Framhlaup hafið í Dyngjujökli Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2025 14:17 Dyngjujökull er skriðjökull sem gengur út af Vatnajökli í norðurátt og er vestan við Kverkfjöll. Vísir/Vilhelm Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli. Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og um 20 til 30 ár líða að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Veðurstofan varar við ferðum á jöklinum. Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að fyrstu merki um framhlaup komi oft fram sem aukinn skriðhraði nærri jafnvægislínu nokkrum árum áður en verulega herðir á hraðanum. Framhlaup sé óregla í hreyfingu jökla sem felist í því að jökulskriðið herðir tímabundið á sér, oft tífalt, hundraðfalt eða jafnvel meira, og jökullinn springur allur upp. Í framhlaupum flytjist ís af safnsvæðinu og jökulyfirborðið lækki en þykkni á leysingarsvæðinu og sporðurinn gangi fram um hundruð metra eða jafnvel marga kílómetra. Samfara þessu aukist afrennsli frá jöklinum og vatn spretti fram undan jökulsporði mun víðar en alla jafna. Aurburður í ám sem frá jöklinum falla vaxi margfalt. Ekki sé alveg ljóst hversu stórt áhrifasvæði framhlaupsins verður en vert sé að vara við ferðum á Dyngjujökli. Líklega hafi nú þegar myndast sprungur á svæðum sem hafi verið greiðfær og ósprungin síðastliðin 20 ár. Veðurstofa Íslands Fylgst verði með framhlaupinu í samstarfi innlendra stofnana og erlendra samstarfsstofnana með margvíslegri gagnaöflun og greiningu. Hafinn sé undirbúningur að loftmyndatöku, greiningu á fjarkönnunargögnum, GPS-mælingum, rennslismælingum, greiningu vatns- og aurburðarsýna og uppsetningu hikmyndavéla til þess að skrásetja framhlaupið. Jöklar á Íslandi Veður Þingeyjarsveit Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að fyrstu merki um framhlaup komi oft fram sem aukinn skriðhraði nærri jafnvægislínu nokkrum árum áður en verulega herðir á hraðanum. Framhlaup sé óregla í hreyfingu jökla sem felist í því að jökulskriðið herðir tímabundið á sér, oft tífalt, hundraðfalt eða jafnvel meira, og jökullinn springur allur upp. Í framhlaupum flytjist ís af safnsvæðinu og jökulyfirborðið lækki en þykkni á leysingarsvæðinu og sporðurinn gangi fram um hundruð metra eða jafnvel marga kílómetra. Samfara þessu aukist afrennsli frá jöklinum og vatn spretti fram undan jökulsporði mun víðar en alla jafna. Aurburður í ám sem frá jöklinum falla vaxi margfalt. Ekki sé alveg ljóst hversu stórt áhrifasvæði framhlaupsins verður en vert sé að vara við ferðum á Dyngjujökli. Líklega hafi nú þegar myndast sprungur á svæðum sem hafi verið greiðfær og ósprungin síðastliðin 20 ár. Veðurstofa Íslands Fylgst verði með framhlaupinu í samstarfi innlendra stofnana og erlendra samstarfsstofnana með margvíslegri gagnaöflun og greiningu. Hafinn sé undirbúningur að loftmyndatöku, greiningu á fjarkönnunargögnum, GPS-mælingum, rennslismælingum, greiningu vatns- og aurburðarsýna og uppsetningu hikmyndavéla til þess að skrásetja framhlaupið.
Jöklar á Íslandi Veður Þingeyjarsveit Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira