Töfranámskeið fyrir eldri borgara slær í gegn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 21:00 Einar Aron, töframaður, hefur haldið töfranámskeið í allt sumar. stöð2 Eldri borgarar sóttu töfranámskeið í sólinni í dag. Töframaðurinn segir námskeiðin sporna gegn félagslegri einangrun og nemendurnir segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin með töfrabrögðum á næstunni. Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir. „Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður. Töfrað í sólinni Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum. Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? „Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. „Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við. Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið. Töfrar fram peningana Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil. Verður þú ríkur á því? „Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2 Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? „Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“ Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram. „Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu. „Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir. Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn? „Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron. Ert þú upprennandi töframaður? „Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær. Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir. „Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður. Töfrað í sólinni Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum. Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? „Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. „Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við. Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið. Töfrar fram peningana Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil. Verður þú ríkur á því? „Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2 Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? „Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“ Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram. „Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu. „Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir. Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn? „Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron. Ert þú upprennandi töframaður? „Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær.
Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00