Betur sjá augu en auga Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 16:01 Íslendingar eru leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar á sjávarauðlindinni að flestra mati. Með tímanum höfum við lært að umgangast og nýta fiskistofna með það að markmiði að fiskveiðar séu sjálfbærar. Hafrannsóknarstofnun Íslands rannsakar og mælir stærð fiskistofna og í framhaldi leggur til veiðiráðgjöf. Undanfarin ár höfum við farið að langmestu leyti að tillögum Hafró sem er vissulega breyting frá þeim tíma þar sem reglan var að ráðherra bætti við. Það er óumdeilt að Hafrannsóknarstofnun Íslands er ramminn utan um þær rannsóknir sem grundvalla tillögur að stofnstærð fiskistofna. Sitt sýnist hverjum um ráðgjöfina, ekki síst þegar samdráttur er í aflamarki. Á næsta fiskveiðiári er samdráttur í aflaheimildum þorsks 13%. Eðlilega bregst útgerð og fiskvinnsla við og gagnrýnisraddir eru töluverðar. Skoðun margra sem hafa stundað fiskveiðar árum og áratugum saman er að þorskur sé um allan sjó nú um mundir og hafi verið að aukast undanfarin ár. Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Ekki er að efast um færni og hæfni þeirra sem þar starfa og eflaust er þar notast við viðurkenndar aðferðir enda stofnunin virt sem slík erlendis. Á sama tíma er viðurkennt að aðferðafræðin er ekki óskeikul frekar en vísindin. Miklar deilur spretta oft upp um ráðgjöf Hafró og þá ekki síst aðferðafræðina sem lögð er til grundvallar tillögum að aflamarki. Við háskólann á Akureyri er rekin öflug auðlindadeild þar sem meðal annars er kennd sjávarútvegsfræði, líftækni, stjórnun sjávarauðlinda og fleira. Gæti verið skynsamlegt að koma á fót hafrannsóknardeild við HA sem hefði meðal annars það hlutverk að yfirfara tillögur Hafró. Deildinn við háskólann á Akureyri gæti stundað sjálfstæðar rannsóknir eins og efni og ástæður gefa tilefni til, megin hlutverkið væri að sannreyna niðurstöður Hafró. Koma með aðra sýn, tillögur, yfirfara útreikninga, aðferðir o.s. frv. Markmiðin geta verið nokkur, t.d: 1. Auka trú á aðferðir og niðurstöður Hafró. 2. Minnka óþarfa deilur um aðferðir og ráðgjöf. 3. Efla Háskólann á Akureyri. 4. Fjölga þeim sem stunda rannsóknir og vísindi hafsins. Markmið er ekki að grafa undan Hafrannsóknarstofnun en það gæti verið það fyrsta sem væri hrópað upp ! Það væri allavega gott fyrir Hafró að hafa bakstuðning frá svona deild, jafnvel þótt að stundum kæmi þaðan gagnrýni eða tillögur um eitthvað annað en Hafró leggur til. Á endanum verður til enn sterkari Hafrannsóknarstofnun með enn betri gögn, aðferðir og ráðgjöf. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Sigurður Páll Jónsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar á sjávarauðlindinni að flestra mati. Með tímanum höfum við lært að umgangast og nýta fiskistofna með það að markmiði að fiskveiðar séu sjálfbærar. Hafrannsóknarstofnun Íslands rannsakar og mælir stærð fiskistofna og í framhaldi leggur til veiðiráðgjöf. Undanfarin ár höfum við farið að langmestu leyti að tillögum Hafró sem er vissulega breyting frá þeim tíma þar sem reglan var að ráðherra bætti við. Það er óumdeilt að Hafrannsóknarstofnun Íslands er ramminn utan um þær rannsóknir sem grundvalla tillögur að stofnstærð fiskistofna. Sitt sýnist hverjum um ráðgjöfina, ekki síst þegar samdráttur er í aflamarki. Á næsta fiskveiðiári er samdráttur í aflaheimildum þorsks 13%. Eðlilega bregst útgerð og fiskvinnsla við og gagnrýnisraddir eru töluverðar. Skoðun margra sem hafa stundað fiskveiðar árum og áratugum saman er að þorskur sé um allan sjó nú um mundir og hafi verið að aukast undanfarin ár. Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Ekki er að efast um færni og hæfni þeirra sem þar starfa og eflaust er þar notast við viðurkenndar aðferðir enda stofnunin virt sem slík erlendis. Á sama tíma er viðurkennt að aðferðafræðin er ekki óskeikul frekar en vísindin. Miklar deilur spretta oft upp um ráðgjöf Hafró og þá ekki síst aðferðafræðina sem lögð er til grundvallar tillögum að aflamarki. Við háskólann á Akureyri er rekin öflug auðlindadeild þar sem meðal annars er kennd sjávarútvegsfræði, líftækni, stjórnun sjávarauðlinda og fleira. Gæti verið skynsamlegt að koma á fót hafrannsóknardeild við HA sem hefði meðal annars það hlutverk að yfirfara tillögur Hafró. Deildinn við háskólann á Akureyri gæti stundað sjálfstæðar rannsóknir eins og efni og ástæður gefa tilefni til, megin hlutverkið væri að sannreyna niðurstöður Hafró. Koma með aðra sýn, tillögur, yfirfara útreikninga, aðferðir o.s. frv. Markmiðin geta verið nokkur, t.d: 1. Auka trú á aðferðir og niðurstöður Hafró. 2. Minnka óþarfa deilur um aðferðir og ráðgjöf. 3. Efla Háskólann á Akureyri. 4. Fjölga þeim sem stunda rannsóknir og vísindi hafsins. Markmið er ekki að grafa undan Hafrannsóknarstofnun en það gæti verið það fyrsta sem væri hrópað upp ! Það væri allavega gott fyrir Hafró að hafa bakstuðning frá svona deild, jafnvel þótt að stundum kæmi þaðan gagnrýni eða tillögur um eitthvað annað en Hafró leggur til. Á endanum verður til enn sterkari Hafrannsóknarstofnun með enn betri gögn, aðferðir og ráðgjöf. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun