Reginn hefur hagnast um rúmlega þrjá og hálfan milljarð króna það sem af er ári Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 10:18 Smáralind er stærsta einstaka eign Regins. Vísir/Arnar Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar til 30. júní 2021 var samþykktur af stjórn þann 12. ágúst 2021. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 3.524 milljónir króna og hækkar um 16 prósent frá sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu frá Regin segir að afkoma félagsins sé í samræmi við áætlanir og reksturinn sé traustur og fjárhagur sterkur. Greinileg og sterk batamerki séu í viðskiptaumhverfi félagsins. Áhrif Covid-19 minnka Samkvæmt tilkynningunni gætir enn nokkurra Covid-19 áhrifa í rekstri félagsins en að þau séu takmörkuð og í takt við áætlanir. Þá segir að greiðslugeta og greiðsluvilji viðskiptamanna félagsins sé að mestu kominn í eðlilegt horf. Eignasafn Regins er metið á 153 milljarða króna Reginn á alls 113 fasteignir sem eru alls um 382 þúsund fermetrar. Heildarvirði eignanna er 153.235 milljónir króna. Útleiguhlutfall á safni Regins er um 96% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Það er mat stjórnenda að enn gæti óvissu sem tengist Covid-19 faraldrinum en hún fari minnkandi. Forsendur um áhrif innlendrar og erlendrar eftirspurnar á sjóðstreymi einstakra eigna hafa verið endurmetnar. Stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á horfur framundan Fjárhagsstaða félagsins er sterk og fjárhagsleg skilyrði vel innan marka lánaskilmála, eiginfjárhlutfall 31,1 prósent en skilyrði er 25 prósent. Í lok tímabilsins var handbært fé 2.144 milljónir króna og auk þess hafði félagið aðgang að ónýttum lánalínum að fjárhæð 4.700 milljónir króna í lok tímabilsins. Góður árangur hefur náðst í rekstri eigna félagsins sem og rekstri í fasteignum. Hluta af þeim árangri má rekja til aukinna áherslna á sjálfbærni og vottun eignasafnsins. Á fyrri helming ársins hafa verið gerðir leigusamningar vegna 13.700 m2 sem er um þriðjungs aukning frá sama tímabili fyrir ári. Hefur sótt 28 milljarða lánsfjármagns á árinu Reginn hefur sótt sér 28 milljarða króna lánsfjármagn, bæði hjá lánastofnunum og með skuldabréfaútgáfum. Sé litið til síðustu tveggja ára hefur félagið sótt sér 58 milljarða króna í hagstæðari fjármögnun og þannig lækkað meðalvexti verðtryggðra lána um eitt prósentustig á sama tímabili. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Kauphöllin Reginn Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í tilkynningu frá Regin segir að afkoma félagsins sé í samræmi við áætlanir og reksturinn sé traustur og fjárhagur sterkur. Greinileg og sterk batamerki séu í viðskiptaumhverfi félagsins. Áhrif Covid-19 minnka Samkvæmt tilkynningunni gætir enn nokkurra Covid-19 áhrifa í rekstri félagsins en að þau séu takmörkuð og í takt við áætlanir. Þá segir að greiðslugeta og greiðsluvilji viðskiptamanna félagsins sé að mestu kominn í eðlilegt horf. Eignasafn Regins er metið á 153 milljarða króna Reginn á alls 113 fasteignir sem eru alls um 382 þúsund fermetrar. Heildarvirði eignanna er 153.235 milljónir króna. Útleiguhlutfall á safni Regins er um 96% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi. Það er mat stjórnenda að enn gæti óvissu sem tengist Covid-19 faraldrinum en hún fari minnkandi. Forsendur um áhrif innlendrar og erlendrar eftirspurnar á sjóðstreymi einstakra eigna hafa verið endurmetnar. Stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á horfur framundan Fjárhagsstaða félagsins er sterk og fjárhagsleg skilyrði vel innan marka lánaskilmála, eiginfjárhlutfall 31,1 prósent en skilyrði er 25 prósent. Í lok tímabilsins var handbært fé 2.144 milljónir króna og auk þess hafði félagið aðgang að ónýttum lánalínum að fjárhæð 4.700 milljónir króna í lok tímabilsins. Góður árangur hefur náðst í rekstri eigna félagsins sem og rekstri í fasteignum. Hluta af þeim árangri má rekja til aukinna áherslna á sjálfbærni og vottun eignasafnsins. Á fyrri helming ársins hafa verið gerðir leigusamningar vegna 13.700 m2 sem er um þriðjungs aukning frá sama tímabili fyrir ári. Hefur sótt 28 milljarða lánsfjármagns á árinu Reginn hefur sótt sér 28 milljarða króna lánsfjármagn, bæði hjá lánastofnunum og með skuldabréfaútgáfum. Sé litið til síðustu tveggja ára hefur félagið sótt sér 58 milljarða króna í hagstæðari fjármögnun og þannig lækkað meðalvexti verðtryggðra lána um eitt prósentustig á sama tímabili.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Kauphöllin Reginn Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira