Innlent

Ekki nýtt gos­op heldur gat í gíg­barminum

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Ekki var um að ræða nýtt gosop.
Ekki var um að ræða nýtt gosop.

Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki um nýtt gosop að ræða heldur myndaðist gat í gígbarminum þegar kraftur komst í gosið, en hann sást vel á vefmyndavél Vísis.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að gosstöðvunum á þriðja tímanum vegna slasaðs ferðamanns. Erlend kona hafði hrasað í miklum halla en þyrla Landhelgisgæslunnar var í næsta nágrenni við æfingar á varðskipinu Þór.

Konan var flutt til aðhlynningar á Landspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×