Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 12:30 Joan Laporta, forseti Barcelona, á blaðamannafundi í dag. getty/Pedro Salado Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. Í gær greindi Barcelona frá því að Messi væri farinn frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Ekki tókst að semja aftur við hann vegna fjárhags- og kerfislegra hindrana. Barcelona á í fjárhagskröggum og félagið er skuldum hlaðið. Og staðan er verri en Laporta grunaði eins og hann sagði á blaðamannafundi í dag. „Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta,“ sagði Laporta. Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Laporta sagði jafnframt að enginn einstaklingur væri stærri en Barcelona, jafnvel ekki Messi sjálfur. „Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“ sagði Laporta og bætti við að ákvörðunin um að semja ekki við Messi hafi verið tekin fyrir tveimur dögum. Lionel Messi tekur við spænska konungsbikarnum, síðasta titlinum sem hann vann sem leikmaður Barcelona.epa/Julio Munoz „Arfleið Leos er stórkostleg. Hann er skrifaði söguna. Hann er farsælasti leikmaður í sögu Barcelona,“ sagði Laporta. „Núna hefst nýr kafli. Það verður alltaf talað um tímann fyrir og eftir Messi. Við verðum honum alltaf ævinlega þakklátir.“ Laporta, sem tók aftur við sem forseti Barcelona fyrr á þessu ári, gagnrýndi jafnframt fyrrverandi stjórn Barcelona og spænska knattspyrnusambandið og fjármálareglur þess sem hann sagði að væru of ósveigjanlegar. Að sögn Laportas var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins en eftir brotthvarf Messis sé hann 95 prósent. „Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur,“ sagði Laporta en Barcelona hefur ekki enn getað skráð nýja leikmenn félagsins eins og Memphis Depay og Sergio Agüero til leiks vegna fjárhagsörðugleika. Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira
Í gær greindi Barcelona frá því að Messi væri farinn frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Ekki tókst að semja aftur við hann vegna fjárhags- og kerfislegra hindrana. Barcelona á í fjárhagskröggum og félagið er skuldum hlaðið. Og staðan er verri en Laporta grunaði eins og hann sagði á blaðamannafundi í dag. „Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta,“ sagði Laporta. Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Laporta sagði jafnframt að enginn einstaklingur væri stærri en Barcelona, jafnvel ekki Messi sjálfur. „Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“ sagði Laporta og bætti við að ákvörðunin um að semja ekki við Messi hafi verið tekin fyrir tveimur dögum. Lionel Messi tekur við spænska konungsbikarnum, síðasta titlinum sem hann vann sem leikmaður Barcelona.epa/Julio Munoz „Arfleið Leos er stórkostleg. Hann er skrifaði söguna. Hann er farsælasti leikmaður í sögu Barcelona,“ sagði Laporta. „Núna hefst nýr kafli. Það verður alltaf talað um tímann fyrir og eftir Messi. Við verðum honum alltaf ævinlega þakklátir.“ Laporta, sem tók aftur við sem forseti Barcelona fyrr á þessu ári, gagnrýndi jafnframt fyrrverandi stjórn Barcelona og spænska knattspyrnusambandið og fjármálareglur þess sem hann sagði að væru of ósveigjanlegar. Að sögn Laportas var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins en eftir brotthvarf Messis sé hann 95 prósent. „Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur,“ sagði Laporta en Barcelona hefur ekki enn getað skráð nýja leikmenn félagsins eins og Memphis Depay og Sergio Agüero til leiks vegna fjárhagsörðugleika.
Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira