dalar um rétt tæp þrjú prósentustig milli kannana Maskínu nú og í júní og fengi 20,9 prósenta fylgi. Vinstri græn, Samfylking og Píratar bæta örlítið við sig en Viðreisn stendur í stað. Framsóknarflokkurinn missir örlítið fylgi milli kannana en Sósóalistaflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 6,3 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á svipuðum slóðum og áður og Flokkur fólksins töluvert undir fimm prósenta lágmarkinu til að fá kjördæmakjörinn þingmann með 4,2 prósent. Nokkuð flakk var á þingmönnum milli þingflokka á kjörtímabilinu. Vinstri græn misstu tvo, það fjölgaði um einn í Samfylkingunni, einn í Pírötum, tvo í Miðflokknum og Flokkur fólksins missti tvo þingmenn. Fréttastofan fékk sérfræðing í íslenska kosningakerfinu til að reikna út þingmannatölu flokkanna ef kosningaúrslit yrðu í takti við könnun Maskínu, en tekið skal fram að of fáir þátttakendur voru í könnuninni til að niðurstaðan geti talist nákvæm vísindi. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram fjölmennastur á þingi með fjórtán þingmenn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar fengju níu þingmenn hver um sig, Viðreisn átta, Framsókn sjö, Sósíalitaflokkurinn fjóra, Miðflokkurinn þrjá og Flokkur fólksins engan. Þar með væri meirihluti stjórnarflokkanna fallinn með samanlagt þrjátíu þingmenn en þrjátíu og þrjá þarf í lágmarks meirihluta á Alþingi. Ragnar Visage Nokkur stjórnarmynstur væru möguleg. Ragnar Visage Ef Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana tryggði það 38 þingmanna meirihluta. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefðu 35 þingmenn. Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkur og Viðreisn næðu lágarksmeirihluta með 33. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Samfylking eða Píratar hefðu 39 þingmenn, en það verða að teljast ólíkleg stjórnarmynstur. Og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Viðreisn og Miðflokkur hefðu 34 þingmenn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira