Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2021 20:06 Runólfur Pálsson er forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vísir Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. Staðan á Covid göngudeildinni þyngist dag frá degi enda 1.244 í einangrun. „Í þeim hópi eru all nokkrir sem eru með talsvert mikil einkenni eða jafnvel mjög mikil,“ sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar2. Þar af tveir rauðmerktir en tvísýnt er hvort þeir þurfi á spítalainnlögn að halda. „Og tuttugu og fimm gulir eða með meðal mikil einkenni þannig þetta er orðinn ansi þungur róður þarna.“ Von á frekari innlögnum á næstu dögum Runólfur segir að róðurinn sé jafnframt að þyngjast verulega á Landspítalanum. Fimm lögðust inn á spítalann í gær og einn nú síðdegis í dag. Alls eru nú sextán inniliggjandi. Tveir á gjörgæslu. Einn í öndunarvél. Runólfur á von á frekari innlögnum á næstu dögum. „Þegar fjöldinn er orðinn svona mikill þá má búast við einstaklingum sem veikjast meira eða jafnvel alvarlega. Það er þarna fólk með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og svo aðrir sem eru óbólusettir og því ekki með neina vörn gegn alvarlegum veikindum.“ Erfiðasti tími ársins vegna sumarleyfa Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum. Runólfur segir stöðuna þar tvísýna. Ef álag haldi áfram að aukast verði staðan illviðráðanleg. „Við erum á erfiðasta tíma ársins hvað snertir mönnun vegna sumarleyfa þannig það er bara mjög erfitt. Við verðum þá að reyna að kalla fólk inn úr leyfum og við erum þegar að því en þá þarf að gera það í auknum mæli. Það er ekki á vísan að róa með það 784 tilfelli í vikunni Að minnsta kosti 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 36 utan sóttkvíar. 50 þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir og 15 óbólusettir. Alls greindust 784 smitaðir i vikunni, þar af 153 um helgina þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samskiptastjóri almannavarna á von á að smituðum fjölgi eftir helgina og biðlar til fólks að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Staðan á Covid göngudeildinni þyngist dag frá degi enda 1.244 í einangrun. „Í þeim hópi eru all nokkrir sem eru með talsvert mikil einkenni eða jafnvel mjög mikil,“ sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar2. Þar af tveir rauðmerktir en tvísýnt er hvort þeir þurfi á spítalainnlögn að halda. „Og tuttugu og fimm gulir eða með meðal mikil einkenni þannig þetta er orðinn ansi þungur róður þarna.“ Von á frekari innlögnum á næstu dögum Runólfur segir að róðurinn sé jafnframt að þyngjast verulega á Landspítalanum. Fimm lögðust inn á spítalann í gær og einn nú síðdegis í dag. Alls eru nú sextán inniliggjandi. Tveir á gjörgæslu. Einn í öndunarvél. Runólfur á von á frekari innlögnum á næstu dögum. „Þegar fjöldinn er orðinn svona mikill þá má búast við einstaklingum sem veikjast meira eða jafnvel alvarlega. Það er þarna fólk með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og svo aðrir sem eru óbólusettir og því ekki með neina vörn gegn alvarlegum veikindum.“ Erfiðasti tími ársins vegna sumarleyfa Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum. Runólfur segir stöðuna þar tvísýna. Ef álag haldi áfram að aukast verði staðan illviðráðanleg. „Við erum á erfiðasta tíma ársins hvað snertir mönnun vegna sumarleyfa þannig það er bara mjög erfitt. Við verðum þá að reyna að kalla fólk inn úr leyfum og við erum þegar að því en þá þarf að gera það í auknum mæli. Það er ekki á vísan að róa með það 784 tilfelli í vikunni Að minnsta kosti 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 36 utan sóttkvíar. 50 þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir og 15 óbólusettir. Alls greindust 784 smitaðir i vikunni, þar af 153 um helgina þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samskiptastjóri almannavarna á von á að smituðum fjölgi eftir helgina og biðlar til fólks að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira