Betur sjá augu en auga Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 16:01 Íslendingar eru leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar á sjávarauðlindinni að flestra mati. Með tímanum höfum við lært að umgangast og nýta fiskistofna með það að markmiði að fiskveiðar séu sjálfbærar. Hafrannsóknarstofnun Íslands rannsakar og mælir stærð fiskistofna og í framhaldi leggur til veiðiráðgjöf. Undanfarin ár höfum við farið að langmestu leyti að tillögum Hafró sem er vissulega breyting frá þeim tíma þar sem reglan var að ráðherra bætti við. Það er óumdeilt að Hafrannsóknarstofnun Íslands er ramminn utan um þær rannsóknir sem grundvalla tillögur að stofnstærð fiskistofna. Sitt sýnist hverjum um ráðgjöfina, ekki síst þegar samdráttur er í aflamarki. Á næsta fiskveiðiári er samdráttur í aflaheimildum þorsks 13%. Eðlilega bregst útgerð og fiskvinnsla við og gagnrýnisraddir eru töluverðar. Skoðun margra sem hafa stundað fiskveiðar árum og áratugum saman er að þorskur sé um allan sjó nú um mundir og hafi verið að aukast undanfarin ár. Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Ekki er að efast um færni og hæfni þeirra sem þar starfa og eflaust er þar notast við viðurkenndar aðferðir enda stofnunin virt sem slík erlendis. Á sama tíma er viðurkennt að aðferðafræðin er ekki óskeikul frekar en vísindin. Miklar deilur spretta oft upp um ráðgjöf Hafró og þá ekki síst aðferðafræðina sem lögð er til grundvallar tillögum að aflamarki. Við háskólann á Akureyri er rekin öflug auðlindadeild þar sem meðal annars er kennd sjávarútvegsfræði, líftækni, stjórnun sjávarauðlinda og fleira. Gæti verið skynsamlegt að koma á fót hafrannsóknardeild við HA sem hefði meðal annars það hlutverk að yfirfara tillögur Hafró. Deildinn við háskólann á Akureyri gæti stundað sjálfstæðar rannsóknir eins og efni og ástæður gefa tilefni til, megin hlutverkið væri að sannreyna niðurstöður Hafró. Koma með aðra sýn, tillögur, yfirfara útreikninga, aðferðir o.s. frv. Markmiðin geta verið nokkur, t.d: 1. Auka trú á aðferðir og niðurstöður Hafró. 2. Minnka óþarfa deilur um aðferðir og ráðgjöf. 3. Efla Háskólann á Akureyri. 4. Fjölga þeim sem stunda rannsóknir og vísindi hafsins. Markmið er ekki að grafa undan Hafrannsóknarstofnun en það gæti verið það fyrsta sem væri hrópað upp ! Það væri allavega gott fyrir Hafró að hafa bakstuðning frá svona deild, jafnvel þótt að stundum kæmi þaðan gagnrýni eða tillögur um eitthvað annað en Hafró leggur til. Á endanum verður til enn sterkari Hafrannsóknarstofnun með enn betri gögn, aðferðir og ráðgjöf. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Sigurður Páll Jónsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar á sjávarauðlindinni að flestra mati. Með tímanum höfum við lært að umgangast og nýta fiskistofna með það að markmiði að fiskveiðar séu sjálfbærar. Hafrannsóknarstofnun Íslands rannsakar og mælir stærð fiskistofna og í framhaldi leggur til veiðiráðgjöf. Undanfarin ár höfum við farið að langmestu leyti að tillögum Hafró sem er vissulega breyting frá þeim tíma þar sem reglan var að ráðherra bætti við. Það er óumdeilt að Hafrannsóknarstofnun Íslands er ramminn utan um þær rannsóknir sem grundvalla tillögur að stofnstærð fiskistofna. Sitt sýnist hverjum um ráðgjöfina, ekki síst þegar samdráttur er í aflamarki. Á næsta fiskveiðiári er samdráttur í aflaheimildum þorsks 13%. Eðlilega bregst útgerð og fiskvinnsla við og gagnrýnisraddir eru töluverðar. Skoðun margra sem hafa stundað fiskveiðar árum og áratugum saman er að þorskur sé um allan sjó nú um mundir og hafi verið að aukast undanfarin ár. Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Ekki er að efast um færni og hæfni þeirra sem þar starfa og eflaust er þar notast við viðurkenndar aðferðir enda stofnunin virt sem slík erlendis. Á sama tíma er viðurkennt að aðferðafræðin er ekki óskeikul frekar en vísindin. Miklar deilur spretta oft upp um ráðgjöf Hafró og þá ekki síst aðferðafræðina sem lögð er til grundvallar tillögum að aflamarki. Við háskólann á Akureyri er rekin öflug auðlindadeild þar sem meðal annars er kennd sjávarútvegsfræði, líftækni, stjórnun sjávarauðlinda og fleira. Gæti verið skynsamlegt að koma á fót hafrannsóknardeild við HA sem hefði meðal annars það hlutverk að yfirfara tillögur Hafró. Deildinn við háskólann á Akureyri gæti stundað sjálfstæðar rannsóknir eins og efni og ástæður gefa tilefni til, megin hlutverkið væri að sannreyna niðurstöður Hafró. Koma með aðra sýn, tillögur, yfirfara útreikninga, aðferðir o.s. frv. Markmiðin geta verið nokkur, t.d: 1. Auka trú á aðferðir og niðurstöður Hafró. 2. Minnka óþarfa deilur um aðferðir og ráðgjöf. 3. Efla Háskólann á Akureyri. 4. Fjölga þeim sem stunda rannsóknir og vísindi hafsins. Markmið er ekki að grafa undan Hafrannsóknarstofnun en það gæti verið það fyrsta sem væri hrópað upp ! Það væri allavega gott fyrir Hafró að hafa bakstuðning frá svona deild, jafnvel þótt að stundum kæmi þaðan gagnrýni eða tillögur um eitthvað annað en Hafró leggur til. Á endanum verður til enn sterkari Hafrannsóknarstofnun með enn betri gögn, aðferðir og ráðgjöf. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun