Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 16:19 Matthew Coleman og sonur hans fyrir tæpu ári síðan. Instagram Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. Hinn fjörutíu ára gamli Matthew Taylor Coleman myrti tveggja ára son sinn og tíu mánaða dóttur sína um síðustu helgi. Hann tók börnin af heimili þeirra og fór með þau til Mexíkó þar sem hann skaut þau með spjótbyssu. Hann var svo handtekinn við að reyna að komast einn aftur inn í Bandaríkin. Farið er yfir málið í frétt Washington Post. Þar segir að Coleman hafi ætlað að fara í útilegu með börnum sínum og eiginkonu sinni. Þess í stað laumaðist hann á brott með börnunum áður en sólin reis á síðasta laugardag. Frá heimili þeirra í Santa Barbara í Kaliforníu keyrði hann til Mexíkó, þar sem hann myrti þau. Taldi börnin ekki í hættu Eiginkona Coleman hringdi á lögregluna eftir að hún uppgötvaði að hann hefði farið með börn þeirra. Hún sagðist þó ekki telja þau í hættu. Hún hringdi aftur í lögregluna á sunnudaginn og tilkynnti börnin formlega týnd. Þá sagði hún þau hjón ekki eiga í neinum vandræðum og þau hefðu ekki staðið í rifrildi eða öðru sem útskýrði af hverju Coleman hafði tekið börnin. Það var ekki fyrr en á mánudaginn sem Coleman sneri aftur til Bandaríkjanna, án barnanna. Hann var handtekinn og þá fannst blóð á skráningarskírteini bíls hans. Taldi börnin eðlufólk Við yfirheyrslu játaði Coleman að hafa myrt börn sín. Hann sagðist hafa fengið uppljómun í tengslum við samsæriskenningar sem tengjast QAnon og Illuminati. Samsæriskenningar þessar fjalla meðal annars um það að leynilegur hópur stjórni heiminum úr skuggunum og eðlufólk, svo eitthvað sé nefnt. Coleman sagðist í þeirri trú að eiginkona hans bæri eðluerfðaefni og börnin þar af leiðandi líka. Hann sagðist hafa myrt börn sín til að bjarga heiminum frá skrímslum. Í eðsvarinni yfirlýsingu sem útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem ræddi við Coleman skrifaði sagði hún hann hafa vitað að það sem hann gerði væri rangt. Hann hafi þó talið það að myrða börnin sína það eina sem hann gæti gert. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC7 í Kaliforníu um morðin. Í frétt ABC7 segir að lík barnanna hafi fundist á búgarði nærri Rosarito í Mexíkó. Þar hafði Coleman tékkað sig inn á hótel á laugardaginn. CBS hefur eftir embættismönnum í Mexíkó að upptökur úr öryggismyndavélum sýni Coleman fara af hótelinu með börnin fyrir dagsupprás á mánudaginn. Hann kom svo aftur á hótelið einn og tékkaði sig út. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samsæriskenningar sem tengjast QAnon eru sagðar leiða til ofbeldis. Þær snúast um margskonar fjarstæðukennda hluti en á grunni þess að valdamiklir djöfladýrkendi barnaníðingar stjórni heiminum á bakvið tjöldin. Bandaríkin Tengdar fréttir Parler snýr aftur eftir að hafa verið sparkað af internetinu Samfélagsmiðilinn Parler er kominn aftur í loftið um mánuði eftir að Amazon og aðrir tæknirisar kipptu fótunum undan miðlinum í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið. 15. febrúar 2021 22:09 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hinn fjörutíu ára gamli Matthew Taylor Coleman myrti tveggja ára son sinn og tíu mánaða dóttur sína um síðustu helgi. Hann tók börnin af heimili þeirra og fór með þau til Mexíkó þar sem hann skaut þau með spjótbyssu. Hann var svo handtekinn við að reyna að komast einn aftur inn í Bandaríkin. Farið er yfir málið í frétt Washington Post. Þar segir að Coleman hafi ætlað að fara í útilegu með börnum sínum og eiginkonu sinni. Þess í stað laumaðist hann á brott með börnunum áður en sólin reis á síðasta laugardag. Frá heimili þeirra í Santa Barbara í Kaliforníu keyrði hann til Mexíkó, þar sem hann myrti þau. Taldi börnin ekki í hættu Eiginkona Coleman hringdi á lögregluna eftir að hún uppgötvaði að hann hefði farið með börn þeirra. Hún sagðist þó ekki telja þau í hættu. Hún hringdi aftur í lögregluna á sunnudaginn og tilkynnti börnin formlega týnd. Þá sagði hún þau hjón ekki eiga í neinum vandræðum og þau hefðu ekki staðið í rifrildi eða öðru sem útskýrði af hverju Coleman hafði tekið börnin. Það var ekki fyrr en á mánudaginn sem Coleman sneri aftur til Bandaríkjanna, án barnanna. Hann var handtekinn og þá fannst blóð á skráningarskírteini bíls hans. Taldi börnin eðlufólk Við yfirheyrslu játaði Coleman að hafa myrt börn sín. Hann sagðist hafa fengið uppljómun í tengslum við samsæriskenningar sem tengjast QAnon og Illuminati. Samsæriskenningar þessar fjalla meðal annars um það að leynilegur hópur stjórni heiminum úr skuggunum og eðlufólk, svo eitthvað sé nefnt. Coleman sagðist í þeirri trú að eiginkona hans bæri eðluerfðaefni og börnin þar af leiðandi líka. Hann sagðist hafa myrt börn sín til að bjarga heiminum frá skrímslum. Í eðsvarinni yfirlýsingu sem útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem ræddi við Coleman skrifaði sagði hún hann hafa vitað að það sem hann gerði væri rangt. Hann hafi þó talið það að myrða börnin sína það eina sem hann gæti gert. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC7 í Kaliforníu um morðin. Í frétt ABC7 segir að lík barnanna hafi fundist á búgarði nærri Rosarito í Mexíkó. Þar hafði Coleman tékkað sig inn á hótel á laugardaginn. CBS hefur eftir embættismönnum í Mexíkó að upptökur úr öryggismyndavélum sýni Coleman fara af hótelinu með börnin fyrir dagsupprás á mánudaginn. Hann kom svo aftur á hótelið einn og tékkaði sig út. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samsæriskenningar sem tengjast QAnon eru sagðar leiða til ofbeldis. Þær snúast um margskonar fjarstæðukennda hluti en á grunni þess að valdamiklir djöfladýrkendi barnaníðingar stjórni heiminum á bakvið tjöldin.
Bandaríkin Tengdar fréttir Parler snýr aftur eftir að hafa verið sparkað af internetinu Samfélagsmiðilinn Parler er kominn aftur í loftið um mánuði eftir að Amazon og aðrir tæknirisar kipptu fótunum undan miðlinum í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið. 15. febrúar 2021 22:09 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Parler snýr aftur eftir að hafa verið sparkað af internetinu Samfélagsmiðilinn Parler er kominn aftur í loftið um mánuði eftir að Amazon og aðrir tæknirisar kipptu fótunum undan miðlinum í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið. 15. febrúar 2021 22:09
Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32
Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07