Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Snorri Másson skrifar 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin eru sprungin, og það gæti þurft að beina ferðamönnum í sóttkví á hefðbundin hótel. Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. Frá því að 200 manna samkomutakmarkanir tóku gildi síðasta sunnudag hafa 558 greinst með veiruna og alls eru 1.072 í einangrun. Staðan er að sögn Víðis óbreytt á sjúkrahúsinu, með 10 inniliggjandi sjúklinga og tvo á gjörgæslu. Víðir segir að faraldsfræðilega sé matið einnig óbreytt frá því sem verið hefur síðustu daga. Ef fram fer sem horfir geti bylgjan staðið í átta vikur, eins og fyrri bylgjur. Ekkert skýrt er þó að sögn Víðis komið fram sem kallar á að herða aðgerðir. Ástandið á farsóttarhúsum er alveg komið að þolmörkum. „Farsóttarhúsin eru nánast full og við þurftum að beita mjög stífu vali á því í gær hverjir fengu pláss. Það voru ekki allir sem vildu komast í einangrun sem fengu pláss í gær, þannig að við erum alveg á tampi með það núna,“ segir Víðir. Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.Vísir/Vilhelm Mikið hótelpláss fer nú undir ferðamenn í sóttkví og lausnin gæti falist í að beina þeim á hefðbundin hótel. „Ein leiðin til þess að gera þetta væri bara að hefja gjaldtöku á þessu. Þá væri það ekki valkostur fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví að dvelja í fimm daga á kostnað ríkisins, heldur yrðu menn að borga fyrir það og gætu þá valið það hótel sem myndi henta þeim.” Landspítalinn þurfi að gæta að persónuvernd Stefna Landspítalans um að veita ekki upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 hefur reynst umdeild, en það kveðst spítalinn gera af persónuverndarsjónarmiðum. Víðir segir spítalann þurfa að fylgja þeim reglum, en að ekki sé þar með um mikla breytingu að ræða, enda hafi í gegnum faraldurinn lítið verið gefið upp um einstaka Covid-sjúklinga. „Þetta er bara það starfsumhverfi sem menn búa við og þeir þurfa að reyna að fylgja þessum Persónuverndarreglum. Ef einhver hagaðili í málinu er að gera athugasemdir við það þarf Landspítalinn auðvitað að bregðast við því,“ segir Víðir. Og verslunarmannahelgin er fram undan. Skilaboð Víðis eru þessi: „Haldið ykkur í litlum hópum og haldið ykkur með sama fólkinu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Frá því að 200 manna samkomutakmarkanir tóku gildi síðasta sunnudag hafa 558 greinst með veiruna og alls eru 1.072 í einangrun. Staðan er að sögn Víðis óbreytt á sjúkrahúsinu, með 10 inniliggjandi sjúklinga og tvo á gjörgæslu. Víðir segir að faraldsfræðilega sé matið einnig óbreytt frá því sem verið hefur síðustu daga. Ef fram fer sem horfir geti bylgjan staðið í átta vikur, eins og fyrri bylgjur. Ekkert skýrt er þó að sögn Víðis komið fram sem kallar á að herða aðgerðir. Ástandið á farsóttarhúsum er alveg komið að þolmörkum. „Farsóttarhúsin eru nánast full og við þurftum að beita mjög stífu vali á því í gær hverjir fengu pláss. Það voru ekki allir sem vildu komast í einangrun sem fengu pláss í gær, þannig að við erum alveg á tampi með það núna,“ segir Víðir. Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.Vísir/Vilhelm Mikið hótelpláss fer nú undir ferðamenn í sóttkví og lausnin gæti falist í að beina þeim á hefðbundin hótel. „Ein leiðin til þess að gera þetta væri bara að hefja gjaldtöku á þessu. Þá væri það ekki valkostur fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví að dvelja í fimm daga á kostnað ríkisins, heldur yrðu menn að borga fyrir það og gætu þá valið það hótel sem myndi henta þeim.” Landspítalinn þurfi að gæta að persónuvernd Stefna Landspítalans um að veita ekki upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 hefur reynst umdeild, en það kveðst spítalinn gera af persónuverndarsjónarmiðum. Víðir segir spítalann þurfa að fylgja þeim reglum, en að ekki sé þar með um mikla breytingu að ræða, enda hafi í gegnum faraldurinn lítið verið gefið upp um einstaka Covid-sjúklinga. „Þetta er bara það starfsumhverfi sem menn búa við og þeir þurfa að reyna að fylgja þessum Persónuverndarreglum. Ef einhver hagaðili í málinu er að gera athugasemdir við það þarf Landspítalinn auðvitað að bregðast við því,“ segir Víðir. Og verslunarmannahelgin er fram undan. Skilaboð Víðis eru þessi: „Haldið ykkur í litlum hópum og haldið ykkur með sama fólkinu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira