Ísland á toppi lista OECD yfir stuðning við málefni hafsins Heimsljós 13. ágúst 2021 10:54 gunnisal Málefni sem tengjast sjálfbærni hafs og vatna hafa lengi verið áherslumál Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland trónir á toppi lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem tengjast málefnum hafsins. Málefni sem tengjast sjálfbærni hafs og vatna hafa lengi verið áherslumál Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu en samkvæmt tölfræði OECD styðja 13,5 prósent af framlögum Íslands við þann málaflokk. Starf Íslands á þessu sviði er margháttað. Í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands leitast íslensk stjórnvöld við að stuðla að bættri afkomu og viðnámsþrótti í fátækum samfélögum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Meðal annars er unnið að byggðaþróun í strandsamfélögum í Malaví og Úganda ásamt héraðsyfirvöldum þar, og að hreinsun stranda í Síerra Leóne og Líberíu í samstarfi við alþjóðastofnanir. Þá er einnig unnið með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) við stefnumörkun á alþjóðavettvangi, auk þess sem íslenskir sjávarútvegssérfræðingar veita reglulega ráðgjöf til alþjóðastofnana sem vinna verkefni á þessu sviði. Ísland hefur einnig um árabil virkur þátttakandi í ProBlue sjóði Alþjóðabankans, sem sinnir málefum hafsins og þróun bláa hagkerfisins auk þess að stuðla að því að draga úr mengun í hafi. Loks má nefna að Sjávarútvegsskólinn, sem er hluti af GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, tekur árlega á móti sérfræðingum frá þróunarríkjum sem koma til námsdvalar á Íslandi auk þess að bjóða upp á styttri námskeið í þróunarlöndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Úganda Síerra Leóne Líbería Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent
Ísland trónir á toppi lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem tengjast málefnum hafsins. Málefni sem tengjast sjálfbærni hafs og vatna hafa lengi verið áherslumál Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu en samkvæmt tölfræði OECD styðja 13,5 prósent af framlögum Íslands við þann málaflokk. Starf Íslands á þessu sviði er margháttað. Í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands leitast íslensk stjórnvöld við að stuðla að bættri afkomu og viðnámsþrótti í fátækum samfélögum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Meðal annars er unnið að byggðaþróun í strandsamfélögum í Malaví og Úganda ásamt héraðsyfirvöldum þar, og að hreinsun stranda í Síerra Leóne og Líberíu í samstarfi við alþjóðastofnanir. Þá er einnig unnið með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) við stefnumörkun á alþjóðavettvangi, auk þess sem íslenskir sjávarútvegssérfræðingar veita reglulega ráðgjöf til alþjóðastofnana sem vinna verkefni á þessu sviði. Ísland hefur einnig um árabil virkur þátttakandi í ProBlue sjóði Alþjóðabankans, sem sinnir málefum hafsins og þróun bláa hagkerfisins auk þess að stuðla að því að draga úr mengun í hafi. Loks má nefna að Sjávarútvegsskólinn, sem er hluti af GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, tekur árlega á móti sérfræðingum frá þróunarríkjum sem koma til námsdvalar á Íslandi auk þess að bjóða upp á styttri námskeið í þróunarlöndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Úganda Síerra Leóne Líbería Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent