Þjálfarar í hefndarhug berjast um bikar í Belfast Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 13:30 Unai Emery og Thomas Tuchel mætast á hliðarlínunni í kvöld. EPA/Samsett Ofurbikar Evrópu fer fram í kvöld þar sem Chelsea, sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu, og Villareal, sigurvegarar Evrópudeildarinnar, mætast. Reikna má með hörku lið þó bæði lið mæti löskuð til leiks. Síðasta tímabil í Evrópuboltanum var langt og strangt út af ýmsum ástæðum, þá aðallega kórónuveirufaraldrinum. Eftir það tók Evrópumótið við og svo Ólympíuleikar. Því eru flest stórlið Evrópu enn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, verið er að ganga frá félagaskiptum og stórstjörnur að koma úr sumarfríi. Það breytir því ekki að bæði lið munu eflaust geta stillt upp firnasterkum byrjunarliðum í kvöld. Timo Werner vill eflaust sanna sig í framlínu Chelsea þar sem Romelu Lukaku er á leiðinni að hirða stöðu hans í byrjunarliðinu. The fantastic Windsor Park hosts its first major UEFA club event with tonight's #SuperCup.Find out about the stadium's redevelopment, UEFA support, and how the @IrishFA is developing the game at home: — UEFA (@UEFA) August 11, 2021 Segja má að þjálfarar beggja liða séu í hefndarhug en öðrum var sparkað frá París-Saint Germain og hinum frá Arsenal. Báðir þjálfarar sýndu hvað í þeim býr á síðustu leiktíð og stefna á frekari verðlaun í kvöld. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur nú þegar farið með liðið í tvo úrslitaleiki. Liðið tapaði nokkuð óvænt 0-1 fyrir Leicester City í úrslitum FA-bikarsins en lagði Manchester City að velli 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá sigur gaf liðinu farseðilinn í Ofurbikar Evrópu þar sem Tuchel stefnir á að bæta bikar númer tvö í safnið. Hinum megin er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Hans fyrrum lið var heillum horfið á síðustu leiktíð á meðan Villareal endaði í 7. sæti en tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri í Evrópudeildinni. Hann líkt og Tuchel vill minna fólk á hvers hann er megnugur með því að leggja stjörnuprýtt lið Chelsea í kvöld. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands sem þýðir að Chelsea þarf ekki að ferðast langt í leikinn. Hvort það skipti höfuðmáli kemur einfaldlega í ljós í kvöld. Fótbolti Ofurbikar UEFA Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Síðasta tímabil í Evrópuboltanum var langt og strangt út af ýmsum ástæðum, þá aðallega kórónuveirufaraldrinum. Eftir það tók Evrópumótið við og svo Ólympíuleikar. Því eru flest stórlið Evrópu enn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, verið er að ganga frá félagaskiptum og stórstjörnur að koma úr sumarfríi. Það breytir því ekki að bæði lið munu eflaust geta stillt upp firnasterkum byrjunarliðum í kvöld. Timo Werner vill eflaust sanna sig í framlínu Chelsea þar sem Romelu Lukaku er á leiðinni að hirða stöðu hans í byrjunarliðinu. The fantastic Windsor Park hosts its first major UEFA club event with tonight's #SuperCup.Find out about the stadium's redevelopment, UEFA support, and how the @IrishFA is developing the game at home: — UEFA (@UEFA) August 11, 2021 Segja má að þjálfarar beggja liða séu í hefndarhug en öðrum var sparkað frá París-Saint Germain og hinum frá Arsenal. Báðir þjálfarar sýndu hvað í þeim býr á síðustu leiktíð og stefna á frekari verðlaun í kvöld. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur nú þegar farið með liðið í tvo úrslitaleiki. Liðið tapaði nokkuð óvænt 0-1 fyrir Leicester City í úrslitum FA-bikarsins en lagði Manchester City að velli 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá sigur gaf liðinu farseðilinn í Ofurbikar Evrópu þar sem Tuchel stefnir á að bæta bikar númer tvö í safnið. Hinum megin er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Hans fyrrum lið var heillum horfið á síðustu leiktíð á meðan Villareal endaði í 7. sæti en tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri í Evrópudeildinni. Hann líkt og Tuchel vill minna fólk á hvers hann er megnugur með því að leggja stjörnuprýtt lið Chelsea í kvöld. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands sem þýðir að Chelsea þarf ekki að ferðast langt í leikinn. Hvort það skipti höfuðmáli kemur einfaldlega í ljós í kvöld.
Fótbolti Ofurbikar UEFA Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira