Mitt inntak í ljósi umræðu um íþróttastefnu á Íslandi Guðmundur Sveinn Hafþórsson skrifar 2. ágúst 2021 10:30 Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar. Það er ljóst að ÍSÍ hefur margfaldað stuðning sinn til sérsambanda en hvað þarf meira? Hér eru mínir punktar og ég tel að það sé hægt að kafa töluvert dýpra en bara þá eða dýpra í þá. Fræðsla fyrir íþróttamenn sem og foreldra Það þarf að kenna markmiðasetningu snemma, kenna þarf íþróttamönnum að setja sér markmið til langs tíma og að takast á við svekkjandi tímabil, meiðsli og annað sem getur hnökrað ferlinu. Kenna þeim að það sem er í símanum er ekki lífið. Það þarf að kenna foreldrum hvað þarf til, til að ná árangri: næring, svefn, skjátími, leyfa þjálfurum að vera þjálfarar, foreldrar eiga að vera foreldrar, styrkjandi og stuðningur, mikilvægi æfinga og tímabils (hvenær er best að fara í bústaðaferð/skíðaferð). Framhaldsskólar Það er staðreynd að krakkar sem eru í íþróttum standa sig oftast nær nokkuð vel í skóla en eftir að framhaldsskólum var breytt í þrjú ár í stað fjögurra ára varð álagið töluvert meira á unglinga. Ég myndi vilja sjá samninga við 2 – 3 framhaldsskóla þar sem unnið er með íþróttamönnum sem vilja skara fram úr, þau sem velja þá leið að ætla sér árangur. Fjögurra ára nám, einingar fyrir íþróttaiðkun, fá að mæta síðar í skólann, fá liðkandi meðferð varðandi mætingu þegar kemur að keppnum. Íþróttamaður þarf að skila inn æfingaálagi, þarf að fylgja reglum eins og að vera ekki í áfengi eða tóbaki (vera fyrirmynd), verður að stunda skólann eftir bestu getu. Íþróttamiðstöð (fyrir íþróttamenn frá framtíðarhópum upp í afreksstarf) Sérsambönd gefa út nafnalista af íþróttamönnum sem eru í landsliðsverkefnum. Íþróttamenn hafa þá aðgengi að sálfræðing, læknum, næringafræðingi, sjúkraþjálfurum. Samstarf við HÍ og HR Samstarf sem felur í sér rannsóknir og mælingar á íþróttamönnum á ýmsum sviðum svo sem líkamlegt atgervi, andleg þjálfun, svefn, næring og annað. Aukinn stuðning við íþróttafélög Eins þarf meiri pening inn í félögin þannig að hægt sé að bæta þjálfun og umgjörð í kringum íþróttafólkið. Þegar kemur að þjálfun unglinga og fullorðinna getur einn afreksþjálfari ekki vitað allt. Hann veit margt en hann kann ekki allt. Að geta haft styrktarþjálfara, aðgengi að sjúkraþjálfara, fá inn næringafræðinga og sálfræðinga myndi allt hjálpa. Nú liggur fyrir frumvarp um launasjóð fyrir afreksmenn sem er stórkostleg bæting og skref fram á við en við þurfum að hugsa stærra og fara út fyrir boxið til að sjá bættan árangur. Allur heimurinn er að verða betri og við viljum fylgja með. Hugsum stærra, gerum betur, förum alla leið! Höfundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar. Það er ljóst að ÍSÍ hefur margfaldað stuðning sinn til sérsambanda en hvað þarf meira? Hér eru mínir punktar og ég tel að það sé hægt að kafa töluvert dýpra en bara þá eða dýpra í þá. Fræðsla fyrir íþróttamenn sem og foreldra Það þarf að kenna markmiðasetningu snemma, kenna þarf íþróttamönnum að setja sér markmið til langs tíma og að takast á við svekkjandi tímabil, meiðsli og annað sem getur hnökrað ferlinu. Kenna þeim að það sem er í símanum er ekki lífið. Það þarf að kenna foreldrum hvað þarf til, til að ná árangri: næring, svefn, skjátími, leyfa þjálfurum að vera þjálfarar, foreldrar eiga að vera foreldrar, styrkjandi og stuðningur, mikilvægi æfinga og tímabils (hvenær er best að fara í bústaðaferð/skíðaferð). Framhaldsskólar Það er staðreynd að krakkar sem eru í íþróttum standa sig oftast nær nokkuð vel í skóla en eftir að framhaldsskólum var breytt í þrjú ár í stað fjögurra ára varð álagið töluvert meira á unglinga. Ég myndi vilja sjá samninga við 2 – 3 framhaldsskóla þar sem unnið er með íþróttamönnum sem vilja skara fram úr, þau sem velja þá leið að ætla sér árangur. Fjögurra ára nám, einingar fyrir íþróttaiðkun, fá að mæta síðar í skólann, fá liðkandi meðferð varðandi mætingu þegar kemur að keppnum. Íþróttamaður þarf að skila inn æfingaálagi, þarf að fylgja reglum eins og að vera ekki í áfengi eða tóbaki (vera fyrirmynd), verður að stunda skólann eftir bestu getu. Íþróttamiðstöð (fyrir íþróttamenn frá framtíðarhópum upp í afreksstarf) Sérsambönd gefa út nafnalista af íþróttamönnum sem eru í landsliðsverkefnum. Íþróttamenn hafa þá aðgengi að sálfræðing, læknum, næringafræðingi, sjúkraþjálfurum. Samstarf við HÍ og HR Samstarf sem felur í sér rannsóknir og mælingar á íþróttamönnum á ýmsum sviðum svo sem líkamlegt atgervi, andleg þjálfun, svefn, næring og annað. Aukinn stuðning við íþróttafélög Eins þarf meiri pening inn í félögin þannig að hægt sé að bæta þjálfun og umgjörð í kringum íþróttafólkið. Þegar kemur að þjálfun unglinga og fullorðinna getur einn afreksþjálfari ekki vitað allt. Hann veit margt en hann kann ekki allt. Að geta haft styrktarþjálfara, aðgengi að sjúkraþjálfara, fá inn næringafræðinga og sálfræðinga myndi allt hjálpa. Nú liggur fyrir frumvarp um launasjóð fyrir afreksmenn sem er stórkostleg bæting og skref fram á við en við þurfum að hugsa stærra og fara út fyrir boxið til að sjá bættan árangur. Allur heimurinn er að verða betri og við viljum fylgja með. Hugsum stærra, gerum betur, förum alla leið! Höfundur er yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar