Manneskjan í jakkafötunum Lenya Rún skrifar 6. ágúst 2021 08:00 Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og drögtum, með alvarlegan svip að tala um alvarleg mál. Mér leið eins og þetta fólk væri ósnertanlegt og ætti ekki við nein raunveruleg vandamál að stríða. Klettarnir í hafinu sem gefa aldrei eftir. Á síðustu mánuðum hef ég hins vegar komist að tvennu. Stjórnmálafólk er eftir allt saman bara fólk – og besta stjórnmálafólkið áttar sig á því. Einlægni Það er allt í lagi að hafa tilfinningar og tala við fólk af einlægni. Fyrst og fremst erum við öll mennsk og tilfinningar eins og samkennd og samúð gera okkur að heilsteyptari manneskjum. Það hafa allir gengið í gegnum sína erfiðleika, óháð aldri, og erfið reynsla auðveldar okkur að tengjast og hjálpa öðru fólki. Íslenska þjóðin á skilið að fá fólk á þing sem getur sett sig í spor þeirra hópa sem fá sjaldan raunverulega áheyrn, og það sé gert með samkennd og skilningi að leiðarljósi. Aftur á móti er ennþá ríkjandi sú hugmynd að stjórnmálamaður sem hefur mikla tilfinningagreind sé ekki stöðugur eða ekki nógu sterkur til að takast á við þingstörfin. Að mínu mati er það kjaftæði. Kaldlyndi er ekki styrkleiki. Eigin takmarkanir Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem einhver verða alltaf ósátt við. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að þóknast öllum þá skiptir máli hvernig stjórnmálafólk kemst að niðurstöðunni sinni – og þá þarf fyrst að horfast í augu við eigin takmarkanir. Enginn er með öll svörin og því er eina leiðin að upplýstri ákvörðun að velta upp öllum hliðum málsins með aðstoð þeirra sem málið snertir. Stjórnmálafólk sem leggst yfir gögnin og rökin, tekur ákvörðun og útskýrir síðan fyrir almenningi hvernig það komst að niðurstöðunni er ekki aðeins líklegra til að taka betri ákvarðanir heldur jafnframt að fólk sýni því skilning. Við verðum kannski ekki sammála, en vönduð vinnubrögð eru virðingarverð. Hlustum Framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ungt fólk er upplýst um málefni líðandi stundar og við látum fjölbreytt málefni okkur varða. Á síðustu mánuðum höfum við séð hávært ákall frá ungu fólki um sanngjarnara kvótakerfi, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, nýja stjórnarskrá, mannúðlega útlendingastefnu o.s.frv. Ein stærsta krafa ungs fólks er hins vegar ekki sérstaklega flókin: Að það sé einfaldlega hlustað á það – og því segi ég að framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ef við hlustum. Ísland er að verða sífellt fjölbreyttara og með aukinni fjölbreytni á þjóðfélag það til að skiptast í hópa. Ríkt fólk og fátækt fólk, Íslendingar og útlendingar, ungir og gamlir, heilbrigt fólk og veikt fólk og svo lengi mætti telja. Til að koma í veg fyrir sundrung er mikilvægt að raddir allra hópa heyrist og að það sé raunverulega hlustað á þær, af einlægni og af fólki sem vill heyra. Að hlusta felur í sér að geta sett þig í spor annarra, ekki líta á þau sem tölur og prósentur á einhverju líkani. Mér finnst oft gleymast þegar mál eru rædd á Alþingi að það er verið að tala um aðgerðir sem snerta raunverulega hagsmuni raunverulega landsmanna sem hafa raunverulegar og stundum íþyngjandi afleiðingar. Besta stjórnmálafólkið áttar sig á því að það hefur ekki öll svörin. Sem áttar sig á því að besta leiðin til að komast að góðri niðurstöðu er að kynna sér gögnin, hlusta á fólk af alvöru og hafa samkennd til að setja sig í spor annarra. Stjórnmálafólk sem veit að það er eftir allt saman bara manneskja í jakkafötum. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og drögtum, með alvarlegan svip að tala um alvarleg mál. Mér leið eins og þetta fólk væri ósnertanlegt og ætti ekki við nein raunveruleg vandamál að stríða. Klettarnir í hafinu sem gefa aldrei eftir. Á síðustu mánuðum hef ég hins vegar komist að tvennu. Stjórnmálafólk er eftir allt saman bara fólk – og besta stjórnmálafólkið áttar sig á því. Einlægni Það er allt í lagi að hafa tilfinningar og tala við fólk af einlægni. Fyrst og fremst erum við öll mennsk og tilfinningar eins og samkennd og samúð gera okkur að heilsteyptari manneskjum. Það hafa allir gengið í gegnum sína erfiðleika, óháð aldri, og erfið reynsla auðveldar okkur að tengjast og hjálpa öðru fólki. Íslenska þjóðin á skilið að fá fólk á þing sem getur sett sig í spor þeirra hópa sem fá sjaldan raunverulega áheyrn, og það sé gert með samkennd og skilningi að leiðarljósi. Aftur á móti er ennþá ríkjandi sú hugmynd að stjórnmálamaður sem hefur mikla tilfinningagreind sé ekki stöðugur eða ekki nógu sterkur til að takast á við þingstörfin. Að mínu mati er það kjaftæði. Kaldlyndi er ekki styrkleiki. Eigin takmarkanir Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem einhver verða alltaf ósátt við. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að þóknast öllum þá skiptir máli hvernig stjórnmálafólk kemst að niðurstöðunni sinni – og þá þarf fyrst að horfast í augu við eigin takmarkanir. Enginn er með öll svörin og því er eina leiðin að upplýstri ákvörðun að velta upp öllum hliðum málsins með aðstoð þeirra sem málið snertir. Stjórnmálafólk sem leggst yfir gögnin og rökin, tekur ákvörðun og útskýrir síðan fyrir almenningi hvernig það komst að niðurstöðunni er ekki aðeins líklegra til að taka betri ákvarðanir heldur jafnframt að fólk sýni því skilning. Við verðum kannski ekki sammála, en vönduð vinnubrögð eru virðingarverð. Hlustum Framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ungt fólk er upplýst um málefni líðandi stundar og við látum fjölbreytt málefni okkur varða. Á síðustu mánuðum höfum við séð hávært ákall frá ungu fólki um sanngjarnara kvótakerfi, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, nýja stjórnarskrá, mannúðlega útlendingastefnu o.s.frv. Ein stærsta krafa ungs fólks er hins vegar ekki sérstaklega flókin: Að það sé einfaldlega hlustað á það – og því segi ég að framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ef við hlustum. Ísland er að verða sífellt fjölbreyttara og með aukinni fjölbreytni á þjóðfélag það til að skiptast í hópa. Ríkt fólk og fátækt fólk, Íslendingar og útlendingar, ungir og gamlir, heilbrigt fólk og veikt fólk og svo lengi mætti telja. Til að koma í veg fyrir sundrung er mikilvægt að raddir allra hópa heyrist og að það sé raunverulega hlustað á þær, af einlægni og af fólki sem vill heyra. Að hlusta felur í sér að geta sett þig í spor annarra, ekki líta á þau sem tölur og prósentur á einhverju líkani. Mér finnst oft gleymast þegar mál eru rædd á Alþingi að það er verið að tala um aðgerðir sem snerta raunverulega hagsmuni raunverulega landsmanna sem hafa raunverulegar og stundum íþyngjandi afleiðingar. Besta stjórnmálafólkið áttar sig á því að það hefur ekki öll svörin. Sem áttar sig á því að besta leiðin til að komast að góðri niðurstöðu er að kynna sér gögnin, hlusta á fólk af alvöru og hafa samkennd til að setja sig í spor annarra. Stjórnmálafólk sem veit að það er eftir allt saman bara manneskja í jakkafötum. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar