Kveðjum rignir yfir Guðbjörgu - „Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2021 22:15 Guðbjörg í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos/Getty Fyrrum landsliðskonan í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, tilkynnti í morgun að hún hefði lagt markmannshanskana á hilluna. Fyrrum félagar Guðbjargar í landsliðinu kepptust við að þakka henni fyrir sig í dag. Guðbjörg hafði ætlað sér að leika með norska liðinu Arna-Björnar í vetur en aðstæður hjá félaginu buðu ekki upp á það. Hún sleit samningi þar nýlega og ákvað í dag að hætta knattspyrnuiðkun alfarið. „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ er á meðal þess sem Guðbjörg sagði í færslu sinni á Twitter í morgun þar sem hún sagði frá því að hanskarnir færu á hilluna frægu. Guðbjörg er 36 ára gömul og vann fjóra Íslandsmeistaratitla með Val áður en hún hélt út í atvinnumennsku 2008. Síðan hefur hún leikið í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi í 13 ár. Hún spilaði 64 A-landsleiki fyrir Ísland frá árinu 2004 og fór með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót; EM 2009, 2013 og 2017. Fjölmargar þeirra sem léku með Guðbjörgu í landsliðinu tóku á Twitter í dag til að þakka henni fyrir samstarfið og hennar framlag til íslenskrar knattspyrnu. Þar á meðal eru Sif Atladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og fyrrum landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. Kveðjurnar má sjá að neðan. Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt. Takk fyrir allar stundirnar innan vallar - hlakka til enn fleiri utan vallar https://t.co/N7xG9GNUBa— Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) August 9, 2021 Frábær ferill @GuggaGunnars Heiður að fa að spila með og á móti þér #takkGugga https://t.co/DtDSEjoagS— Sif Atladóttir (@sifatla) August 9, 2021 Alveg mögnuð. Takk fyrir allt Guggan okkar allra https://t.co/Lz5zBVeO3u— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) August 9, 2021 skal fyrir þér Gugga þú ert geggjuð ! @GuggaGunnars #sælar https://t.co/lDG0zI1E14— Fanndís Friðriks (@fanndis90) August 9, 2021 Mögnuð ! Heiður að hafa spilað með þessari drottningu @GuggaGunnars https://t.co/PjfFs2tGfu— Sara Björk (@sarabjork18) August 9, 2021 Takk fyrir þitt framlag til Íslenskrar knattspyrnu. Takk fyrir okkar samstarf, einn litríkur karakter. Skilur mikið eftir þig. Mátt vera stolt af öllu sem þú hefur afrekað. Gangi þér vel á nýjum vettvangi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 9, 2021 Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Guðbjörg hafði ætlað sér að leika með norska liðinu Arna-Björnar í vetur en aðstæður hjá félaginu buðu ekki upp á það. Hún sleit samningi þar nýlega og ákvað í dag að hætta knattspyrnuiðkun alfarið. „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ er á meðal þess sem Guðbjörg sagði í færslu sinni á Twitter í morgun þar sem hún sagði frá því að hanskarnir færu á hilluna frægu. Guðbjörg er 36 ára gömul og vann fjóra Íslandsmeistaratitla með Val áður en hún hélt út í atvinnumennsku 2008. Síðan hefur hún leikið í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi í 13 ár. Hún spilaði 64 A-landsleiki fyrir Ísland frá árinu 2004 og fór með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót; EM 2009, 2013 og 2017. Fjölmargar þeirra sem léku með Guðbjörgu í landsliðinu tóku á Twitter í dag til að þakka henni fyrir samstarfið og hennar framlag til íslenskrar knattspyrnu. Þar á meðal eru Sif Atladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og fyrrum landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. Kveðjurnar má sjá að neðan. Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt. Takk fyrir allar stundirnar innan vallar - hlakka til enn fleiri utan vallar https://t.co/N7xG9GNUBa— Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) August 9, 2021 Frábær ferill @GuggaGunnars Heiður að fa að spila með og á móti þér #takkGugga https://t.co/DtDSEjoagS— Sif Atladóttir (@sifatla) August 9, 2021 Alveg mögnuð. Takk fyrir allt Guggan okkar allra https://t.co/Lz5zBVeO3u— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) August 9, 2021 skal fyrir þér Gugga þú ert geggjuð ! @GuggaGunnars #sælar https://t.co/lDG0zI1E14— Fanndís Friðriks (@fanndis90) August 9, 2021 Mögnuð ! Heiður að hafa spilað með þessari drottningu @GuggaGunnars https://t.co/PjfFs2tGfu— Sara Björk (@sarabjork18) August 9, 2021 Takk fyrir þitt framlag til Íslenskrar knattspyrnu. Takk fyrir okkar samstarf, einn litríkur karakter. Skilur mikið eftir þig. Mátt vera stolt af öllu sem þú hefur afrekað. Gangi þér vel á nýjum vettvangi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 9, 2021
Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann