Gleðilega Hinsegin daga, kæra þjóð! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. ágúst 2021 17:43 Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Um leið er það mér ótrúlega mikilvægt að velta fyrir mér stöðu baráttunnar og minna mig á að það er ekki allt í höfn. Við fáum fréttir af ofbeldisverkum í garð hinsegin fólks í löndum, ekki svo fjarri okkur og gerum okkur grein fyrir því að það á sér stað bakslag, þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Því þurfum við að vera á tánum og gera hvað við getum til að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir þeim brotalömum, sem við sem samfélag erum að fást við. Mannréttindabarátta hinsegin fólks skiptir okkur öll máli Hver er hinn íslenski veruleiki í mannréttindabaráttu hinsegin fólks? Hvar stöndum við? Höfum við náð raunverulegum skilningi í öllum kimum samfélagsins? Og ef ekki, hvers vegna er það svo? Þetta eru spurningarnar sem við þurfum að vera að spyrja okkur. Árið fyrir covid tók ég þátt í pallborði á hinsegin viku framhaldsskóla. Viku sem var undirlögð af alls kyns hinsegin uppákomum, fræðslu jafnt sem menningu. Pallborðið var afar vel sótt og fram fór mjög gagnleg umræða um mikilvægi sýnileikans. Í gleðinni sem ríkti yfir því hvernig til tókst verð mér því brugðið að heyra áhyggjutón yfir því að einn hópur ungmenna hafi sýnt dagskrá vikunnar lítinn sem engan áhuga. Þátttaka íþróttastráka var dræm og áhugaleysið áþreifanlegt. Við þurfum að gera betur Þessar áhyggjur hafa setið í mér. Við vitum það öll sem viljum að hinsegin einstaklingar hafa átt erfitt með að standa með sjálfum sér innan íþróttahreyfingarinnar og hefur þetta verið vandi á heimsvísu. Fjöldi opinberra hinsegin ólympíufara segja sína sögu. Ég hef hvatt sérstaklega til þess að talað sé fyrir aukinni fræðslu meðal íþróttafélaganna í mínu sveitarfélagi. Einnig að unnið sé að því að tryggja með öllum tiltækum ráðum öryggi og vellíðan hinsegin barna og ungmenna í fjölbreyttu og öflugu íþróttastarfi. En betur má ef duga skal. Í tilefni Hinsegin daga langar mig til þess að hvetja íþróttahreyfinguna til dáða. Og að sveitarfélögin geri ríka kröfu til hreyfingarinnar um að taka mikilvægi fræðslu og viðurkenningu í garð hinsegin fólks alvarlega. Svo alvarlega að íþróttastrákarnir verði alvöru þátttakendur en leyfi sér ekki að horfa undan. Íþróttastrákarnir verða fullorðnir og hafa jafn mikil áhrif á samfélagið og við hin og mannréttindabarátta hinsegin fólks þarf á strákunum okkar að halda eins og öðrum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Um leið er það mér ótrúlega mikilvægt að velta fyrir mér stöðu baráttunnar og minna mig á að það er ekki allt í höfn. Við fáum fréttir af ofbeldisverkum í garð hinsegin fólks í löndum, ekki svo fjarri okkur og gerum okkur grein fyrir því að það á sér stað bakslag, þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Því þurfum við að vera á tánum og gera hvað við getum til að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir þeim brotalömum, sem við sem samfélag erum að fást við. Mannréttindabarátta hinsegin fólks skiptir okkur öll máli Hver er hinn íslenski veruleiki í mannréttindabaráttu hinsegin fólks? Hvar stöndum við? Höfum við náð raunverulegum skilningi í öllum kimum samfélagsins? Og ef ekki, hvers vegna er það svo? Þetta eru spurningarnar sem við þurfum að vera að spyrja okkur. Árið fyrir covid tók ég þátt í pallborði á hinsegin viku framhaldsskóla. Viku sem var undirlögð af alls kyns hinsegin uppákomum, fræðslu jafnt sem menningu. Pallborðið var afar vel sótt og fram fór mjög gagnleg umræða um mikilvægi sýnileikans. Í gleðinni sem ríkti yfir því hvernig til tókst verð mér því brugðið að heyra áhyggjutón yfir því að einn hópur ungmenna hafi sýnt dagskrá vikunnar lítinn sem engan áhuga. Þátttaka íþróttastráka var dræm og áhugaleysið áþreifanlegt. Við þurfum að gera betur Þessar áhyggjur hafa setið í mér. Við vitum það öll sem viljum að hinsegin einstaklingar hafa átt erfitt með að standa með sjálfum sér innan íþróttahreyfingarinnar og hefur þetta verið vandi á heimsvísu. Fjöldi opinberra hinsegin ólympíufara segja sína sögu. Ég hef hvatt sérstaklega til þess að talað sé fyrir aukinni fræðslu meðal íþróttafélaganna í mínu sveitarfélagi. Einnig að unnið sé að því að tryggja með öllum tiltækum ráðum öryggi og vellíðan hinsegin barna og ungmenna í fjölbreyttu og öflugu íþróttastarfi. En betur má ef duga skal. Í tilefni Hinsegin daga langar mig til þess að hvetja íþróttahreyfinguna til dáða. Og að sveitarfélögin geri ríka kröfu til hreyfingarinnar um að taka mikilvægi fræðslu og viðurkenningu í garð hinsegin fólks alvarlega. Svo alvarlega að íþróttastrákarnir verði alvöru þátttakendur en leyfi sér ekki að horfa undan. Íþróttastrákarnir verða fullorðnir og hafa jafn mikil áhrif á samfélagið og við hin og mannréttindabarátta hinsegin fólks þarf á strákunum okkar að halda eins og öðrum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar