Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2021 07:00 Ferðalangar úti á nýstorknuðu hrauninu. Undir niðri getur leynst rauðglóandi kvika. Kristján Kristinsson Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. Það var að kvöldi 19. mars sem eldgos hófst í Geldingadölum. Síðan eru liðnir tæpir fimm mánuðir og ekki sér fyrir endann á því. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segist ekki geta neitað því að hans ósk væri að gosinu færi að ljúka. „Mér leiðist gosið ekkert sem slíkt,“ segir Gunnar og bætir við að komandi vetrarveður og mikill fólksfjöldi geti boðið upp á aðstæður sem tilefni sé til að hafa áhyggjur af. „Já við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft frá upphafi. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt það er. Að fara út á nýstorknað yfriborð hrauns og treysta á að það haldi. Undir niðri getur verið rauðglóandi kvika,“ segir Gunnar. Hann útilokar ekki að stórslyss gæti átt sér stað láti fólk ekki af hegðun sinni. „Reyndar er þetta mjög lítill minnihluti fólks sem gerir þetta, en það er rétt að minna á að eldgosið hefur staðið yfir í um fimm mánuði. Hátt í þriðja hundrað þúsund hafa komið á eldstöðvarnar sem gerir það væntanlega að fjölmennasta ferðastað á landinu þetta árið.“ Hann hrósar björgunarsveitum fyrir viðbragð sitt og segir ávallt hægt að treysta á þær. „En maður hefur áhyggjur af langvarandi álagi á þetta björgunarsveitarfólk.“ Síðustu vikur hefur hraunflæðið ekki verið í áttina að Suðurstrandarvegi heldur í austurátt yfir í Merardali. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar. Þótt það flæði yfir eftir einhverjar vikur eins og einhverjir vísindamenn segja þá eru þar einhverjir kílómetrar til suðurs þar sem hraunið þyrfti að renna áður en það næði Suðurstrandarvegi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Það var að kvöldi 19. mars sem eldgos hófst í Geldingadölum. Síðan eru liðnir tæpir fimm mánuðir og ekki sér fyrir endann á því. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segist ekki geta neitað því að hans ósk væri að gosinu færi að ljúka. „Mér leiðist gosið ekkert sem slíkt,“ segir Gunnar og bætir við að komandi vetrarveður og mikill fólksfjöldi geti boðið upp á aðstæður sem tilefni sé til að hafa áhyggjur af. „Já við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft frá upphafi. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt það er. Að fara út á nýstorknað yfriborð hrauns og treysta á að það haldi. Undir niðri getur verið rauðglóandi kvika,“ segir Gunnar. Hann útilokar ekki að stórslyss gæti átt sér stað láti fólk ekki af hegðun sinni. „Reyndar er þetta mjög lítill minnihluti fólks sem gerir þetta, en það er rétt að minna á að eldgosið hefur staðið yfir í um fimm mánuði. Hátt í þriðja hundrað þúsund hafa komið á eldstöðvarnar sem gerir það væntanlega að fjölmennasta ferðastað á landinu þetta árið.“ Hann hrósar björgunarsveitum fyrir viðbragð sitt og segir ávallt hægt að treysta á þær. „En maður hefur áhyggjur af langvarandi álagi á þetta björgunarsveitarfólk.“ Síðustu vikur hefur hraunflæðið ekki verið í áttina að Suðurstrandarvegi heldur í austurátt yfir í Merardali. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar. Þótt það flæði yfir eftir einhverjar vikur eins og einhverjir vísindamenn segja þá eru þar einhverjir kílómetrar til suðurs þar sem hraunið þyrfti að renna áður en það næði Suðurstrandarvegi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira