Delta-afbrigðið jafn smitandi og hlaupabóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 12:21 Hið bráðsmitandi delta-afbrigði tröllríður nú nánast allri heimsbyggðinni. getty/kosamtu Delta-afbrigði kórónuveirunnar virðist vera meira smitandi en veirurnar sem valda venjulegu kvefi, árlegum flensum, ebólu og MERS-sjúkdómnum, að mati Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Talið er að delta-afbrigðið sé eins smitandi og hlaupabóla, sem er afar smitandi sjúkdómur. Þetta kemur fram í minnisblaði CDC sem The New York Times hefur undir höndum. Í því segir að næstu skref stofnunarinnar séu þau að „viðurkenna að stríðið við veiruna hafi tekið stakkaskiptum“ vegna delta-afbrigðisins. Ný bylgja faraldursins er hafin í Bandaríkjunum þar sem veiran hefur náð mikilli dreifingu. Bandaríkjamenn virðast enn vera að átta sig almennilega á því að bólusettir geti vel borið smit a milli sín þegar delta-afbrigðið er annars vegar. Það er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaðinu, þó auðvitað sé talið að bólusettir séu mun ólíklegri til þess að bera veiruna með sér en hinir óbólusettu. Grímur geri gagn CDC gaf nýlega út ný tilmæli þar sem mælt var með því að grímuskyldu yrði aftur komið á, einnig fyrir bólusetta, á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Í minnisblaðinu er þó mælst til þess að grímuskyldu verði komið aftur á í öllu landinu til að hefta útbreiðsluna. Þar er ennfremur mælst til þess að allir þeir sem eru í áhættuhópi, með veikburða ónæmiskerfi, beri grímu meðal almennings, sama þó þeir séu á svæðum þar sem faraldurinn er ekki í miklum vexti. Einnig að þeir beri grímur sem séu í miklum samskiptum við börn, sem hafa enn ekki verið bólusett, aldraða eða aðra viðkvæma hópa samfélagsins. Það er margt öðruvísi við delta-afbrigðið en fyrri afbrigði veirunnar. Til að mynda greinist um tíu sinnum meira magn af veirunni í öndunarfærum þeirra sem eru smitaðir af delta-afbrigðinu en þeim sem voru sýktir af hinu svokallaða alfa-afbrigði, sem þó var talið afar smitandi afbrigði. Veirumagn í líkama þeirra sem eru smitaðir af delta er þá talið vera allt að þúsund sinnum meira en það magn sem mældist í þeim sem báru upprunalega afbrigði veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði CDC sem The New York Times hefur undir höndum. Í því segir að næstu skref stofnunarinnar séu þau að „viðurkenna að stríðið við veiruna hafi tekið stakkaskiptum“ vegna delta-afbrigðisins. Ný bylgja faraldursins er hafin í Bandaríkjunum þar sem veiran hefur náð mikilli dreifingu. Bandaríkjamenn virðast enn vera að átta sig almennilega á því að bólusettir geti vel borið smit a milli sín þegar delta-afbrigðið er annars vegar. Það er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaðinu, þó auðvitað sé talið að bólusettir séu mun ólíklegri til þess að bera veiruna með sér en hinir óbólusettu. Grímur geri gagn CDC gaf nýlega út ný tilmæli þar sem mælt var með því að grímuskyldu yrði aftur komið á, einnig fyrir bólusetta, á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Í minnisblaðinu er þó mælst til þess að grímuskyldu verði komið aftur á í öllu landinu til að hefta útbreiðsluna. Þar er ennfremur mælst til þess að allir þeir sem eru í áhættuhópi, með veikburða ónæmiskerfi, beri grímu meðal almennings, sama þó þeir séu á svæðum þar sem faraldurinn er ekki í miklum vexti. Einnig að þeir beri grímur sem séu í miklum samskiptum við börn, sem hafa enn ekki verið bólusett, aldraða eða aðra viðkvæma hópa samfélagsins. Það er margt öðruvísi við delta-afbrigðið en fyrri afbrigði veirunnar. Til að mynda greinist um tíu sinnum meira magn af veirunni í öndunarfærum þeirra sem eru smitaðir af delta-afbrigðinu en þeim sem voru sýktir af hinu svokallaða alfa-afbrigði, sem þó var talið afar smitandi afbrigði. Veirumagn í líkama þeirra sem eru smitaðir af delta er þá talið vera allt að þúsund sinnum meira en það magn sem mældist í þeim sem báru upprunalega afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31
Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12