Sævar Atli: Ég kem með orku og kraft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 16:26 Sævar Atli Magnússon í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Lyngby. Skjámynd/LyngbyBoldklub1921 Sævar Atli Magnússon var strax tekinn í viðtal á Youtube síðu Lungby og vill sjá brjálaða stuðningsmenn í fyrsta leik. Sævar Atli hefur gert þriggja ára samning við danska félagið Lyngby BK og hefur þar með spilað sinn síðasta leik með Leiknismönnum í Pepsi Max deild karla í sumar. Lyngby kynnti Sævar Atla til leiks á miðlum sínum í dag og staðfest samninginn hans og að hann muni spila í treyju númer 21. Sævar Atli er líka kokhraustur í viðtalinu sem var tekið við hann. Hann mætir fullur sjálfstraust til Danmerkur eftir tíu mörk í þrettán leikjum með nýliðum Leiknis. „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við og þá er ég að tala um völlinn, starfsmennina og alla aðstöðu félagsins. Ég kem frá litlu félagi og er í svolitlu áfalli,“ sagði Sævar Atli í léttum tón. Viðtalið fór fram á ensku en hann lofaði að vera búinn að læra dönskuna eftir mánuð og gefa þá viðtal á dönsku. „Ég veit ekki mikið um klúbbinn en þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég sá fyrsta leikinn á móti Fremad Amager sem þeir unnu 2-1. Það eru mikil gæði í liðinu og það mun kannski taka mig smá tíma að komast inn í þetta. Ég ætla mér að verða betri í fótbolta hér,“ sagði Sævar Atli. „Ég þekki Frey því hann var þjálfari félagsins míns frá 2013 til 2015 og gerði stórkostlega hluti með Davíð Snorra. Hann var alltaf á svæðinu þegar ég var ungur. Hann var líka aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og er frábær þjálfari,“ sagði Sævar. En hvernig leikmann munu stuðningsmenn sjá í Sævar Atla þegar hann verður kominn í bláu treyjuna hjá Lyngby. „Ég kem með orku og kraft. Ég er liðsmaður en ég er framherji og vill skora mörk og búa eitthvað til fyrir liðið. Ég spila til að vinna leiki,“ sagði Sævar sem gæti spilað fyrsta leikinn með Lyngby á laugardaginn. „Ég var að spyrjast fyrir um það hvað menn bjuggust við mörgum á leikinn og þeir spáðu 3000 manns. Það væri það mesta sem ég hef spilað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og stuðningsmennirnir verða vonandi brjálaðir á laugardaginn,“ sagði Sævar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Danski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Sjá meira
Sævar Atli hefur gert þriggja ára samning við danska félagið Lyngby BK og hefur þar með spilað sinn síðasta leik með Leiknismönnum í Pepsi Max deild karla í sumar. Lyngby kynnti Sævar Atla til leiks á miðlum sínum í dag og staðfest samninginn hans og að hann muni spila í treyju númer 21. Sævar Atli er líka kokhraustur í viðtalinu sem var tekið við hann. Hann mætir fullur sjálfstraust til Danmerkur eftir tíu mörk í þrettán leikjum með nýliðum Leiknis. „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við og þá er ég að tala um völlinn, starfsmennina og alla aðstöðu félagsins. Ég kem frá litlu félagi og er í svolitlu áfalli,“ sagði Sævar Atli í léttum tón. Viðtalið fór fram á ensku en hann lofaði að vera búinn að læra dönskuna eftir mánuð og gefa þá viðtal á dönsku. „Ég veit ekki mikið um klúbbinn en þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég sá fyrsta leikinn á móti Fremad Amager sem þeir unnu 2-1. Það eru mikil gæði í liðinu og það mun kannski taka mig smá tíma að komast inn í þetta. Ég ætla mér að verða betri í fótbolta hér,“ sagði Sævar Atli. „Ég þekki Frey því hann var þjálfari félagsins míns frá 2013 til 2015 og gerði stórkostlega hluti með Davíð Snorra. Hann var alltaf á svæðinu þegar ég var ungur. Hann var líka aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og er frábær þjálfari,“ sagði Sævar. En hvernig leikmann munu stuðningsmenn sjá í Sævar Atla þegar hann verður kominn í bláu treyjuna hjá Lyngby. „Ég kem með orku og kraft. Ég er liðsmaður en ég er framherji og vill skora mörk og búa eitthvað til fyrir liðið. Ég spila til að vinna leiki,“ sagði Sævar sem gæti spilað fyrsta leikinn með Lyngby á laugardaginn. „Ég var að spyrjast fyrir um það hvað menn bjuggust við mörgum á leikinn og þeir spáðu 3000 manns. Það væri það mesta sem ég hef spilað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og stuðningsmennirnir verða vonandi brjálaðir á laugardaginn,“ sagði Sævar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Danski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti