Auglýsing á Facebook síðunni Brask og brall.is vakti athygli í gær en þar auglýsir Konráð; Leiktæki fyrir lengra komna.

Á myndunum má sjá rúm, rólu, bekk og kross en er óskað eftir tilboðum.
Fram kemur að kostnaðarverðið fyrir herlegheitin er í heildina yfir hálfa milljón króna.
„Ég er opinn fyrir öllum tilboðum og það þarf ekki endilega að kaupa allt saman en þetta er auðvitað sérsmíðað og kostar bara pening“.
Aðspurður segist Konráð hafa fundið fyrir miklum áhuga en ekki enn hafa fengið nógu gott tilboð.
Skilur ekki hvers vegna þetta þarf að vera tabú
Konráð hefur rekið fyrirtækið Sexroom.is í rúmt ár og hefur nú ákveðið að loka rekstrinum.
„Þetta hefur komið svona í bylgjum, stundum er mikið og stundum minna en ég ætla að loka þessu núna og snúa mér að öðru.“
Konráð segir að þrátt fyrir þessa ákvörðun að loka finnist honum vera mikill vettvangur fyrir starfsemi eins og Sexroom.is á Íslandi og hann skilji ekki fordómana og feimnina í fólki.
Ég hef alveg prófað þetta sjálfur og þetta er mjög gaman, ég skil ekki af hverju þetta er svona mikið tabú eins og allt er í dag.
Ertu sjálfur í BDSM félaginu eða skilgreinir þig sem BDSM hneigðan?
„Nei, reyndar ekki,“ segir Konráð og hlær. „Ætli þetta sé ekki meira bara svona hobbí“.
Konráð segist hlakka til að snúa sér að öðrum verkefnum og hyggst hann setja húsnæði Sexroom.is á Laugarvegi 163, á sölu á næstu dögum.
„Nú eru það bara ný ævintýri.“ Segir Konráð að lokum.