„Afi, við náðum þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 08:30 Það verður varla ameríska en þetta. Ryan Crouser fagnar Ólympíugulli í kúluvarpi. AP/Matthias Hangst Bandaríkjamaðurinn Ryan Crouser tryggði sér Ólympíugull í kúluvarpi karla með því að setja nýtta Ólympíumet. Hann fagnaði gullinu sínu líka með sérstökum hætti. Hinn 28 ára gamli Crouser var að vinna sitt annað Ólympíugull því hann varði Ólympíutitil sinn í kúluvarpi frá því 2016. Crouser kastaði kúlunni 23,30 metra og bætti með því sitt eigið Ólympíumet frá því í Ríó fyrir fimm árum þegar hann kastaði lengst 22,52 metra. After winning his second consecutive gold in the shot put, Ryan Crouser had a message for his grandpa Crouser bested his previous Olympic record FIVE TIMES in the finals. pic.twitter.com/gkKVt2wZv1— ESPN (@espn) August 5, 2021 Sigurinn var öruggur því Crouser átti fimm lengstu köstin og enginn náði sem dæmi að kasta lengra en 22,83 metra sem var hans fyrsta kast. Verðlaunapallurinn breyttist ekki neitt milli Ólympíuleika því Bandaríkjamaðurinn Joe Kovacs fékk silfrið með kasti upp á 22,65 metra og Nýsjálendingurinn Tom Walsh tók bronsið með 22,47 metra kasti. Ryan Crouser: Wins the gold medal in men's shot put in back-to-back Olympics Pens a letter to his grandpa pic.twitter.com/ExpVP2vBCO— The Athletic (@TheAthletic) August 5, 2021 Þetta er búið að vera gott sumar fyrir Crouser sem sló 31 árs gamalt heimsmet í júní síðastliðnum þegar hann kastaði 23,37 metra og hann var ekki langt frá því meti í nótt. Crouser tileinkaði afa sínum gullið en hann missti hann nýverið. Eftir keppnina tók hann upp blað sem á voru hjartnæm skilaboð: „Afi, við náðum þessu. Ólympíumeistari 2020.“ Hann fékk ekki aðeins stuðning að handan því heima í Redmond í Oregon safnaðist hans fólk saman, klæddi sig allt í Crouser treyjur og fögnuðu gríðarlega þegar gullið var í höfn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Crouser var að vinna sitt annað Ólympíugull því hann varði Ólympíutitil sinn í kúluvarpi frá því 2016. Crouser kastaði kúlunni 23,30 metra og bætti með því sitt eigið Ólympíumet frá því í Ríó fyrir fimm árum þegar hann kastaði lengst 22,52 metra. After winning his second consecutive gold in the shot put, Ryan Crouser had a message for his grandpa Crouser bested his previous Olympic record FIVE TIMES in the finals. pic.twitter.com/gkKVt2wZv1— ESPN (@espn) August 5, 2021 Sigurinn var öruggur því Crouser átti fimm lengstu köstin og enginn náði sem dæmi að kasta lengra en 22,83 metra sem var hans fyrsta kast. Verðlaunapallurinn breyttist ekki neitt milli Ólympíuleika því Bandaríkjamaðurinn Joe Kovacs fékk silfrið með kasti upp á 22,65 metra og Nýsjálendingurinn Tom Walsh tók bronsið með 22,47 metra kasti. Ryan Crouser: Wins the gold medal in men's shot put in back-to-back Olympics Pens a letter to his grandpa pic.twitter.com/ExpVP2vBCO— The Athletic (@TheAthletic) August 5, 2021 Þetta er búið að vera gott sumar fyrir Crouser sem sló 31 árs gamalt heimsmet í júní síðastliðnum þegar hann kastaði 23,37 metra og hann var ekki langt frá því meti í nótt. Crouser tileinkaði afa sínum gullið en hann missti hann nýverið. Eftir keppnina tók hann upp blað sem á voru hjartnæm skilaboð: „Afi, við náðum þessu. Ólympíumeistari 2020.“ Hann fékk ekki aðeins stuðning að handan því heima í Redmond í Oregon safnaðist hans fólk saman, klæddi sig allt í Crouser treyjur og fögnuðu gríðarlega þegar gullið var í höfn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira