Segir það hlutverk lífs síns að vera eigandi Wrexham og mun alls ekki nota hugtakið „soccer“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 12:00 Ryan Reynolds er eigandi og stuðningsmaður Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni. Goal Hollywood-stjarnan Ryan Reynolds hefur leikið nokkur stór hlutverk til þessa á lífsleiðinni. Að hans mati er þó ekkert stærra en að vera eigandi knattspyrnufélagsins Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni um þessar mundir. „Þetta er hlutverk lífs míns, sem og Rob McElhenney,“ sagði Reynolds í viðtali við Sky fréttastofuna um nýtt hlutverk sitt og McElhenney en fyrr á þessu ári festu þeir kaup á Wrexham, knattspyrnuliði í Wales sem spilar þó í ensku deildarkeppninni. Síðan þá hafa þeir sett tvær milljónir punda í félagið sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í D-deildinni á síðustu leiktíð. Reynolds, sem æfði fótbolta í 10 ár á sínum yngri árum, er frá Kanada en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fleiri ár ætlar ekki að nota bandaríska orðið yfir fótbolta er hann kemur til Wales. Ástæan er frekar einföld í hans huga. „Ég mun aldrei kalla þetta soccer. Mér er of umhugað um eigin velferð til þess,“ sagði leikarinn kíminn að venju. Can t get to the Racecourse Ground fast enough. Game on. #UpTheTown @Wrexham_AFC pic.twitter.com/tOZ0vMZcSt— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 10, 2021 Wrexham verður 157 ára á þessu ári en félagið var stofnað árið 1854. Um er að ræða þriðja elsta knattspyrnufélag í heiminum. Reynolds vill anda þessari sögu að sér þegar hann kemst loksins til Wales en vegna kórónufaraldursins hafa eigendurnir ekki komist í hinn sögufræga bæ Wrexham. „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að fara á Racecourse-völlinn (heimavöll Wrexham) og eyða tíma á vellinum. Anda að okkur andrúmsloftinu og taka inn eins mikið að við getum. Svo viljum við koma að eins miklu og við getum í samfélaginu. Ég er mjög spenntur að upplifa allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Hollywood superstar Ryan Reynolds says being @Wrexham_AFC owner is the 'role of a lifetime' and that he hopes to visit the National League club soon | @VancityReynolds pic.twitter.com/0SYKNBXWaD— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 10, 2021 „Það er rík saga í bænum Wrexham og mikil ástríða fyrir knattspyrnufélaginu. Okkur líður eins og þetta tvennt sé tvinnað saman og við viljum lyfta bæði bænum og félaginu á hærri stall, gera það sýnilegra umheiminum,“ sagði Reynolds í viðtali sínu við Sky. Því til sönnunar má benda á stikluna hér að neðan en þeir Ryan og Rob hafa þegar hafist handa við framleiðslu á raunveruleikaþáttum sem snúa að félaginu. Wrexham var aðeins stigi frá því að komast í umspil E-deildarinnar á síðustu leiktíð en það er ljóst að þeir félagar Ryan og Rob stefna á að koma liðinu upp. Stærsta spurningin er hvort myndavélarnar muni trufla en þau sem hafa séð Netflix-þættina Sunderland ´Til I die muna hvernig það ævintýri fór. Fótbolti Enski boltinn Hollywood Wales Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
„Þetta er hlutverk lífs míns, sem og Rob McElhenney,“ sagði Reynolds í viðtali við Sky fréttastofuna um nýtt hlutverk sitt og McElhenney en fyrr á þessu ári festu þeir kaup á Wrexham, knattspyrnuliði í Wales sem spilar þó í ensku deildarkeppninni. Síðan þá hafa þeir sett tvær milljónir punda í félagið sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í D-deildinni á síðustu leiktíð. Reynolds, sem æfði fótbolta í 10 ár á sínum yngri árum, er frá Kanada en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fleiri ár ætlar ekki að nota bandaríska orðið yfir fótbolta er hann kemur til Wales. Ástæan er frekar einföld í hans huga. „Ég mun aldrei kalla þetta soccer. Mér er of umhugað um eigin velferð til þess,“ sagði leikarinn kíminn að venju. Can t get to the Racecourse Ground fast enough. Game on. #UpTheTown @Wrexham_AFC pic.twitter.com/tOZ0vMZcSt— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 10, 2021 Wrexham verður 157 ára á þessu ári en félagið var stofnað árið 1854. Um er að ræða þriðja elsta knattspyrnufélag í heiminum. Reynolds vill anda þessari sögu að sér þegar hann kemst loksins til Wales en vegna kórónufaraldursins hafa eigendurnir ekki komist í hinn sögufræga bæ Wrexham. „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að fara á Racecourse-völlinn (heimavöll Wrexham) og eyða tíma á vellinum. Anda að okkur andrúmsloftinu og taka inn eins mikið að við getum. Svo viljum við koma að eins miklu og við getum í samfélaginu. Ég er mjög spenntur að upplifa allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Hollywood superstar Ryan Reynolds says being @Wrexham_AFC owner is the 'role of a lifetime' and that he hopes to visit the National League club soon | @VancityReynolds pic.twitter.com/0SYKNBXWaD— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 10, 2021 „Það er rík saga í bænum Wrexham og mikil ástríða fyrir knattspyrnufélaginu. Okkur líður eins og þetta tvennt sé tvinnað saman og við viljum lyfta bæði bænum og félaginu á hærri stall, gera það sýnilegra umheiminum,“ sagði Reynolds í viðtali sínu við Sky. Því til sönnunar má benda á stikluna hér að neðan en þeir Ryan og Rob hafa þegar hafist handa við framleiðslu á raunveruleikaþáttum sem snúa að félaginu. Wrexham var aðeins stigi frá því að komast í umspil E-deildarinnar á síðustu leiktíð en það er ljóst að þeir félagar Ryan og Rob stefna á að koma liðinu upp. Stærsta spurningin er hvort myndavélarnar muni trufla en þau sem hafa séð Netflix-þættina Sunderland ´Til I die muna hvernig það ævintýri fór.
Fótbolti Enski boltinn Hollywood Wales Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira