Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 09:28 Starliner á toppi Atlas-V geimflaugar í Flórída í nótt. AP/Joel Kowsky Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli. Einnig stóð til að skjóta geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í síðustu viku en hætt var við það eftir að hreyflar nýrrar rússneskrar einingar sem tengd var við geimstöðina fóru óvænt í gang og sneru henni á hvolf. Sjá einnig: Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Allra fyrst átti þó að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar í desember 2019. Því var skotið á loft en geimfarið komst aldrei á rétta sporbraut. Var það vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á loft. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Í tilkynningu frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sem birt var í nótt segir að hætt hafi verið við geimskotið í gær eftir að loki í eldsneytiskerfi Starliner lokaðist ekki. Í nótt varð svo ljóst að ekki væri hægt að laga gallann auðveldlega og var geimfarið og Atlas-V eldflaugin sem átti að bera geimfarið fjarlægt af skotpalli. We're not proceeding with #Starliner launch tomorrow. Our team cycled the Service Module propulsion system valves and is taking time to gather data for next steps. We've ruled out software as a cause for the unexpected position indications.More: https://t.co/2fCrIY7uc8 pic.twitter.com/8dvlfpAOne— Boeing Space (@BoeingSpace) August 4, 2021 Ekki liggur fyrir hvenær næst verður reynt að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar. Boeing segir gallann ekki tengjast hugbúnaði og verkfræðinar fyrirtækisins þurfti tíma til að tryggja örggi og velgengni geimskotsins. Bæði Boeing og SpaceX hafa unnið að því að byggja upp getu til að senda menn frá Bandaríkjunum út í geim. SpaceX skaut fyrsta geimfari sínu, Dragon, til geimstöðvarinnar árið 2019 og hefur síðan þá skotið tveimur hópum geimfara til geimstöðvarinnar. Geimurinn Bandaríkin Boeing Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Draumur Branson rættist: „Sautján ár af vinnu komu okkur hingað“ Breski kaupsýslumaðurinn, Richard Branson, náði komst rétt í þessu upp að jaðri lofthjúpsins í geimferju sinni Virgin Galactic. Hann lagði af stað í ævintýraförina klukkan 14:30 í dag frá Nýju-Mexíkó en ferðin tók einungis fimmtán mínútur. 11. júlí 2021 16:56 Vilja skjóta 23 eldflaugum á smástirni Kínverskir vísindamenn vilja senda 23 Long March 5 eldflaugar, þær öflugustu sem framleiddar eru í Kína, til að kanna hvort hægt sé að nota þær til að breyta stefnu smástirna. Markmið vísindamannanna er að komast að því hvort hægt væri að bjarga jörðinni með þessum hætti, ef smástirni stefndi á plánetuna okkar. 7. júlí 2021 14:03 Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld. 10. júní 2021 08:41 Smokkfiskar verða geimfarar Næsta geimskot NASA verður farþegaflug en 128 smokkfiskar verða þá geimfarar. 3. júní 2021 10:55 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Einnig stóð til að skjóta geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í síðustu viku en hætt var við það eftir að hreyflar nýrrar rússneskrar einingar sem tengd var við geimstöðina fóru óvænt í gang og sneru henni á hvolf. Sjá einnig: Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Allra fyrst átti þó að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar í desember 2019. Því var skotið á loft en geimfarið komst aldrei á rétta sporbraut. Var það vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á loft. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Í tilkynningu frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sem birt var í nótt segir að hætt hafi verið við geimskotið í gær eftir að loki í eldsneytiskerfi Starliner lokaðist ekki. Í nótt varð svo ljóst að ekki væri hægt að laga gallann auðveldlega og var geimfarið og Atlas-V eldflaugin sem átti að bera geimfarið fjarlægt af skotpalli. We're not proceeding with #Starliner launch tomorrow. Our team cycled the Service Module propulsion system valves and is taking time to gather data for next steps. We've ruled out software as a cause for the unexpected position indications.More: https://t.co/2fCrIY7uc8 pic.twitter.com/8dvlfpAOne— Boeing Space (@BoeingSpace) August 4, 2021 Ekki liggur fyrir hvenær næst verður reynt að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar. Boeing segir gallann ekki tengjast hugbúnaði og verkfræðinar fyrirtækisins þurfti tíma til að tryggja örggi og velgengni geimskotsins. Bæði Boeing og SpaceX hafa unnið að því að byggja upp getu til að senda menn frá Bandaríkjunum út í geim. SpaceX skaut fyrsta geimfari sínu, Dragon, til geimstöðvarinnar árið 2019 og hefur síðan þá skotið tveimur hópum geimfara til geimstöðvarinnar.
Geimurinn Bandaríkin Boeing Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Draumur Branson rættist: „Sautján ár af vinnu komu okkur hingað“ Breski kaupsýslumaðurinn, Richard Branson, náði komst rétt í þessu upp að jaðri lofthjúpsins í geimferju sinni Virgin Galactic. Hann lagði af stað í ævintýraförina klukkan 14:30 í dag frá Nýju-Mexíkó en ferðin tók einungis fimmtán mínútur. 11. júlí 2021 16:56 Vilja skjóta 23 eldflaugum á smástirni Kínverskir vísindamenn vilja senda 23 Long March 5 eldflaugar, þær öflugustu sem framleiddar eru í Kína, til að kanna hvort hægt sé að nota þær til að breyta stefnu smástirna. Markmið vísindamannanna er að komast að því hvort hægt væri að bjarga jörðinni með þessum hætti, ef smástirni stefndi á plánetuna okkar. 7. júlí 2021 14:03 Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld. 10. júní 2021 08:41 Smokkfiskar verða geimfarar Næsta geimskot NASA verður farþegaflug en 128 smokkfiskar verða þá geimfarar. 3. júní 2021 10:55 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29
Draumur Branson rættist: „Sautján ár af vinnu komu okkur hingað“ Breski kaupsýslumaðurinn, Richard Branson, náði komst rétt í þessu upp að jaðri lofthjúpsins í geimferju sinni Virgin Galactic. Hann lagði af stað í ævintýraförina klukkan 14:30 í dag frá Nýju-Mexíkó en ferðin tók einungis fimmtán mínútur. 11. júlí 2021 16:56
Vilja skjóta 23 eldflaugum á smástirni Kínverskir vísindamenn vilja senda 23 Long March 5 eldflaugar, þær öflugustu sem framleiddar eru í Kína, til að kanna hvort hægt sé að nota þær til að breyta stefnu smástirna. Markmið vísindamannanna er að komast að því hvort hægt væri að bjarga jörðinni með þessum hætti, ef smástirni stefndi á plánetuna okkar. 7. júlí 2021 14:03
Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld. 10. júní 2021 08:41
Smokkfiskar verða geimfarar Næsta geimskot NASA verður farþegaflug en 128 smokkfiskar verða þá geimfarar. 3. júní 2021 10:55