Harðstjórinn hættur eftir aðeins sjö vikur hjá Íslendingaliði Esbjerg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 15:01 Hyballa á æfingu hjá Esbjerg. Esbjerg Hinn þýski Peter Hyballa hefur látið af störfum sem þjálfari danska knattspyrnuliðsins Esbjerg. Hann tók við eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara en entist aðeins sjö vikur. Ólafur Kristjánsson stýrði Esbjerg á síðustu leiktíð en var látinn fara er ljóst var að félagið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Peter Hyballa kom í hans stað og átti að stýra þeim Andra Rúnari Bjarnasyni og Ísaki Óla Ólafssyni upp í efstu deild. Hann entist aðeins í sjö vikur en tókst samt sem áður á þeim tíma að kveikja marga elda. Aðferðir Hyballa voru harkalegar gagnrýndar og vildu leikmenn liðsins losna við hann sökum þeirra. Leikmannsamtök Danmerkur voru komin í málið og leikmenn skrifuðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem stjórn félagsins var beðin um láta Hyballa taka poka sinn. Lige en detalje om Peter Hyballa. Han er ikke fyret, men har ifølge mine oplysninger selv sagt op.— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) August 11, 2021 Félagið neitaði að láta Hyballa fara svo hann tók málin í eigin hendur. Hann ku hafa sagt upp störfum í dag og Esbjerg er því enn á ný í þjálfaraleit. Hollendingurinn Rafael van der Vaart var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins. Hvort hann muni taka við liðinu á eftir að koma í ljós. Hinn 38 ára gamli Van der Vaart lék á sínum tíma 109 landsleiki fyrir Holland ásamt því að spila fyrir stórlið á borð við Real Madrid og Tottenham Hotspur. Hann spilaði þrjá leiki með Esbjerg áður en hann lagði skóna á hilluna 2018. Byd velkommen til @rafvdvaart, der er ny assistenttræner og klubambassadør i EfB:https://t.co/u8p0NSsaPI— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 10, 2021 Þegar þremur leikjum er lokið í dönsku B-deildinni er Esbjerg í 11. sæti af 12 liðum með eitt stig að loknum þremur leikjum. Liðið hefur skorað tvö mörk en fengið á sig níu. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01 Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ólafur Kristjánsson stýrði Esbjerg á síðustu leiktíð en var látinn fara er ljóst var að félagið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Peter Hyballa kom í hans stað og átti að stýra þeim Andra Rúnari Bjarnasyni og Ísaki Óla Ólafssyni upp í efstu deild. Hann entist aðeins í sjö vikur en tókst samt sem áður á þeim tíma að kveikja marga elda. Aðferðir Hyballa voru harkalegar gagnrýndar og vildu leikmenn liðsins losna við hann sökum þeirra. Leikmannsamtök Danmerkur voru komin í málið og leikmenn skrifuðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem stjórn félagsins var beðin um láta Hyballa taka poka sinn. Lige en detalje om Peter Hyballa. Han er ikke fyret, men har ifølge mine oplysninger selv sagt op.— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) August 11, 2021 Félagið neitaði að láta Hyballa fara svo hann tók málin í eigin hendur. Hann ku hafa sagt upp störfum í dag og Esbjerg er því enn á ný í þjálfaraleit. Hollendingurinn Rafael van der Vaart var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins. Hvort hann muni taka við liðinu á eftir að koma í ljós. Hinn 38 ára gamli Van der Vaart lék á sínum tíma 109 landsleiki fyrir Holland ásamt því að spila fyrir stórlið á borð við Real Madrid og Tottenham Hotspur. Hann spilaði þrjá leiki með Esbjerg áður en hann lagði skóna á hilluna 2018. Byd velkommen til @rafvdvaart, der er ny assistenttræner og klubambassadør i EfB:https://t.co/u8p0NSsaPI— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 10, 2021 Þegar þremur leikjum er lokið í dönsku B-deildinni er Esbjerg í 11. sæti af 12 liðum með eitt stig að loknum þremur leikjum. Liðið hefur skorað tvö mörk en fengið á sig níu.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01 Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01
Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01
Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01