Misvísandi skilaboð frá ferðaþjónustunni valda furðu Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2021 13:41 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sagði um síðustu helgi að rauður litur myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir greinina og þjóðarbúið allt en í dag skiptir þetta litakóðunarkerfi litlu sem engu máli. Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, taldi fyrir fáeinum dögum það öllu skipta að Ísland yrði ekki rautt en nú er skiptir það engu máli. Í frétt Morgunblaðsins frá í dag segir Bjarnheiður Bandaríkjamenn ekki spá mikið í þetta litakóðunarkerfi og í að í Evrópu sé vægi þess að minnka. „Það getur verið misjafnt milli landa en ég er ekki viss um að það breyti miklu hvort við séum appelsínugul eða rauð, svo eru einstaklingar misjafnlega innstilltir á þetta,“ segir Bjarnheiður í samtali við Morgunblaðið. Hún telur litinn ekki breyta miklu. Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Ísland nú verið skilgreint sem appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Kortið byggir á gögnum sem safnað er vikuna áður og sýnir í litum hvernig staða landa í Evrópu er að teknu tilliti til kórónuveriufaraldursins. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósentu. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Í samtali við RÚV um helgina var allt annað hljóð í Bjarnheiði. Þá sagði hún að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna ef Ísland yrði rautt á þessu sama korti. „Aðalmálið núna hvað þetta varðar er að halda landinu grænu þannig að við verðum ekki rauð. Þar verður þjóðin að leggjast á eitt við að halda niðri smitum til þess að það gerist ekki því það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus bendir á þetta á sinni Facebooksíðu og telur þetta meinlegt. „Það er svolítið erfitt að henda reiður á málflutningi talsmanna ferðaþjónustunnar,“ segir Eiríkur og bendir á þetta misræmi. „Lái mér hver sem vill að mér gangi illa að samræma þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Í frétt Morgunblaðsins frá í dag segir Bjarnheiður Bandaríkjamenn ekki spá mikið í þetta litakóðunarkerfi og í að í Evrópu sé vægi þess að minnka. „Það getur verið misjafnt milli landa en ég er ekki viss um að það breyti miklu hvort við séum appelsínugul eða rauð, svo eru einstaklingar misjafnlega innstilltir á þetta,“ segir Bjarnheiður í samtali við Morgunblaðið. Hún telur litinn ekki breyta miklu. Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Ísland nú verið skilgreint sem appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Kortið byggir á gögnum sem safnað er vikuna áður og sýnir í litum hvernig staða landa í Evrópu er að teknu tilliti til kórónuveriufaraldursins. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósentu. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Í samtali við RÚV um helgina var allt annað hljóð í Bjarnheiði. Þá sagði hún að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna ef Ísland yrði rautt á þessu sama korti. „Aðalmálið núna hvað þetta varðar er að halda landinu grænu þannig að við verðum ekki rauð. Þar verður þjóðin að leggjast á eitt við að halda niðri smitum til þess að það gerist ekki því það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus bendir á þetta á sinni Facebooksíðu og telur þetta meinlegt. „Það er svolítið erfitt að henda reiður á málflutningi talsmanna ferðaþjónustunnar,“ segir Eiríkur og bendir á þetta misræmi. „Lái mér hver sem vill að mér gangi illa að samræma þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira