Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2021 11:34 Ekki er mælt með því að fólk vappi um á hrauninu. Vísir/Vilhelm Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Frá því gosið í Geldingadölum hófst þann nítjánda mars á þessu ári hefur fjöldi fólks lagt leið sína að gosstöðvunum, og margir oftar en einu sinni. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að umferðin stjórnist að miklu leyti af virkni eldgossins og veðri á svæðinu hverju sinni. Hann segir að líkt og í vor og fyrr í sumar sé fjöldi fólks að hætta sér út á nýstorknað hraunið, sem lögregla og björgunarsveitir mæla eindregið gegn, enda lífshættuleg iðja. „Ég get ekki séð að þetta hafi mikið breyst. Maður er enn þá að sjá og fá myndir af fólki æðandi úti um allt og labbandi á hrauninu. Ég get ekki séð mikinn mun á þessu, því miður,“ segir Bogi. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri. „Við erum þarna um helgar. Svo eru bara sveitir á útkalli þarna á virkum dögum. Við gerum okkar besta til að fylgjast með þessu og taka púlsinn á þessu en það virðist bara ekki vera hlustað.“ Lítil virkni og lélegt skyggni Bogi segir litla virkni sé að sjá í gígnum þessa stundina, og því ekki von á neinni metumferð um gosstöðvarnar í dag. „Ég gat ekki séð það að það væri einhver virkni í honum greyinu. Það er svona þokukennt og smá úði, þá er oft aðeins meiri rigning [á gosstöðvunum].“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Frá því gosið í Geldingadölum hófst þann nítjánda mars á þessu ári hefur fjöldi fólks lagt leið sína að gosstöðvunum, og margir oftar en einu sinni. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að umferðin stjórnist að miklu leyti af virkni eldgossins og veðri á svæðinu hverju sinni. Hann segir að líkt og í vor og fyrr í sumar sé fjöldi fólks að hætta sér út á nýstorknað hraunið, sem lögregla og björgunarsveitir mæla eindregið gegn, enda lífshættuleg iðja. „Ég get ekki séð að þetta hafi mikið breyst. Maður er enn þá að sjá og fá myndir af fólki æðandi úti um allt og labbandi á hrauninu. Ég get ekki séð mikinn mun á þessu, því miður,“ segir Bogi. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri. „Við erum þarna um helgar. Svo eru bara sveitir á útkalli þarna á virkum dögum. Við gerum okkar besta til að fylgjast með þessu og taka púlsinn á þessu en það virðist bara ekki vera hlustað.“ Lítil virkni og lélegt skyggni Bogi segir litla virkni sé að sjá í gígnum þessa stundina, og því ekki von á neinni metumferð um gosstöðvarnar í dag. „Ég gat ekki séð það að það væri einhver virkni í honum greyinu. Það er svona þokukennt og smá úði, þá er oft aðeins meiri rigning [á gosstöðvunum].“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira