Fundust eftir mánuð á fjalli: „Þarna bara birtast þau bara allt í einu“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2021 22:31 Hér má sjá þrjú af hrossunum fimm sem týndust. Fimm hross fundust loks í dag, rétt tæpum mánuði eftir að þau fældust og hlupu á fjöll þann 13. júlí síðastliðinn. Eigandi hrossanna segist gríðarlega fegin að hafa loksins fundið þau. Næst á dagskrá sé að sækja þau. „Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka í Flóa, eigandi hrossanna í samtali við Vísi í kvöld. Hrossin sáust úr flugvél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eiðfaxi greinir frá því að þau hafi verið staðsett við Hrossadalsbrún, sem er fyrir ofan Hrossadal innan af Laugarvatnsfjalli. Hrossin fimm fældust í hestaferð skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gatfelli og að Hrossadalsbrún, þar sem hrossin sáust í dag. Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir „Við erum margoft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guðrún. Þar til loks í dag. „Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auðvitað rosalega leitótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“ Guðrún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin. „Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guðrún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn. Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað. Hestar Dýr Bláskógabyggð Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
„Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka í Flóa, eigandi hrossanna í samtali við Vísi í kvöld. Hrossin sáust úr flugvél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eiðfaxi greinir frá því að þau hafi verið staðsett við Hrossadalsbrún, sem er fyrir ofan Hrossadal innan af Laugarvatnsfjalli. Hrossin fimm fældust í hestaferð skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gatfelli og að Hrossadalsbrún, þar sem hrossin sáust í dag. Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir „Við erum margoft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guðrún. Þar til loks í dag. „Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auðvitað rosalega leitótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“ Guðrún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin. „Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guðrún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn. Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað.
Hestar Dýr Bláskógabyggð Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira