Vilja ná til óbólusettra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 13:25 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddu við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar í beinni útsendingu á Vísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar kynnti hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ýmis skref sem grípa á til svo bregðast megi við núverandi stöðu í kórónuveirufaraldrinum. Sagði Katrín ljóst að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hafi skilað árangri. „Það liggur alveg fyrir að þessi faraldur er öðruvísi en fyrri bylgjur að því leytinu til að við erum með mörg smit en við erum tiltölulega minni alvarleg veikindi en þau bitna verr á óbólusettum en bólusettum þannig að enn og aftur vil ég ítreka það að bólusetningin hefur skilað árangri, miklum árangri í vörn fólks gegn alvarlegum sjúkdómi,“ sagði Katrín. En betur mætti ef duga skal. Þannig hafi 27 þúsund manns sem fengið hafi boð í bólusetningu ekki nýtt sér það. Ýmsar ástæður séu fyrir því en ríkisstjórnin vilji hvetja sem flesta til þess að þiggja bólusetningu. „Við viljum ná betur til þessa hóps og reyna að fá hann í bólusetningu,“ sagði Katrín Aðspurð um aðgerðir til þess sagði Katrín að verið væri að rýna í hvað veldur því að þessi hópur hafi ekki þegið bólusetningu. „Við höfum verið að skoða það hvort við getum fengið nánari útlistun á skýringum á því af hverju fólk mætir ekki í bólusetningu. Sú vinna stendur yfir. Það er tiltölulega lítill hlutur sem er með læknisfræðilegar ástæður fyrir því,“ sagði Katrín en meðal annars kom fram í máli Svandísar að almenn hvatning um að koma í bólusetningu hefði til að mynda gefist vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar í beinni útsendingu á Vísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar kynnti hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ýmis skref sem grípa á til svo bregðast megi við núverandi stöðu í kórónuveirufaraldrinum. Sagði Katrín ljóst að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hafi skilað árangri. „Það liggur alveg fyrir að þessi faraldur er öðruvísi en fyrri bylgjur að því leytinu til að við erum með mörg smit en við erum tiltölulega minni alvarleg veikindi en þau bitna verr á óbólusettum en bólusettum þannig að enn og aftur vil ég ítreka það að bólusetningin hefur skilað árangri, miklum árangri í vörn fólks gegn alvarlegum sjúkdómi,“ sagði Katrín. En betur mætti ef duga skal. Þannig hafi 27 þúsund manns sem fengið hafi boð í bólusetningu ekki nýtt sér það. Ýmsar ástæður séu fyrir því en ríkisstjórnin vilji hvetja sem flesta til þess að þiggja bólusetningu. „Við viljum ná betur til þessa hóps og reyna að fá hann í bólusetningu,“ sagði Katrín Aðspurð um aðgerðir til þess sagði Katrín að verið væri að rýna í hvað veldur því að þessi hópur hafi ekki þegið bólusetningu. „Við höfum verið að skoða það hvort við getum fengið nánari útlistun á skýringum á því af hverju fólk mætir ekki í bólusetningu. Sú vinna stendur yfir. Það er tiltölulega lítill hlutur sem er með læknisfræðilegar ástæður fyrir því,“ sagði Katrín en meðal annars kom fram í máli Svandísar að almenn hvatning um að koma í bólusetningu hefði til að mynda gefist vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48