Skima, skima, skima! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Daði Már Kristófersson skrifa 6. ágúst 2021 15:00 Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með veirunni í lengri tíma. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld stokkið milli markmiða um útrýmingu veirunnar, byggða á fyrirmælum sóttvarnalæknis, og opnun samfélagsins. Nú þarf umræðu um hvort við eigum að halda þeirri stefnu áfram eða hvort við getum horft til lengri tíma í viðureigninni. Að lifa með veirunni Við teljum að það þurfi aðra nálgun og hugsun sem tekur mið af því að glíman við heimsfaraldur er langtímaverkefni. Nálgun sem tekur tillit til óvissunnar um hegðun veirunnar. Nálgun sem byggð er á vísindum og langtímamarkmiðum um að lágmarka skaða, fremur en skammtímasjónarmiðum og kosningamiðuðum átaksverkefnum. Nálgun sem byggir á virðingu fyrir frelsi og meðalhófi. Við munum þurfa að lifa með veirunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því ljósi teljum við farsælla að ná faraldrinum niður og halda honum niðri til lengri tíma í stað þess að skipast á tímabilum öfga með annað hvort engum takmörkunum eða miklum. Veiran fari þannig ekki með allt dagskrárvald í samfélaginu. Kostir þessarar nálgunar eru að hún vegur saman hagsmuni ólíkra hópa, skapar langþráðan fyrirsjáanleika og eykur getu og vilja fólks og fyrirtækja til að horfa til framtíðar. Barátta okkar við faraldurinn hefur verið dýr. Það sem Ísland þarf er að skapa skilyrði til langtímauppbyggingar. Mánaðar opnun íslensks samfélags í heimi þar sem smit er útbreitt reyndist skammgóður vermir. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, jafnframt önnur velferð þjóðarinnar, atvinna fólks, skólaganga barna og ungmenna, önnur mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Hvers vegna og hvernig? Við þurfum skýra forystu um næstu skref, samtal, samráð og heildræna sýn um grænt Ísland. Á þessum tímapunkti leggur Viðreisn áherslu á eftirfarandi: Baráttan sé áfram byggð á bestu þekkingu og ráðleggingum sérfræðinga en markmiðið sé að lágmarka áhrifin á íslenskt samfélag og tryggja stöðugleika og fyrirsjáanleika. Skima, skima og skima á landamærum, kröfur um bólsusetningarvottorð og aukið aðgengi að hraðprófum í samfélaginu líkt og tíðkast víða í Evrópu. Meðalhófs sé gætt við ákvarðanir um takmarkanir innanlands. Einstaklingsbundnar sóttvarnir skipta öllu máli. Frelsi með ábyrgð. Styrkja heilbrigðiskerfið og styðja betur við LSH þannig að landsmenn geti treyst því að þeir geti lifað með veirunni. Skólakerfið, starfsumhverfi kennara og nemenda sé tryggt og sett í forgang. Við útfærslu á svona nálgun þarf að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Hagsmuna einstaklinga um frelsi. Hagsmuna um líðan og velferð. Hagsmuna atvinnugreina um fyrirsjáanleika og langtímauppbyggingu. Hagsmuna samfélagsins um virka heilbrigðisþjónustu og opið skólakerfi. Hagsmuni samfélagsins að halda menningar- og íþróttalífi gangandi. Markmiðið um að halda íslensku samfélagi frjálsu og grænu snýst um að vega þessa hagsmuni saman þannig að neikvæðar afleiðingar veirunnar á samfélagið okkar séu eins litlar og nokkur kostur er. Aðeins þannig getum við lifað með veirunni. Þetta er okkar sýn. Þorgerður er formaður Viðreisnar og Daði er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með veirunni í lengri tíma. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld stokkið milli markmiða um útrýmingu veirunnar, byggða á fyrirmælum sóttvarnalæknis, og opnun samfélagsins. Nú þarf umræðu um hvort við eigum að halda þeirri stefnu áfram eða hvort við getum horft til lengri tíma í viðureigninni. Að lifa með veirunni Við teljum að það þurfi aðra nálgun og hugsun sem tekur mið af því að glíman við heimsfaraldur er langtímaverkefni. Nálgun sem tekur tillit til óvissunnar um hegðun veirunnar. Nálgun sem byggð er á vísindum og langtímamarkmiðum um að lágmarka skaða, fremur en skammtímasjónarmiðum og kosningamiðuðum átaksverkefnum. Nálgun sem byggir á virðingu fyrir frelsi og meðalhófi. Við munum þurfa að lifa með veirunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því ljósi teljum við farsælla að ná faraldrinum niður og halda honum niðri til lengri tíma í stað þess að skipast á tímabilum öfga með annað hvort engum takmörkunum eða miklum. Veiran fari þannig ekki með allt dagskrárvald í samfélaginu. Kostir þessarar nálgunar eru að hún vegur saman hagsmuni ólíkra hópa, skapar langþráðan fyrirsjáanleika og eykur getu og vilja fólks og fyrirtækja til að horfa til framtíðar. Barátta okkar við faraldurinn hefur verið dýr. Það sem Ísland þarf er að skapa skilyrði til langtímauppbyggingar. Mánaðar opnun íslensks samfélags í heimi þar sem smit er útbreitt reyndist skammgóður vermir. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, jafnframt önnur velferð þjóðarinnar, atvinna fólks, skólaganga barna og ungmenna, önnur mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Hvers vegna og hvernig? Við þurfum skýra forystu um næstu skref, samtal, samráð og heildræna sýn um grænt Ísland. Á þessum tímapunkti leggur Viðreisn áherslu á eftirfarandi: Baráttan sé áfram byggð á bestu þekkingu og ráðleggingum sérfræðinga en markmiðið sé að lágmarka áhrifin á íslenskt samfélag og tryggja stöðugleika og fyrirsjáanleika. Skima, skima og skima á landamærum, kröfur um bólsusetningarvottorð og aukið aðgengi að hraðprófum í samfélaginu líkt og tíðkast víða í Evrópu. Meðalhófs sé gætt við ákvarðanir um takmarkanir innanlands. Einstaklingsbundnar sóttvarnir skipta öllu máli. Frelsi með ábyrgð. Styrkja heilbrigðiskerfið og styðja betur við LSH þannig að landsmenn geti treyst því að þeir geti lifað með veirunni. Skólakerfið, starfsumhverfi kennara og nemenda sé tryggt og sett í forgang. Við útfærslu á svona nálgun þarf að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Hagsmuna einstaklinga um frelsi. Hagsmuna um líðan og velferð. Hagsmuna atvinnugreina um fyrirsjáanleika og langtímauppbyggingu. Hagsmuna samfélagsins um virka heilbrigðisþjónustu og opið skólakerfi. Hagsmuni samfélagsins að halda menningar- og íþróttalífi gangandi. Markmiðið um að halda íslensku samfélagi frjálsu og grænu snýst um að vega þessa hagsmuni saman þannig að neikvæðar afleiðingar veirunnar á samfélagið okkar séu eins litlar og nokkur kostur er. Aðeins þannig getum við lifað með veirunni. Þetta er okkar sýn. Þorgerður er formaður Viðreisnar og Daði er varaformaður Viðreisnar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun