Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði skýjað að mestu en bjart inn til landsins, fyrir norðan og á Vestfjörðum.
Áfram verður hlýtt þar sem hiti verður þrettán til tuttugu stig yfir daginn, hlýjast norðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Breytileg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum, en norðaustan 5-10 m/s og dálítil væta með SA-ströndinni. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast inn til landsins.
Á föstudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, lítilsháttar ringing A-lands fram eftir degi, en bjartviðri SV-til. Kólnar lítillega fyrir norðan og austan.
Á laugardag: Norðan 5-10 m/s, skýjað og þurrt að mestu en bjart sunnanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast syðst.
Á sunnudag: Suðvestlæg átt með dálítilli rigninu en þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti 9 til 14 stig.
Á mánudag: Suðvestanátt og skýjað vestanlands en bjart yfir austantil. Hlýnar aftur, hiti 13 til 19 stig.
Á þriðjudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með rigningu eða súld með köflum um vestanvert landið en bjart og hlýtt fyrir austan.