Leiðtogi einna öflugustu glæpasamtaka Evrópu handtekinn á Spáni Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 15:54 Frá handtöku Domenico Paviglianiti, sem gengur undir viðurnefninu „stjóri stjóranna“. POLICIA NACIONAL/CARABINIERI Domenico Paviglianiti, leiðtogi ´Ndrangheta glæpasamtakanna á Ítalíu var handtekinn á Spáni á þriðjudaginn. Hann hafði verið á flótta í rúm tvö ár og var handtekinn í sameiginlegri aðgerð lögreglunnar á Ítalíu og Spáni. Þegar hann var handtekinn fundust fölsk portúgölsk skilríki, sex farsímar og sex þúsund evrur í fórum hans. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Paviglianiti hafi áður verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á Ítalíu fyrir alls konar glæpi í tengslum við fíkniefnasölu og smygl og jafnvel morð. Sá dómur var lækkaður í þrjátíu ár en í október 2019 var honum sleppt úr fangelsi vegna mistaka við dómsuppkvaðninu, að sögn saksóknara. Domenico Paviglianiti.Carabiniri Þá flúði hann til Spánar en í janúar var hann dæmdur aftur á Ítalíu og að þessu sinni í ellefu ára fangelsi. Paviglianiti er sextíu ára gamall en samkvæmt frétt BBC er hann kallaður „stjóri stjóranna“. Hann hefur stýrt einhverjum ríkustu og öflugu glæpasamtökum heims um langt skeið. ´Ndrangheta mafían er verulega umsvifamikil í kókaínsölu í Evrópu. Glæpasamtökin eru talin flytja mikið magn kókaíns frá Suður-Ameríku og hassi frá Norður-Afríku til Evrópu. ´Ndrangheta samtökin eru gerð út frá Suður-Ítalíu og hefur vaxið ásmegin samhliða samdrætti í völdum mafíunnar frá Sikiley. Lögreglan hefur birt myndband af handtöku Paviglianiti sem sjá má hér að neðan. Agentes de la @policia han detenido en #Madrid al máximo responsable de la Ndrangueta calabresa Han intervenido: Documentación portuguesa falsa 6 teléfonos móviles Casi 6.000 en efectivoEs considerado uno de los prófugos más buscados de #Italia pic.twitter.com/di47ZHSd2F— Policía Nacional (@policia) August 5, 2021 Spánn Ítalía Tengdar fréttir Fimmtíu handteknir og hald lagt á rúmlega 300 milljónir evra Fimmtíu hafa verið handteknir og rannsókn hafin á stjórnmálamanni í áhlaupi lögreglunnar á Ítalíu gegn ‘Ndrangheta-mafíunni. Saksóknarar segja áhlaupið varpa ljósi á viðleitni mafíunnar til að þvætta fé og kaupa pólitísk áhrif. 21. janúar 2021 14:16 Stærstu mafíuréttarhöldin í áratugi hafin Stærstu mafíuréttarhöld í áratugaraðir hófust á Ítalíu í morgun. 355 meintir mafíósar og spilltir embættismenn eru sakaðir um skipulagða glæpastarfsemi. 13. janúar 2021 17:30 Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36 Mafíósi gómaður eftir tvo áratugi á flótta Rocco Morabito var meðlimur Ndrangheta mafíunnar og var hann áður fyrr með gælunafnið "konungur kókaíns“ í Mílan. 4. september 2017 11:04 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Þegar hann var handtekinn fundust fölsk portúgölsk skilríki, sex farsímar og sex þúsund evrur í fórum hans. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Paviglianiti hafi áður verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á Ítalíu fyrir alls konar glæpi í tengslum við fíkniefnasölu og smygl og jafnvel morð. Sá dómur var lækkaður í þrjátíu ár en í október 2019 var honum sleppt úr fangelsi vegna mistaka við dómsuppkvaðninu, að sögn saksóknara. Domenico Paviglianiti.Carabiniri Þá flúði hann til Spánar en í janúar var hann dæmdur aftur á Ítalíu og að þessu sinni í ellefu ára fangelsi. Paviglianiti er sextíu ára gamall en samkvæmt frétt BBC er hann kallaður „stjóri stjóranna“. Hann hefur stýrt einhverjum ríkustu og öflugu glæpasamtökum heims um langt skeið. ´Ndrangheta mafían er verulega umsvifamikil í kókaínsölu í Evrópu. Glæpasamtökin eru talin flytja mikið magn kókaíns frá Suður-Ameríku og hassi frá Norður-Afríku til Evrópu. ´Ndrangheta samtökin eru gerð út frá Suður-Ítalíu og hefur vaxið ásmegin samhliða samdrætti í völdum mafíunnar frá Sikiley. Lögreglan hefur birt myndband af handtöku Paviglianiti sem sjá má hér að neðan. Agentes de la @policia han detenido en #Madrid al máximo responsable de la Ndrangueta calabresa Han intervenido: Documentación portuguesa falsa 6 teléfonos móviles Casi 6.000 en efectivoEs considerado uno de los prófugos más buscados de #Italia pic.twitter.com/di47ZHSd2F— Policía Nacional (@policia) August 5, 2021
Spánn Ítalía Tengdar fréttir Fimmtíu handteknir og hald lagt á rúmlega 300 milljónir evra Fimmtíu hafa verið handteknir og rannsókn hafin á stjórnmálamanni í áhlaupi lögreglunnar á Ítalíu gegn ‘Ndrangheta-mafíunni. Saksóknarar segja áhlaupið varpa ljósi á viðleitni mafíunnar til að þvætta fé og kaupa pólitísk áhrif. 21. janúar 2021 14:16 Stærstu mafíuréttarhöldin í áratugi hafin Stærstu mafíuréttarhöld í áratugaraðir hófust á Ítalíu í morgun. 355 meintir mafíósar og spilltir embættismenn eru sakaðir um skipulagða glæpastarfsemi. 13. janúar 2021 17:30 Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36 Mafíósi gómaður eftir tvo áratugi á flótta Rocco Morabito var meðlimur Ndrangheta mafíunnar og var hann áður fyrr með gælunafnið "konungur kókaíns“ í Mílan. 4. september 2017 11:04 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Fimmtíu handteknir og hald lagt á rúmlega 300 milljónir evra Fimmtíu hafa verið handteknir og rannsókn hafin á stjórnmálamanni í áhlaupi lögreglunnar á Ítalíu gegn ‘Ndrangheta-mafíunni. Saksóknarar segja áhlaupið varpa ljósi á viðleitni mafíunnar til að þvætta fé og kaupa pólitísk áhrif. 21. janúar 2021 14:16
Stærstu mafíuréttarhöldin í áratugi hafin Stærstu mafíuréttarhöld í áratugaraðir hófust á Ítalíu í morgun. 355 meintir mafíósar og spilltir embættismenn eru sakaðir um skipulagða glæpastarfsemi. 13. janúar 2021 17:30
Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36
Mafíósi gómaður eftir tvo áratugi á flótta Rocco Morabito var meðlimur Ndrangheta mafíunnar og var hann áður fyrr með gælunafnið "konungur kókaíns“ í Mílan. 4. september 2017 11:04