Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2021 09:55 António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. „Hringingar viðvörunarbjallnanna eru ærandi og sönnunargögnin eru óhrekjanleg: gróðurhúsalofttegundir frá brennslu jarðefnaeldsneytis og eyðing skóga eru að kæfa plánetuna okkar og setja líf milljarða manna í hættu,” segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, í yfirlýsingu eftir að sjötta úttektarskýrsla loftslagsnefndarinnar (IPCC) birtist í morgun. Nú er reiknað með að hnattræn hlýnun fari umfram 1,5°C strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld. Varað er við því að veðuröfgar verði tíðari og alvarlegri samhliða aukinni hlýnun. Nær beint samband er á milli aukins styrks gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á koltvísýringi og hlýnunar jarðar. Því segir Guterres að skýrslan eigi að vera „rothögg fyrir kola- og jarðefnaeldsneyti áður en þau ganga af plánetunni dauðri“. Ríkjum beri að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu og frá og með 2030 þurfi að ferfalda sólar- og vindorkuvinnslu og þrefalda fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. „Þetta er nauðsynlegt til þess að ná því marki að nettólosun gróðurhúsalofttegunda verði engin um miðja öldina,“ segir Guterres. Í skýrslunni kemur fram að ef dregið verður hratt úr losun gæti hnattræn hlýnun náð hámarki þegar hún er komin nokkuð yfir 1,5°C og síðan lækkað niður fyrir það mark fyrir lok aldarinnar. „Ef við leggjumst öll á eitt núna getum við afstýrt loftslagshamförum. En eins og skýrslan sem kom út í dag sýnir fram á megum við engan tíma missa og það er ekkert rými fyrir afsakanir. Ég treysti því að leiðtogar ríkja og aðrir sem hlut eiga að máli tryggi að COP26-loftslagsráðstefnan verði árangursrík,“ segir Guterres og vísar til ráðstefnunnar sem haldin verður í Glasgow í haust. Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi COP26 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
„Hringingar viðvörunarbjallnanna eru ærandi og sönnunargögnin eru óhrekjanleg: gróðurhúsalofttegundir frá brennslu jarðefnaeldsneytis og eyðing skóga eru að kæfa plánetuna okkar og setja líf milljarða manna í hættu,” segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, í yfirlýsingu eftir að sjötta úttektarskýrsla loftslagsnefndarinnar (IPCC) birtist í morgun. Nú er reiknað með að hnattræn hlýnun fari umfram 1,5°C strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld. Varað er við því að veðuröfgar verði tíðari og alvarlegri samhliða aukinni hlýnun. Nær beint samband er á milli aukins styrks gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á koltvísýringi og hlýnunar jarðar. Því segir Guterres að skýrslan eigi að vera „rothögg fyrir kola- og jarðefnaeldsneyti áður en þau ganga af plánetunni dauðri“. Ríkjum beri að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu og frá og með 2030 þurfi að ferfalda sólar- og vindorkuvinnslu og þrefalda fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. „Þetta er nauðsynlegt til þess að ná því marki að nettólosun gróðurhúsalofttegunda verði engin um miðja öldina,“ segir Guterres. Í skýrslunni kemur fram að ef dregið verður hratt úr losun gæti hnattræn hlýnun náð hámarki þegar hún er komin nokkuð yfir 1,5°C og síðan lækkað niður fyrir það mark fyrir lok aldarinnar. „Ef við leggjumst öll á eitt núna getum við afstýrt loftslagshamförum. En eins og skýrslan sem kom út í dag sýnir fram á megum við engan tíma missa og það er ekkert rými fyrir afsakanir. Ég treysti því að leiðtogar ríkja og aðrir sem hlut eiga að máli tryggi að COP26-loftslagsráðstefnan verði árangursrík,“ segir Guterres og vísar til ráðstefnunnar sem haldin verður í Glasgow í haust.
Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi COP26 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira