Svarta ekkjan í hart við Disney Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 21:02 Scarlett Johansson í hlutverki Svörtu ekkjunnar. Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel. Samningur Johansson sagði til um að laun hennar fyrir að leika í myndinni tækju að miklu leyti mið af því hve vel henni gengi í kvikmyndahúsum. Hún segir ákvörðunina um að birta myndina á streymisveitunni samhliða kvikmyndahúsum hafa komið verulega niður á launum hennar. Í frétt Guardian segir að tekjur af sýningu myndarinnar í kvikmyndahúsum hafi verið háar í upphafi. Fyrstu vikuna hafi þær verið um 80 milljónir dala. Aðra vikuna lækkuðu tekjurnar þó um 67 prósent. Samtök kvikmyndahúsa sögðu þá lækkun hafa orðið vegna birtingar myndarinnar á Disney+. Í yfirlýsingu frá samtökunum, sem kallast NATO, segir að allir aðilar hagnist mest á því að sýna kvikmyndir eingöngu í kvikmyndahúsum í fyrstu. Þetta er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki í síðasta sinn sem deilt er um frumsýningar og streymisveitur. Í kæru Johansson segir að forsvarsmenn Disney+ hafi viljað fjölga áskrifendum sínum og auka verðmæti hlutabréfa. Yfirmenn fyrirtækisins hafi fengið milljónir dala í laun og bónusa. Það hafi hins vegar verið gert á kostnað leikkonunnar. Áhugasamir geta lesið kæru Johansson hér. Í kærunni segir að við samþykkt samningsins hafi öllum átt að vera ljóst að samkvæmt honum ætti kvikmyndin að vera eingöngu sýnd í kvikmyndahúsum í 90 til 120 daga. Deadline segir að umboðsmenn Johansson hafi reynt að gera nýjan samning við Marvel eftir að Disney tilkynnti að Black Widow yrði einnig sýnd á Disney+. Sú viðleitni hafi verið hunsuð af forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Þá segir miðillinn frá því að eftir að myndin var sýnd á Disney+ hafi ólögleg eintök hennar farið í mikla dreifingu á netinu. Frá því hún var frumsýnd þann 9. júlí hafi engri kvikmynd verið halað jafn oft niður ólöglega. Uppfært 21:40 Blaðamaður New York Times segir forsvarsmenn Disney hafna ásökunum Johansson alfarið. Þeir segjast hafa farið eftir samningnum í öllu og bæta við að útgáfa Black Widow á Disney+ hafi aukið laun Johansson, til viðbótar við þær tuttugu milljónir dala sem hún hafi þegar fengið. Disney continued: "Disney has fully complied with Ms. Johansson s contract and furthermore, the release of Black Widow on Disney+ with Premier Access has significantly enhanced her ability to earn additional compensation on top of the $20M she has received to date. — Brooks Barnes (@brooksbarnesNYT) July 29, 2021 Bíó og sjónvarp Disney Hollywood Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samningur Johansson sagði til um að laun hennar fyrir að leika í myndinni tækju að miklu leyti mið af því hve vel henni gengi í kvikmyndahúsum. Hún segir ákvörðunina um að birta myndina á streymisveitunni samhliða kvikmyndahúsum hafa komið verulega niður á launum hennar. Í frétt Guardian segir að tekjur af sýningu myndarinnar í kvikmyndahúsum hafi verið háar í upphafi. Fyrstu vikuna hafi þær verið um 80 milljónir dala. Aðra vikuna lækkuðu tekjurnar þó um 67 prósent. Samtök kvikmyndahúsa sögðu þá lækkun hafa orðið vegna birtingar myndarinnar á Disney+. Í yfirlýsingu frá samtökunum, sem kallast NATO, segir að allir aðilar hagnist mest á því að sýna kvikmyndir eingöngu í kvikmyndahúsum í fyrstu. Þetta er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki í síðasta sinn sem deilt er um frumsýningar og streymisveitur. Í kæru Johansson segir að forsvarsmenn Disney+ hafi viljað fjölga áskrifendum sínum og auka verðmæti hlutabréfa. Yfirmenn fyrirtækisins hafi fengið milljónir dala í laun og bónusa. Það hafi hins vegar verið gert á kostnað leikkonunnar. Áhugasamir geta lesið kæru Johansson hér. Í kærunni segir að við samþykkt samningsins hafi öllum átt að vera ljóst að samkvæmt honum ætti kvikmyndin að vera eingöngu sýnd í kvikmyndahúsum í 90 til 120 daga. Deadline segir að umboðsmenn Johansson hafi reynt að gera nýjan samning við Marvel eftir að Disney tilkynnti að Black Widow yrði einnig sýnd á Disney+. Sú viðleitni hafi verið hunsuð af forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Þá segir miðillinn frá því að eftir að myndin var sýnd á Disney+ hafi ólögleg eintök hennar farið í mikla dreifingu á netinu. Frá því hún var frumsýnd þann 9. júlí hafi engri kvikmynd verið halað jafn oft niður ólöglega. Uppfært 21:40 Blaðamaður New York Times segir forsvarsmenn Disney hafna ásökunum Johansson alfarið. Þeir segjast hafa farið eftir samningnum í öllu og bæta við að útgáfa Black Widow á Disney+ hafi aukið laun Johansson, til viðbótar við þær tuttugu milljónir dala sem hún hafi þegar fengið. Disney continued: "Disney has fully complied with Ms. Johansson s contract and furthermore, the release of Black Widow on Disney+ with Premier Access has significantly enhanced her ability to earn additional compensation on top of the $20M she has received to date. — Brooks Barnes (@brooksbarnesNYT) July 29, 2021
Bíó og sjónvarp Disney Hollywood Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira