Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel? Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2021 10:36 Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Frosti Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reiknivélin er sett upp í Grid, íslenskum hugbúnaði sem virkar eins og Excel-skjal sem margir geta unnið í á sama tíma. Konráð segir að hver og einn geti stillt upp sínum forsendum til að svara spurningunni: „Hvort hentar mér betur, kaup á hjólhýsi eða einfaldlega gisting á hóteli?“ Kostirnir eru mjög ólíkir að sögn Konráðs. Þegar hjólhýsi er keypt fellur nánast allur kostnaður til á fyrsta degi en kostnaður við gistingu á hóteli safnast frekar upp jafnt og þétt yfir mörg ár. Konráð segir að þó kostnaður sé mikilvægur þáttur í ákvarðanatökunni sé mikilvægt að hafa líka í huga hvort maður vilji frekar gista í hjólhýsi eða á hóteli. Reiknivélin er mjög ítarleg, til að mynda tekur hún tillit til vaxtagreiðslna af lánum og verðbólgu. Reiknivélin hefur verið mikið notuð frá því að hún fór í loftið að sögn Konráðs. Hann hvetur fólk til að setja upp reiknivélar í Grid um hvaðeina sem bera þarf saman. Tæplega áttatíu prósent aukning í innflutningi ferðavagna Á vefsíðu Viðskiptaráðs segir að innflutningur nýrra hjólhýsa, fellihýsa, tjaldvagna og þess háttar búnaðar hafi verið 79 prósent meiri fyrstu fimm mánuði ársins heldur en á sama tíma 2019. Síðustu tólf mánuði nam innflutningurinn samtals rúmum tveimur milljörðum króna. Bítið Neytendur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Konráð Guðjónsson, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reiknivélin er sett upp í Grid, íslenskum hugbúnaði sem virkar eins og Excel-skjal sem margir geta unnið í á sama tíma. Konráð segir að hver og einn geti stillt upp sínum forsendum til að svara spurningunni: „Hvort hentar mér betur, kaup á hjólhýsi eða einfaldlega gisting á hóteli?“ Kostirnir eru mjög ólíkir að sögn Konráðs. Þegar hjólhýsi er keypt fellur nánast allur kostnaður til á fyrsta degi en kostnaður við gistingu á hóteli safnast frekar upp jafnt og þétt yfir mörg ár. Konráð segir að þó kostnaður sé mikilvægur þáttur í ákvarðanatökunni sé mikilvægt að hafa líka í huga hvort maður vilji frekar gista í hjólhýsi eða á hóteli. Reiknivélin er mjög ítarleg, til að mynda tekur hún tillit til vaxtagreiðslna af lánum og verðbólgu. Reiknivélin hefur verið mikið notuð frá því að hún fór í loftið að sögn Konráðs. Hann hvetur fólk til að setja upp reiknivélar í Grid um hvaðeina sem bera þarf saman. Tæplega áttatíu prósent aukning í innflutningi ferðavagna Á vefsíðu Viðskiptaráðs segir að innflutningur nýrra hjólhýsa, fellihýsa, tjaldvagna og þess háttar búnaðar hafi verið 79 prósent meiri fyrstu fimm mánuði ársins heldur en á sama tíma 2019. Síðustu tólf mánuði nam innflutningurinn samtals rúmum tveimur milljörðum króna.
Bítið Neytendur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira